Þriðjudagur, 5. febrúar 2008
Guðni vill breyta lögunum um kvótakerfið
Guðni Ágústsson formaður Framsóknar lýsti því yfir á alþingi í dag að hann vildi breyta lögunum um kvótakerfið vegna álits Mannréttindanefndar Sþ. Hann sagði,að það þyrfti að opna kerfið.
Þetta er stórmerk yfirlýsing. Framsókn hefur stutt kvótakerfið frá fyrstu tíð og Halldór Ásgrímsson var guðfaðir þess.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 5. febrúar 2008
Laun ákveðin eftir á!
Fram er komin mjög nýstárleg hugmynd í kjaraviðræðunum. Talað er um að ákveða launahækkanir að verulegu leyti eftir ár. Fram kom í Útvarpinu, að rætt sé um að lágmarkslaun hækki og verði um 145.000 krónur á mánuði og þeir sem fá aðeins greitt eftir töxtum fái 15 til 20.000 krónur ofan á taxtana. Ef samið verði til þriggja ára leggist 7500 krónur á taxtana 1. mars 2009 og aðrar 7500 krónur 2010.
Þá er rætt um svonefnda baksýnisspegla sem virki þannig, að laun hækki um 4% þann 1. mars en þó með hliðsjón af launaþróun hjá hverjum einstökum launamanni á tímabilinu 1. mars 2007 til 1. mars 2008. Kannað sé hversu mikið launin hafa hækkað á þessu tímabili. Hafi viðkomandi t.d. notið launaskriðs og laun hans hafa hækkað umfram 4% fái hann enga launahækkun. Hafi launin hins vegar ekkert hækkað fái hann öll 4%.
Ef verkalýðsfélögin samþykkja þessa aðferðarfræði er unnt að semja mjög snarlega,jafnvel fyrir helgi.Það væri ánægjulegt.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Launahækkanir ákveðnar eftirá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 5. febrúar 2008
Afnema ber skerðingu á lífeyri aldraðra frá almannatryggingum vegna lífeyrissjóðstekna
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 5. febrúar 2008
Er að nást samkomulag um nýja kjarasamninga?
Kristján formaður Starfsgreinasambandsins segir að nái menn samkomulagi um aðferðafræðina gangi hlutirnir hratt fyrir sig í kjölfarið. Hann segir að útspil SA hafi breyst og þróast og því hafi þokast í rétta átt. Starfsgreinasambandið geri áfram kröfu um 20 þúsund króna hækkun á taxta, kröfu um almenna 4% hækkun og hækkun lágmarkslauna. Í stað samnings til tveggja ára sé talað um samning í eitt ár með möguleika á framlengingu í tvö ár ef ákveðin skilyrði séu fyrir hendi, það er að kaupmáttur hafi ekki farið minnkandi og að verðlagsforsendur séu innan tilskilinna marka.
Það er gífurlega mikilvægt að ná nýjum kjarasamningum án mikilla átaka. Ef til átaka kemur,t.d. verkfalla, kostar það alla mikla fjármuni og endar með verðbólgusamningum.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Ný stefna í kjaramálum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 5. febrúar 2008
Loks nú farið að vilja Hæstaréttar um afnám á skerðingu tryggingabóta vegna tekna maka
Hæstaréttardómur í Öryrkjamálinu svokallaða í desember 2001 kvað á um að skerðing á tekjutryggingu örorkubóta vegna tekna maka á árunum 1994 til 1998 hefði verið ólögmæt. Hún hefði verið brot á stjórnarskránni.
Í kjölfarið setti ríkisstjórnin á laggirnar nefnd sem gerði tillögur um hvernig bregðast skyldi við dómi Hæstaréttar og á grundvelli tillagna hennar var lögum um almannatryggingar breytt. 2003 komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að óheimilt hafi verið með þeirri lagasetningu að beita afturvirkri skerðingarreglu í þeim lögum, vegna eignarréttarákvæða stjórnarskrárinnar.
Hæstiréttur komst með öðrum orðum tvívegis að þeirri niðurstöðu, að þáverandi stjórnvöld hefðu á ólögmætan hátt skert lífeyri öryrkja vegna tekna maka.Þetta voru hinir frægu 0ryrkjadómar. Það var strax í kjölfar þeirra talið eðlilegt að hið sama gilti um aldraða og öryrkja, þe. að ekki mætti skerða lífeyri aldraðra vegna tekna maka.
Fór þá ekki þáverandi ríkisstjórn strax að afnema skerðingu á tryggingabótum öryrkja og aldraðra vegna tekna maka? Nei ekki aldeilis. Stjórnin leitaði leiða til þess að halda áfram að skerða lífeyri aldraðra og öryrkja vegna tekna maka! Það dugði sem sagt ekki þáverandi stjórnvöldum að fá hæstaréttardóm um að stjórnarskráin hefði verið brotin við skerðingu bóta öryrkja vegna tekna maka.Það er fyrst í ár,1.apríl, mörgum árum seinna, að stjórnvöld ætla að hætta að skerða tryggingabætur aldraðra og öryrkja vegna tekna maka.Að sjálfsögðu hefði þetta átt að taka gildi strax 2003.
Björgvin Guðmundsson
--------------------------------------------------------------------------------