Laugardagur, 9. febrúar 2008
Mjög dauft á alþingi
Það hefur verið mjög dauft á alþingi undanfarið. Stóru málin láta á sér standa en á meðan drepa þingmenn tímann með því að ræða um nauðaómerkileg mál svo sem kynlífsþjónustu erlendis. Össur Skarphéðinsson,iðnaðaráðherra,hefur samið frumvarp um orkumál,sem menn bíða eftir með eftirvæntingu en frumvarpið er stopp í þingflokki Sjálfstæðisflokksins,sennilega vegna ágreinings þar. Við þetta bætist það,að þingmenn stjórnarflokkanna þora ekki að flytja nein alvörumál af ótta við reiði flokksforingjanna.Þess vegna flytja þeir mál um eitthvað,sem skiptir engu máli og tefja með slíku tíma alþingis. Stærsta mál alþingis í dag er úrskurður Mannréttindanefndar Sþ. um að kvótakerfið íslenska sé brot á mannréttindum.Það mál ætti í dag að taka allan tíma alþingis.En málið kemur ekki á dagskrá þar eð í sjávarútvegsráðuneytinu er verið að leita leiða til þess að gera einhverjar sáralitlar breytingar á kvótakerfinu,sem skipta engu máli. En það þýðir ekki. Það verður að opna kerfið fyrir nýjum aðilum og allir verða að sitja við sama borð.
Björgvin Guðmundsson
Laugardagur, 9. febrúar 2008
EFTA gerir fríversunarsamning við Kanada
Fyrir skömmu var undirritaður fríverslunarsamningur milli EFTA og Kanda en sá samningur hafði verið lengi í undirbúningi. Af hálfu Íslands undirritaði Ingibjörg Sólrún,utanríkisráðherra,samninginn.Samningurr þessi skiptir okkur miklu máli og tryggir tollfrelsi iðnaðarvara og sjávarafurða í Kanada.
Ísland hefur gert marga hagstæða fríverslunarsamninga á undanförnum árum, ýmist á eigin vegum eða fyrir milligöngu EFTA og hefur í seinni tíð gengið mun betur í þeim efnum en t.a.m. Evrópusambandinu. Þannig má nefna að Ísland á nú fyrst Evrópuríkja í beinum viðræðum við Kína um viðskiptasamning og fríverslunarsamningur á milli EFTA og Suður-Kóreu var undirritaður þann 15. desember 2005, en enn standa yfir fríverslunarviðræður á milli Evrópusambandsins og Suður-Kóreumanna.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Fagna fríverslunarsamningi við Kanada |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 9. febrúar 2008
ASI samflot á ný
Verður reynt á næstu dögum að finna sameiginlegar lausnir sem öll aðildarsambönd ASÍ geta sætt sig við. Forystumenn innan ASÍ segja að flest bendi til þess að samflot sé komið á að nýju milli landssambanda og félaga í ASÍ í kjaraviðræðunum en eins og kunnugt er slitnaði upp úr því eftir að ríkisstjórnin hafnaði tillögum verkalýðshreyfingarinnar um breytingar í skattamálum í síðasta mánuði. Talið er að ráðast muni í dag hvort boðað verður til samningafunda yfir helgina .
Tilboð Samtaka atvinnulifsins er metið á 3,7% kauphækkun.Verkalýðsfélögunum finnst það fulllítið. Tryggja þarf að þeir lægst launuðu fái meiri hækkun. Þeir geta ekki lifað sómasamlegu lífi af þeim lágu launum,sem í gildi eru í dag.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
ASÍ-samflot hafið á ný |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)