Mikilvægt að leysa hjúkrunarvandann

Mikilvægasta  verkefni næstu ríkisstjórnar verður að leysa hjúkrunarvandann,þannig,að allir hjúkrunarsjúklingar,sem þess þurfa  geti fengið inni á hjúkrunarheimili.Samfylkingin ætlar að beita sér fyrir því,að  byggð verði 400 hjúkrunarheimili á næstu 2 árum.Þannig hljóðaði stefnuskrá Samfylkingarinnar i hjúkrunarmálum aldraðra fyrir síðustu kosningar. Örlítið hefur hreyfst í þessum málum en hvergi nærri nóg.

 

Björgvin Guðmundsson


ASÍ gagnrýnir verðhækkanir

Miðstjórn ASÍ gagnrýnir harðlega í ályktun það sjálfvirka ferli verðhækkana, sem fyrirtæki í verslun og þjónustu hafi boðað og þegar sé hafið. Segir ASÍ, að þessar hækkanir séu langt umfram efnisleg tilefni.

„Með þessu eru fyrirtæki að boða aukna álagningu og þar með að auka hagnað sinn við erfiðar aðstæður í efnahagslífinu. Vert er að minna á að í þeim kjarasamningum sem undirritaðir voru 17. febrúar sl. sýndi verkalýðshreyfingin mikla ábyrgð með hófstilltum samningum þar sem áhersla var lögð á að auka kaupmátt þeirra tekjulægstu og þeirra sem setið höfðu eftir í góðæri undanfarinna missera. Meginmarkmið samninganna var hins vegar einfalt en gríðarlega mikilvægt. Að lækka verðbólgu og treysta þannig kaupmátt launafólks. Frá þessu markmiði má ekki hvika," segir í ályktuninni.

Krefst miðstjórn ASÍ þess, að fyrirtækin í landinu axli með skýrum hætti ábyrgð á markmiðum kjarasamninga sem SA undirritaði fyrir þeirra hönd fyrir rúmum mánuði og leggi sitt af mörkum til að treysta þær forsendur sem þeir byggja á.

Ég er sammmála gagnrýni ASÍ. Ég tel,að verslanir og innflutningsfyrirtæki þurfi að sýna mikla varkárni í hækkun á vöruverði. Nauðsynlegt er að  allir taki nú höndum saman um að halda aftur af verðhækkunum svo verðbólga aukist ekki það mikið að  hún felli kjarasamninga úr gildii.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is ASÍ gagnrýnir sjálfvirkar verðhækkanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Bloggfærslur 27. mars 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband