Sunnudagur, 3. febrúar 2008
Hættir Björn Bjarnason eftir 1 ár?
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra var spurður að því í Silfri Egils í dag hvort hann væri á leið út úr pólitík.Hann svaraði eitthvað á þessa leið:Ég hefi sagt,að ég verði ekki í framboði til alþingis í næstu kosningum.Hann var þá spurður hvort hann mundi hætta sem ráðherra á kjörtímabilinu.Hann sagði,að hann yrði þingmaður út kjörtímabilið. En varðandi ráðherradóm sagði hann,að það væri undir sér komið hort hann yrði ráðherra út kjörtimabilið. Þetta var loðið svar og ekki trúverðugt.Ég mundi segja,að það væri undir formanni Sjálfstæðisflokksins komið hvort hann yrði ráðherra út tímabilið.Þegar stjórnin var mynduð var sagt,að Björn Bjarnason yrði ráðherra hálft timabilið en þá mundi hann hætta og annar taka við. Mér finnst svar Björns í Silfri Egils staðfesta þetta.
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 3. febrúar 2008
Morgunblaðið enn í stjórnarandstöðu!
Reykjavíkurbréf Mbl. fjallar um atburðina í borgarstjórn. Blaðið harmar það,að Sjálfstæðisflokkurinn skyldi ekki mynda meirihluta með Vinstri grænum og gera Svandísi Svavarsdóttur að borgarstjóra.Þetta er plata,sem Mbl. hefur spilað stöðugt frá síðustu kosningum enda þótt ekki hafi verið sagt strax að bjóða ætti Svandísi borgarstjórastólinn. Það þótti ekki henta að nefna það fyrr en Ólafur F. Magnússon hafði verið gerður að borgarstjóra. Síðan fjallar Mbl. enn eina ferðina um hvað gaman hefði verið að mynda ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og VG. Morgunblaðið ( sennilega Styrmir Gunnarsson) hefur rekið áróður fyrir slíkri ríkisstórn alveg síðan í þingkosningunum. Mbl. hefur verið á móti Samfylkingunni og á móti ríkisstjórninni.Ástæðan er sú,að Mbl. hefur aldrei getað fyrirgefið Ingibjörgu Sólrúnu það að fella meirihluta Sjálfstæðisflokksins í Rvk.Össur Skarphéðinsson segir,að stjórnarandstaðan sé aðallega á Mbl. en hún sé lítil á alþingi. Þetta má til sanns vegar færa. Er ekki kominn tími til þess að Mbl. sætti sig við ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar?
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 3. febrúar 2008
Þorgerður Katrín: Klúður í Rvk
,,Við vitum að í haust varð ákveðið klúður, mistök af okkar hálfu. " Þetta sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,varaformaður Sjálfstæðisflokksins á fundi í Valhöll í gær. Síðan bætti hún við:Við höfum nú fengið tækifæri til að sýna að það skiptir máli að Sjálfstæðismenn séu við stjórnvölinn í Reykjavík.
Ekki er það komið fram enn,að það skipti máli,að Sjálfstæðismenn stjórni í Rvk.Ég tel,að það sé einungis komið fram,að það geri illt verra ,að sjálfstæðismenn séu við' stjórn í RVk. Sjálfstæðismenn hafa sett í stól borgarstjóra mann sem hefur mjög lítið fylgi og hefur engan flokk á bak ið sig. Ljóst er að íhaldið ætlar að reyna að stjórna honum algerlega.Þetta eru ekki góðir stjórnarhættir. Sálfstæðismenn hefðu átt að sætta sig við að þeir náðu ekki meirihluta í kosningum og að samstarfsflokkur þeirra,Framsókn hljóp frá þeim. Það er ekki náttúrulögmál að þeir stjórni í Rvk. Skoðanakannanir sýna,að Reykvíkingar eru að refsa sjálfstæðismönnum fyrir vinnubrögðin og Samfylkingin er orðin stærri flokkur en íhaldið í Rvk
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Fundað í Valhöll |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 3. febrúar 2008
Mikil mistök að hafna skattatillögum ASÍ
Það voru vonbrigði að samningar skyldu ekki takast um tillögur þær sem ASÍ lagði fram, ég reiknaði satt að segja með að það myndi ganga. Mér fannst þetta borðleggjandi kostur og mér kom á óvart að þetta skyldi verða niðurstaðan, segir Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, varaforseti ASÍ, í viðtali í sunnudagsblaði Morgunblaðsins, þar sem hún ræðir m.a. stöðu kjaraviðræðnanna og tillögur sem ASÍ lagði fyrir stjórnvöld.
Ég er sammmála Ingibjörgu um þetta. Það voru mikil mistök,að vinnuveitendur og ríkisstjórn skyldu hafna tillögum ASÍ um lægra skattþrep fyrir láglaunfólk.Ef það hefði verið gert hefði verið unnt að semja um mun minni kauphækkaniur en ella og verðbólga hefði haldist lægri. Verkalýðsfélögin hefðu þá metið lægra skattþrep sem ígildi kauphækkunar.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Ólíkir flokkar ríkisstjórnar auka breidd í afstöðunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |