Vilhjálmur telur sig hafa haft fullt umboð

Vilhjálmur Vilhjálmsson fyrrverandi borgarstjóri og Svandís Svavarsdóttir   borgarfulltrúi VG voru í kastljósi í kvöld að svara fyrir REI málið.Sigmar fréttamaður kastljóss þjarmaði hart að Vilhjálmi og spurði hann ítrekað hvort hann hefði haft umboð sem borgarstjóri til þess að samþykkja samruna við  Geysir Green Energy og fleira.Vilhjálmur sagði já og hvaðst hafa borið málið undir borgarlögmann.Sigmar sagði,að aðrir lögfræðingar eins og Andri Árnason hefðu látið það álit  í ljós,að Vilhjálmur hefði ekki haft umboð.Sigmar spurði Vihjálm hvort hann ætlaði að segja af sér út af máli þessu. Hann svaraði því neitandi. Hann hefði ekki gert neitt ólöglegt.Hins vegar viðurkenndi hann,að hraðinn á afgreiðslu REI málsins hefði verið of mikill  og kynning á málinu gagnvart  öðrum borgarfulltrúum ekki nægur. Baðst hann afsökunar á því. Vilhjálmur sagði,að  borgarfulltrúar ætluðu að læra af REI málinu og gera betur í framtíðinni.

Lítið nýtt kom fram  hjá Svandísi. Sigmar spurði hana hver ætti af axla ábyrgð vegna REI málsins. Hún kvaðst ekki geta svarað því. Það væri ekki hennar að ákveða það. Það má segja,að allur vindur hafi verið úr henni í þessu máli en hún átti stóran þátt í að hleypa því upp sl. haust.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


Kjör aldraðra: Tími framkvæmda er kominn

 

Ég er mjög óánægður með aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar í málefnum aldraðra.Ljóst er þó  að  margt er í   undirbúningi  og margar nefndir hafa verið skipaðar En í sumum málum þarf ekki að skipa nefnd, heldur þarf að framkvæma breytingar strax.Þetta á við um málefni aldraðra og öryrkja. Í málefnum þessara hópa liggur alveg fyrir hvað þarf að gera Það liggur fyrir álit stjórnskipaðrar nefndar um aðgerðir í málefnum öryrkja.Og það liggja fyrir mörg álit frá Félagi eldri borgara í Reykjavík og Landssambandi eldri borgara um aðgerðir í kjaramálum aldraðra.Auk þess hefur Jóhanna Sigurðardóttir,  núverandi félagsmálaráðherra, flutt fjölmargar tillögur á alþingi um aðgerðir í kjaramálum aldraðra og  Samfylkingin flutti slíkar tillögur  á alþingi undanfarin ár. Nú þarf aðeins að draga þessar tillögur fram.

Tími framkvæmda er því kominn. Það þarf strax að  bæta kjör aldraðra en ekki síðar.

Björgvin Guðmundsson


REI skýrslan moðsuða

     
          
        
          

    Borgarráð Reykjavíkur segist í bókun, sem samþykkt var í dag,  fagna því að samstaða hafi náðst um niðurstöðu stýrihóps vegna málefna Orkuveitu Reykjavíkur og Reykjavík Energy Invest. Skýrsla stýrihópsins hefur verið birt.

    Í bókuninni segir, að borgarráð taki undir með stýrihópnum að slík sátt um þetta mál sé mjög mikilvæg, þrátt fyrir að fulltrúar ólíkra stjórnmálaflokka hafi augljóslega ólíkar áherslur um einstaka efnisþætti. Lýsir borgarráð stuðningi við skýrslu stýrihópsins og þær tillögur sem þar koma fram og hafi það einkum að markmiði að treysta enn frekar stjórnsýslu á vettvangi Orkuveitu Reykjavíkur, tryggja góð vinnubrögð og betri aðkomu kjörinna fulltrúa, fyrir hönd eigenda fyrirtækisins, að stórum ákvörðunum.

    Þegar skýrsla stýrhópsins er lesin yfir kemur í ljós,að hún er greinilega málamiðlun milli ólíkra sjónarmiða í borgarstjórn,milli meirihluta og minnihluta.Iðulega er í skýrslunni  eitthvað gagnrýnt en síðan bætt einhverju  við til þess að draga úr gagnrýninni. Þetta er sem sagt moðsuða.

    Strax í upphafi starfstíma stýrihópsins var fjallað um það sem máli skipti: 20 ára einkaréttarsamninginn,sem var felldur úr gildi, leyfi starfsmanna,þar á meðal yfirmanna til þess að kaupa hlutabréf á hagstæðu  gengi,sem var einnig afnumið.

    Það er gagnrýnt í skýrslunni að borgarstjóri og aðrir háttsettir embættismenn hafi tekið veigamiklar ákvarðanir án þess að hafa til þess umboð borgarstjórnar. En ekki samt lagt til,að  neitt verði gert af þeim sökum.Enginn á að axla ábyrgð.

    Björgvin Guðmundsson

     


    mbl.is Borgarráð fagnar sátt um REI-skýrslu
    Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

    REI: Hver axlar ábyrgð?

     Formaður stýrihóps um málefni Orkuveitu Reykjavíkur, skilar lokaskýrslu hópsins á fundi borgarráðs klukkan 9 í dag og verða niðurstöðurnar í framhaldi af því kynntar fjölmiðlum. Ljóst er að niðurstaða stýrihópsins er sú að skýrari reglur þurfi um starfsemi Orkuveitunnar og heimildir stjórnenda þar til að taka afdrifaríkar ákvarðanir. Einnig verður litið á REI-málið sem lærdóm fyrir stjórnkerfi borgarinnar og komið er inn á hlut forstjóra Orkuveitunnar og forstjóra REI í málinu.

    Skýrslan er mikill áfellisdómur yfir Sjálfstæðisflokknum og Framsókn,þeim flokkum,sem fóru með meirihluta í borgarstjórn,þegar klúðrið átti sér stað. Spurningin er aðeins þessi: Hver axlar ábyrgð af klúðrinu?

    Björgvin Guðmundsson


    mbl.is Sameiginleg niðurstaða stýrihópsins
    Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

    REI: Áfellisdómur yfir Sjálfstæðisflokki og Framsókn

    Í skýrslu stýrihóps sem fjallaði um samruna REI og GGE  kemur fram að hópurinn telur að verkferlar og valdmörk hafi verið óskýr og fellir áfellisdóm um alla stjórnsýslu málsins. Ákvarðanir voru að mati hópsins teknar án fullnægjandi umræðu og að málsaðilar hafi brugðist trausti. 

    Þessi skýrsla er mikill áfellisdómur yfir meirihluta Sjálfstæðisflokksins

     og Framsóknarflokksins,sem fór með REI málið.

    Björgvin Guðmundsson


    Ríkisstjórnin hefur ekki hækkað lífeyri aldraðra um eina krónu!

    Ríkisstjórnin hefur nú verið við völd í 8 1/2 mánuð  en þó hefur hún enn ekki hækkað lífeyri aldraðra um eina krónu.Það eina,sem ríkisstjórnin hefur gert i málefnum aldraðra og öryrkja er að tilkynna ( 5.des.sl.) að hún ætli að draga úr skerðingu  tryggingabóta á þessu ári,1.apríl og 1.júlí.Eftir hverju er ríkisstjórnin að bíða? Hvers vegna gerir hún ekki strax það sem hún ætlar að gera  í þessum málaflokki? Það eru nógir peningar til.
    Fyrst 1.júlí n.k. ætlar ríkisstjórnin að draga úr skerðingu tryggingabóta vegna atvinnutekna 67-70 ára og 1.apríl ætlar hún að afnema skerðingu tryggingabóta vegna tekna maka, en hæstiréttur úrskurðaði árið  2003 að óheimilt væri að  skerða tryggingabætur vegna tekna maka.Samt hafa stjórnvöld haldið áfram í 5 ár að skerða slíkar bætur þvert ofan í úrskurð hæstaréttar.
    En hvers vegna  koma engar tillögur frá ríkisstjórninni um að afnema skerðingu tryggingabóta aldraðra vegna tekna úr lífeyrissjóði.Það er ennþá mikilvægara en að  draga úr skerðingu tryggingabóta vegna atvinnutekna. Flestir eru í lífeyrissjóði en tiltölulega fáir  eldri borgarar eru úti að vinna.Það kemur miklu fleiri eldri borgurum að gagni að afnema skerðingu vegna lífeyrissjóðstekna. Hvers vegna gerir ríkisstjórnin ekki þær ráðstafanir,sem koma eldri borgurum best? Hvers vegna er lífeyrir aldraðra frá TR ekki hækkaður? Hvers vegna dregur  stjórnin allar ráðstafanir fyrir eldri borgara? Hvers vegna eru einkunnarorð  ráðstafana  stjórnvalda í þágu eldri borgara eins og áður: Of seint og of lítið. Hvar eru áhrif Samfylkingarinnar í ríkisstjórninni,þegar velferðarmál eru annars vegar? Er Framsókn enn í stjórninni?
    Björgvin Guðmundsson

    Bloggfærslur 7. febrúar 2008

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband