Rösklega gengið til verks við hreinsun gatna

Borgin á hrós skilið fyrir hvað rösklega er gengið til verks við hreinsun gatna í Reykjavík.Þegar mikill snjór hefur verið á götunum undanfarið  og mönnum hefur ekkert litist á færðina snemma  að morgni hefur verið búið að hreinsa göturnar og jafnvel heimkeyrslur löngu fyrir hádegi.Ég veit ekki hvort borgin  gerir þetta sjálf eða lætur verktaka gera þetta. En það gildir einu. Það er vel að verki staðið og hreinsað snarlega.

 

Björgvin Guðmundsson


Afstaða stjórnvalda til eldri borgara er ekki nógu jákvæð

Vefstjórn
Afstaða stjórnvalda á hinum Norðurlöndunum  til hagsmunamála aldraðra er jákvæð.Stjórnvöld þar kappkosta að hafa sem best samstarf við hagsmunasamtök eldri borgara og taka jákvætt óskum þeirra um kjarabætur og bætta aðstöðu.Þessu er öfugt farið hér. Sl. 12 ár hefur afstaða stjórnvalda til  kjarabaráttu aldraðra verið neikvæð. Hagsmunasamtök eldri borgara hafa þurft að  knýja ( neyða) stjórnvöld  til þess að láta eitthvað af hendi rakna við eldri borgara. Það,sem náðst hefur fram, hefur ávallt verið of lítið og of seint. 

 Svo virðist sem framald verði á þessari furðulegu stefnu stjórnvalda gagnvart eldri borgurum.Báðir stjórnarflokkarnir lofuðu eldri borgurum verulegum kjarabótum og bættri aðstöðu  í síðustu kosningum.Það hefði því mátt ætla, að þeir mundu nota fyrsta tækifæri til þess að efna þessi kosningaloforð.En svo er ekki. Þvert á móti virðist hugsunin vera sú að draga efndir eins lengi og unnt sé. Ráðamenn virðast halda, að kjósendur gleymi kosningaloforðunum strax. En svo er ekki.  

 

Björgvin Guðmundson


T
Vefstjórn





Eigum við að ganga í ESB?

Nokkur umræða hefur farið fram hér að undanförnu  um þá spurningu hvort Ísland eigi að taka upp evru.Nokkur fyrirtæki,sem hafa mikil viðskipti í Erópu vilja taka upp evru.Þess misskilnings gætir,að unnt sé að taka upp evru án þess að ganga í ESB. En það er ekki unnt.Spurningin er þá sú hvort Ísland eigi að ganga í ESB. Það sem mælir með því er,að Ísland kæmist þá að stjórnarborði ESB,fengi aðild að stjórn og þingi sambandsins.Og Ísland gæti þá tekið upp evru. En það sem mælir gegn því  er að Ísland yrði við aðild að undirgangast sjávarútvegsstefnu ESB og hleypa skipum ESB inn í fiskveiðilögsögu okkar. Ég get ekki samþykkt það.

 

Björgvin Guðmundsson


Góður þáttur Sigurðar G.Tómassonar

Útvarpsþáttur Sigurðar G.Tómassoinar á Útvarpi Sögu er fróðlegur og skemmtilegur. Undanfarið hefur Sigurður verið að lesa úr Dægradvöl Benedikts Gröndal en hann hefur öðru hverju lesið upp úr skemmtilegum bókum Þá leikur Sigurður alltaf reglulega  einsöng Jussi Björling,sænska stórsöngvarans,sem var frábær tenór.Sigurður leyfir einnig hlustendum að hringja í sig og spjalla um landsins gagn og nauðsynjar og eru þau orðaskipti oft mjög skemmtileg. Sem sagt: Góður þáttur.

 

Björgvin Guðmundsson


Vill Mbl. fórna Vilhjálmi?

 

 Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi og stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur þegar REI-málið kom upp, sagði eftir borgarráðsfund í gær að ekkert nýtt kæmi fram í lokaskýrslu stýrihópsins varðandi aðild sína að málinu.

Morgunblaðið virðist þó á öðru máli. Það eyðir miklu rými undir REI málið í dag og setur fram spurninguna: Stendur Vilhjálmur málið af sér? Blaðið færir mörg atriði fram í umræðunni sem  setja spurningamerki við stöðu Vilhjálms. Fram kemur,að borgarlögmaður telji ,að Vihjálmur hafi haft umboð til þess að samþykkja samruna  REI og Geysir Green Energy en Andri Árnason lögmaður telur,að hann hafi ekki haft umboð. Mbl. ræðir við Guðmund Þóroddsson forstjóra Orkuveitunnar,sem er í leyfi frá störfum. Hann segir,að fullt samráð hafi verið haft við kjörna fulltrúa,Vilhjálm,Hauk Leosson og Björn Inga á öllum stigum málsins.

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Umboð borgarstjóra verður tekið til skoðunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Of mikið útlendingadekur

Vetrarhátíð hófst í Reykjavík í gær með fallegri göngu og mörgum  góðum uppákomum.Vetrarhátíð þessi er orðin fastur liður hjá Reykjavík á hverjum vetri. Athygli mína vakti í gær við upphaf hátíðarinnar hvað mikið  er leitað til erlendra listamanna. Við eigum nóg af góðum listamönnum hér heima og eigum að leita meira til þeirra. Einnig kann ég ekki við það,að æ meiri sé sungið á erlendum málum á hátíðum sem þessum. það á fyrst og fremst að syngja á íslensku.

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 8. febrúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband