Miðvikudagur, 6. febrúar 2008
Baráttan harðnar milli Hillary og Obama
Eftir forkosningarnar í Kaliforniu virðist staðan milli Hillary og Obama vera mjög jöfn.Hillary vann kosninguna í kaliforniu en Obama vann í fleiri fylkjum sama daginn.Ekki virðist skipta máli hvor þessara frambjóðenda verður útnefndur forsetaefni demokrata. Ef Hillary verður fyrir valinu verður það i fyrsta sinn sem kona er í framboði hjá demokrötum. En ef Obama verður valinn verður það í fyrsta sinn sem svertingi er valinn forsetaefni.Stefnan er hins vegar svipuð hjá báðum enda þótt frambjóðendurnir leggi áherslu á mismunandi mál.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Baráttan á eftir að harðna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 6. febrúar 2008
Frítekjumark fyrir lifeyrissjóðstekjur: Stendur á Sjálfstæðisflokknum?
Miðvikudagur, 6. febrúar 2008
Það verður að breyta kvótakerfinu
Úthlutun á ókeypis aflaheimildum til örfárra útvalinna gæðinga er eitthvert mesta ranglæti sem átt hefur sér stað. Þeir, sem fengu fríar aflaheimildir hafa getað braskað með þær og þeir hafa margir hverjir óspart gert það. Sumir bleyta aldrei færi, leigja bara aflaheimildirnar út og hafa gott upp úr því.Aðrir hafa selt frá sér alla kvótana og hætt veiðum.Dæmi eru um að menn hafi fengið marga milljarða fyrir kvóta,sem þeir hafa selt.Þeir hafa sumir hverjir selt kvóta, sem þeir fengu fría, selt heimildir,sem þeir í raun áttu ekki, þar eð þjóðin á fiskinn í sjónum.Fiskurinn er sameiginleg auðlind þjóðarinnar. Nauðsynlegt er að breyta þessu fyrirkomulagi.Það verður að afhenda þjóðinni veiðiheimildirnar á ný. Og síðan verða allir sem fá veiðiheimildir að greiða fyrir afnot þeirra. Aðaltilgangur kvótakerfisins var að vernda þorskstofninn. En það hefur mistekist. Ástand þorskstofnsins er verra í dag en áður en kerfið var sett. Framsóknarflokkurinn á höfundarrétt að kvótakerfinu. Að vísu var vitað, að LÍU lagði tillögurnar um kvótakerfið fyrir sjávarútvegsráðherra Framsóknar. LÍU og Framsókn bera ábyrgð á þessu kerfi, sem skapað hefur mestu tekjutilfærslur allra tíma í þjóðfélaginu.Nú hefur nýr formaður Framsóknar breytt um stefu í þessu máli.Hann segir: Þessu kerfi verður að breyta. Það stendur í lögunum um stjórn fiskveiða, að fiskurinn í sjónum sé sameign þjóðarinnar. Eða eins og stendur orðrétt í 1.grein laganna: Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Eignarrétturinn nýtur friðhelgi stjórnarskrárinnar.Hvernig er þá unnt að selja eign þjóðarinnar sem nýtur friðhelgi stjórnarskrárinnar. Er það ekki stjórnarskrárbrot? Það þyrfti að láta reyna á þetta ákvæði fyrir dómstólum. Ég tel, að það sé óheimilt að selja kvótana. Það er kominn tími til,að tekið sé í taumana, braskið með kvótana sé stöðvað og þjóðin endurheimti sameiginlega auðlind sína,fiskinn í sjónum. -Mannréttindanefnd Sþ. segir kerfið brot á mannréttindum.
Björgvin Guðmundsson
T | |
![]() |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 6. febrúar 2008
Nást nýir kjarasamningar fyrir helgi?
Það ræðst í dag eða morgun hvort nýir kjarasamningar nást á alveg nýjum grundvelli,þ.,e, að verulegu leyti samið eftir á.
Vilhjálmur Egilsson segir að verið sé að reyna að ná almennri samstöðu um ákveðin mál. Í því sambandi nefnir hann þrennt: Í fyrsta lagi að lágmarkslaun fyrir fulla dagvinnu hækki í 145 þúsund krónur á mánuði. Í öðru lagi að lægstu kauptaxtar verði færðir nær greiddum launum. Það verði gert með 15.000 kr. greiðslu ofan á taxta nú, 7.500 kr. hækkun 1. maí 2009 og 7.500 kr. hækkun 1. mars 2010. Í þriðja lagi nefnir hann að ná þurfi til þeirra sem sitja eftir í launaskriðinu. Þeir sem ekki hafi fengið 4% hækkun frá áramótum 2006/2007 fái nú hækkun sem nemi mismuninum. Ákveðin lágmarkshækkun yrði síðan ákveðin fram í tímann. Sú tala gæti hækkað í almennu launaskriði en hækkun launþega á tímabilinu drægist frá. Ef samið verður til þriggja ára verður ákveðið eftir eitt ár hvort halda eigi áfram næstu tvö ár á grundvelli þess hvort kaupmáttur hefur haldist og hvort verðbólga hefur minnkað.
Kannað er hvort aðilar úti á landi vilji fallast á nýtt kerfi,nýja aðferðarfræði,einnig hvort öll landssambönd vilji samþykkja þetta. Rafiðnaðarsambandið hefur verið tregt. Það vill fá meiri kauphækkun en er í spilunum.
Björgvin Guðmundsso
![]() |
Áhersla á lægstu launin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 6. febrúar 2008
Var verið að kaupa völd í Reykjavík?
Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti kaupin á Laugaveg 4 og 6 í gær. Harðar umræður urðu um málið. Dagur B.Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar sagði að greitt væri allt of hátt verð fyrir húsin og að það mundi hækka markaðsverð á húsum í Miðbænum. Hann sagði,að í raun hefði Sjálfstæðisflokkurinn ekki verið að kaupa húsin heldur að kaupa Ólaf F. Magnússon til fylgilags við sig,verið að kaupa völd. Samkvæmt þessu hefur borgarstjórastóllinn ekki dugað í þessu efni heldur hefur þurft að bæta húsakaupunum við.
Húsin voru keypt á 580 milljónir en eigendur greiddu 250 milljónir fyrir þau. Talið er að þegar upp er staðið muni húsin kosta borgina 1 milljarð
Björgvin Guðmundsson.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)