Forsetinn settur í embætti

Ólafur Ragnar Grímsson var settur inn í embætti forseta Íslands í fjórða sinn í dag. Innsetningarathöfnin hófst með helgistund í Dómkirkjunni að viðstöddum ráðherrum og ríkisstjórn, fyrrverandi forseta, sendiherrum erlendra ríkja og æðstu embættismönnum þjóðarinnar. 

Athöfnin hófst með lúðrablæstri á Austurvelli kl. 15 en kl. 15:30 hófst helgistundin í dómkirkjunni þar sem Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, flutti hugvekju.(mbl.is)

Forsetinn flutti ágæta ræðu við athöfnina.Hann lagði áherslu á,að Íslendingar mundu eins og áður vinna sig út úr erfiðleikunum.Mér fannst vanta í ræðuna,að margir eiga nú um sárt að binda vegna uppsagna og annarra erfiðleika í efnahagsmálum.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Forsetinn settur í embætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forsætisráðherra vill hraða framkvæmdum við Bakka

Forsætisráðherra segir mikilvægt að hraða framkvæmdum vegna álvers á Bakka. Sjálfur muni hann beita sér fyrir því. Umhverfisráðherra segist ekki eiga lokaorðið um það hvort álver rís á Bakka, heldur sveitarfélög og fyrirtæki sem í hlut eiga. Það sé ekki markmið með úrskurðinum að koma í veg fyrir framkvæmdirnar.

Umhverfisráðherra úrskurðaði í gær að allar framkvæmdir tengdar álveri á Bakka við Húsavík yrðu að fara sameiginlega í umhverfismat. Ráðherrann ógilti jafnframt ákvörðun Skipulagsstofnunar, frá því í febrúar, um að slíkt mat þyrfti ekki að fara fram.

Geir H. Haarde forsætisráðherra segir mikilvægt sé að auka verðmætasköpun og senda þau skilaboð að vel sé tekið á móti þeim sem vilji fjárfesta á Íslandi. Margir hafa hvatt til þess að ráðist verði í mannaflsfrekar framkvæmdir til að örva efnahagslífið. Geir segir að það hrikti ekki í stjórnarsamstarfinu vegna úrskurðarins.

Geir vonast til að framkvæmdaaðilar uni úrskurðinum og ljúki umhverfismati eins fljótt og kostur er. Hann ætlar að beita sér fyrir því að hraða málinu.

Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra segir að með úrskurðinum sé hún ekki að koma í veg fyrir að álver rísi á Bakka.

Þórunn segir það ekki ákvörðun umhverfisráðherra hvort af framkvæmdum verði heldur sveitarfélaga og fyrirtækjanna sem í hlut eiga. Þórunn segist hafa hafnað því að fram færi heildstætt mat á áhrifum álvers í Helguvík vegna þess að þegar kæran barst hafi undirbúningur verið of langt á veg kominn.

Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra og flokksbróðir Þórunnar skrifaði nýverið undir viljayfirlýsing um álverið á Bakka. Þórunn segir ekki óeiningu innan Samfylkingarinnar.

Ljóst er,að ágreiningur er milli ráðherranna um álver við Bakka.Sá ágreingur fer ekki eftir flokkslínum.Líklegt er  álverið rísi en það verður síðar en reiknað var með. Ekkert liggur á að koma þessu álveri upp. Það má bíða.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Ekkert framfærsluviðmið aldraðra enn

Í dag er réttur mánuður síðan framfærsluviðmið lífeyrisþega átti að vera tilbúið.Það hefur ekki verið birt enn.Endurskoðunarnefnd almannatryggingalaga fékk það   verkefni að semja nýtt framfærsluviðmið,sem gæti verið til viðmiðunar við leiðréttingu á lífeyri aldraðra.Mér þykir ólíklegt,að það verkefni hafi tafist um heilan mánuð  hjá endurskoðunarnefndinni.Líklegra er,að stjórnvöld hafi stungið till0gum nefndarinnar undir stól.Það á greinlega að draga málið á langinn eins lengi og mögulegt er.

Hungurlúsin,sem lítill hópur eldri borgara fær nú um mánaðamótin, á að duga um sinn.Það eru 9 þús.kr. Það er ekki enn farið að leiðrétta kjör aldraðra vegna þess sem haft var af þeim 1.febrúar sl. þegar eldri borgarar fengu aðeins brot af því,sem láglaunafólk fékk.Engin   fullnægjandi leiðrétting  hefur enn fengist vegna  þess,að kjör eldri borgara drógust á undanförnum árum aftur úr öðrum launþegum.Það er ekki nóg að leiðrétta kjör lítils hóps,sem ekki er í lífeyrissjóði.

 

Björgvin Guðmundsson

 


11 bankamenn með 20 millj.á mánuði í tekjur!

Bankamenn báru ekki skarðan hlut frá borði tekjulega séð á síðasta ári ef marka má álagningarskrá skattsins sem lögð var fram í gær. Alls voru ellefu tekjuhæstu bankamenn landsins með rétt tæpa fjóra milljarða samtals á síðasta ári og höfðu allir yfir 20 milljónir í mánuði í tekjur.

 

Hafa skal í huga að tekjur þessara manna eru ekki eingöngu launagreiðslur heldur einnig skattskyldur hagnaður af kaupréttum sem þeir hafa fengið hjá sínum bönkum.

Þetta er ógeðslegt á sama tíma og bankarnir væla yfir erfiðleikum og hafa skrúfað fyrir lán til atvinnufyrirtækja.

 

Björgvin Guðmundsson

 




Hagnaður bankanna 77 milljarðar á fyrri árshelmingi

Hagnaður viðskiptabankanna þriggja, Glitnis, Kaupþings og Landsbankans nam samtals 35 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi og dróst saman saman um 26% frá sama ársfjórðungi í fyrra þegar samanlagður hagnaður var 47,5 milljarðar króna.

Á fyrri helmingi ásins nemur hagnaður bankanna þriggja 77 milljörðum króna samanborið við 88,6 milljarða á fyrri helmingi síðasta árs. Er þetta nærri 13% samdráttur milli ára.(mbl.is)

Telja verður hagnað bankanna góðan miðað við  efnahagsástandið. Samdrátturinn er 13% milli ára.Það er gott,að bankarnir standa vel.Þeir eru að vísuy mjög skuldsettir. Það er  ekki nauðsynlegt,að ríkið komi þeim til aðstoðar. Þeir geta sjálfir komið sér út úr vandræðum sínum.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Hagnaður bankanna dregst saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hreiðar Már hafði 62 millj. í fyrra!

Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, þénaði rétt tæpar 62 milljónir króna á mánuði í fyrra samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í morgun. Hreiðar Már ber höfuð og herðar yfir aðra Íslendinga.

Haft skal í huga að þótt skattskyldar tekjur Hreiðars Más hafi á síðasta numið um 740 milljónum þá er ekki nema hluti af því laun hans fyrir að genga forstjórastarfi hjá Kaupþingi. Samkvæmt ársreikningi bankans fyrir árið 2007 fékk Hreiðar um 110 milljónir í laun á því ári. Afgangurinn er skattskyldur hagnaður af kaupréttarsamningum sem Hreiðar Már hefur fengið í starfi sínu.

Bjarni Ármannsson, fyrrverandi stjórnarformaður REI og fyrrverandi forstjóri Glitnis, var með rúmar 43 milljónir á mánuði í tekjur á síðasta ári. Bjarni hætti sem forstjóri hjá Glitni á árinu og fékk feitan starfslokasamning.

Þessar tekjur Hreiðars  Más eru úr takti við allar eðlilegar tekjur og laun í þjóðfélaginu. Þó   meirihluti af þessari upphæð sé hagnaður af kaupréttarsamningum eru laun einnig mjög há eða 110 millj. á einu ári.Ekki kemur til greina,að ríkið veiti bönkum sem þannig bruðla með fjármuni,neina aðstoð.

 

Björgvin Guðmundsson

 



Eldri borgarar: Hungurlúsin komin!

Nú um mánaðarmótin fengu eldri borgarar hungurlúsina,sem búið er að hamra á allt frá landsfundi Sjálfstæðiflokksins fyrir kosningar 2007.Þar á ég við 25 þús. kr. sem ekki verða nema 9 þús. kr. þegar búið er að taka skatta og aðrar skerðingar af.Tilkynnt var,að þeir,sem ekkert hefðu úr lífeyrissjóði ættu að fá 25 þús.kr. En það var blekking.Menn fá   að hámarki 9 þús. kr. eftir skatta.

Nú er Tryggingastofnuin að senda út endurkröfubréf og krefja bótaþega um endurgreiðslur.Sagt er,að menn hafi fengið greitt of mikið frá TR. Dæmi eru um það nú að menn fái bréf um að þeir fái 12-16 þús. kr. fyrir skatta frá ríkinu en um leið fá þeir bréf frá Tryggingastofnun um að þeir eigi   að greiða stofnuninni  til baka jafnaháa upphæð eða  hærri. Það er sem sagt tekið með annarri hendinni það sem látið er með  hinni, 

 

Björgvin Guðmundsson


Álver við Bakka í umhverfismat

Undirbúningur vegna álvers á Bakka var skemmra á veg kominn en vegna álvers í Helguvík, og er það helsta ástæða þess að nú var tekin ákvörðun um að álver á Bakka fari í heildstætt umhverfismat, en slíka ákvörðun var ekki unnt að taka vegna álversins í Helguvík.

Þetta sagði Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra um ástæður þess að hún ógilti ákvörðun Skipulagsstofnunar og úrskurðað að heildstætt mat á umhverfisáhrifum vegna fyrirhugaðs álvers á Bakka við Húsavík og tengdra framkvæmda skuli fara fram.

Ekki var talið að það myndi standast meðalhófsreglu að ógilda úrskurð vegna Helguvíkur, en nú var ekki litið svo á að gengið væri gegn þeirri reglu, sagði Þórunn.(mbl.is)

Hér er um mjög róttæka ákvörðun að ræða.Hefur hún þegar sætt gagnrýni m.a. hjá vissum þingmönnum Sjálfstæðiflokksins. Einn þeirra telur þessa ákvörðun reka fleyg í stjórnarsamstarfið.Ég er sammála  

ákvörðun Þórunnar.Ég tel nóg að reisa eitt  álver nú og hefi áður lýst þeirri skoðun minni,að Helguvík eigi að koma á undan. En þar með er ekki sagt,að Bakki geti ekki komið síðar.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Undirbúningur skemmra kominn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. ágúst 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband