Sunnudagur, 10. ágúst 2008
Of vægt tekið á líkamsárásum
Lögregla leitar nú tveggja manna sem réðust að manni og skáru hann á háls með brotinni flösku um fjögurleytið í morgun. Vitni voru að árásinni sem átti sér stað í Lækjargötu og er rannsókn lögreglu í fullum gangi. Fórnarlambið hefur verið útskrifað af spítala en að sögn vaktstjóra hjá lögreglu missti hann mikið blóð enda sárið stórt á hálsi fyrir neðan eyra. Þetta leit illa út á tímabili," segir vaktstjórinn.
Fregnir af slíkum líkamsárásum eru daglegt brauð í Reykjavík.Það er hvað eftir annað ráðist á fólk,sem er á gangi í miðbænum og hefur ekkert til saka unnið. Einnig eru nauðganir algengar. En það er vægilega tekið á þessum alvarlegu brotum.Það þarf að herða stórlega refsingar við líkamsárásum.Það á að dæma menn til langrar fangelsisvistar fyrir líkamsárásir.
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 10. ágúst 2008
Græðgisvæðingin kostaði SPRON 64 milljarða!
Spron hefur um langt skeið verið mjög öflugur sparisjóður.Hann var alltaf að eflast og styrkjast og stóð orðið mjög vel. En stjórnendur voru samt ekki ánægðir. Þeir vildu græða meira.Þeir vildu taka þátt í græðgisvæðingunni.Þess vegna breyttu þeir Spron í hlutafélag og settu félagið á markað.Á 8 mánuðum hrundi markaðsverð félagsins um 64 milljarða.Þegar svo var komið var ákveðið að "sameina" Spron Kaupþingi en í rauninni gleypir Kaupþing Spron.
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 10. ágúst 2008
Bubbi tapaði öllum sparnaði sínum
Bubbi Morthens segir frá því í Mbl. í dag,að hann hafi tapað öllum sparnaði sínum með því að fjárfesta í hlutafélögum,sem hrundu á hlutabréfamarkaðnum. Hann nefnir þar Fl Group,Exista og Eimskip.Hann keypti hlutabréf fyrir sparifé sitt en tók ekki lán til þess að fjárfesta.Hann hefur því tapað ollu sparifé sinu. Hann segir,að margir eigi um sárt að binda nú vegna þess hvað þeir hafi tapað miklu.Þetta dæmi Bubba sýnir,að aldrei er of varlega farið.Það er óvarlegt að kaupa hlutabréf fyrir allan sinn sparnað.Betra er að vera með eitthvað á hávaxtabókum í bönkunum þó vextir þar nái varla verðbólgunni.
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 10. ágúst 2008
Ætla Rússar að ná Georgíu undir sína stjórn
Evrópusambandið hvatti Rússa í kvöld til að virða fullveldi og landamæri Georgíu og viðurkennd alþjóðleg landamæri ríkisins. Þetta kemur fram í yfirlýsingu, sem Frakkar sendu frá sér fyrir hönd ESB.
Þar segir einnig, að hernaðaraðgerðir Rússa gegn Georgíu kunni að hafa áhrif á samskipti ESB og stjórnvalda í Moskvu.(mbl.is)
Það má nú heita,að styrjöld geysi milli Rússlands og Georgíu.Rússar hafa sent mikið herlið inn í landið og gera loftárásir á höfuðborgina.Sjaldan ber einn sök þegar tveir deila. En vonandi tekst að leysa þessa deilu friðsamlega. Ef Rússar láta kné fylgja kviði og þvinga Georgíu með hervaldi undir sína stjórn bætir það ekki samskipti þeirra og vestrænna ríkja.Fram til þessa hafa þeir átt fullt í fangi með að sýna fram á,að þeir virði mannréttindi og lýðræði.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
ESB gagnrýnir Rússa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 10. ágúst 2008
Ísland vann Rússland í handbolta á OL
Íslenska landsliðið í handbolta vann góðan tveggja marka sigur á Rússum 33:31 í fyrsta leik sínum á Ólympíuleikunum í Peking. Var sigurinn í raun aldrei í hættu þó að vottað hefði fyrir hinum ægilega slæma kafla á tímabili í upphafi síðari hálfleiks.
Snorri Steinn Guðjónsson fór á kostum og skoraði heil tólf mörk. Þeir Arnór Atlason og Alexander Petersson sex mörk hvor. Ólafur Stefánsson fyrirliði og Sturla Ásgeirsson þrjú, Róbert Gunnarsson tvö og Ásgeir Örn Hallgrímsson eitt mark.
Konstantin Igropolo var besti maður Rússa með átta mörk
Það er gaman að Ísland skyldi fá svona góða byrjun í handbolta á OL.Væntanlega verður framhaldið einnig gott. Það gekk ekki eins vel í öllum öðrum greinum á OL.T.d. tapaði Ísland í badminton en íslenki þáttakandi var meiddur á fæti.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Ísland lagði Rússland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |