Mánudagur, 4. febrúar 2008
Geir Haarde vill ekki skipta um gjaldmiðil
Hörð orðaskipti urðu á alþingi í dag um krónuna. Stjórnarandstaðan sakaði Geir Haarde forsætisráðherra um að tala óskýrt um það hvort skipta ætti um gjaldmiðil. Valgerður Sverrisdóttir sagði,að Geir hefði sagt,að hann vildi heldur taka upp dollar en evru. Geir Haarde kvaðst ekki hafa sagt það heldur,að okkar viðskipti væru mjög mikil í dollurum.
Ljóst er,að óvissa um krónuna eykst. Mörg fyrirtæki vilja kasta krónunni og fá evru í staðinn en það er ekki unnt án þess að ganga í ESB.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Stendur ekki til að skipta um gjaldmiðil |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 4. febrúar 2008
Samstaða um eignarhald á orkuauðlindum?
Flest bendir til að samstaða sé um grundvallaratriði í orkumálum þjóðarinnar, þ.e. um eignarhald á orkuauðlindunum sjálfum.Svo segir í forustugrein Mbl. í dag. Geir Haarde forsætisráðherra segir í viðtali við Mbl.,að auðlindir Íslands eigi að vera til staðar fyrir komandi kynslóðir.Þessar eignir ríkisins ( orkuauðlindir) eigi ekki að framselja til einkaaðila með varanlegum hætti. Og ekki eigi að hrófla við núverandi eignarhaldi einkaaðila á orkuauðlindum.Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,formaður Samfylkingarinnar, segir ,að orkuauðlindirnar eigi að lúta eignarhaldi opinberra aðila. Hún segir að eðlilegt sé að hið sama gildi um orkuauðlindirnar og fiskveiðiauðlindirnar. Ingibjörg Sólrún segir,að einstakar virkjanir,sem tengjast stóriðju megi byggja og reka á markslegum forsendum.Við slíkar aðstæður kæmi til auðlindagjald,þ.e. greiðsla fyrir nýtingu á auðlindinni sem rynni til almennings.
'Eg er sammmála framangreindum sjónarmiðum leiðtoga ríkisstjórnarinnar í meginatriðum,set þó fyrirvara við það sjónarmið Ingibjargar Sólrúnar,sð eiga megi og reka virkjanir á markaðslegum forsendum. En mestu máli skiptir að stjórnarflokkarnir eru sammmála um eignarhald á orkuauðlindunum , þe. að meginstefnan eigi að vera sú að orkuauðlindirnar eigi að vera í höndum hins opinbera.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 4. febrúar 2008
Björn Bjarnason hlynntur samstarfi við VG?
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra sagði í Silfri Egils á RÚV í gær að samstarfið í ríkisstjórninni væri gott en hann hefði aldrei útilokað samstarf við Alþýðubandalagið sáluga eða Vinstrihreyfinguna grænt framboð.Samkvæmt þessu hefur Styrmir Gunnarsson nú fengið bandamann í baráttunni fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn vinni með Vinstri grænum.Eða a.m.k. hefur Björn Bjarnason nú komið út úr skápnum í þessum efnum. Björn var talinn í hópi þeirra sem hefðu fremur kosið samstarf með VG en Samfylkingunni en hann hefur aldrei sagt það opinberlega. En einmitt af þessum ástæðum var mikið vafamál hvort hann yrði í ríkisstjórninni. Ég tel,að gerð hafi verið sú málamiðlun,að hann yrði 2 ár ráðherra en hætti svo.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Hefur aldrei útilokað samstarf við Vinstri græna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |