Mánudagur, 11. ágúst 2008
Þórunn heldur fund á Húsavik
Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra, hefur boðað til opins fundar í Borgarhólsskóla á Húsavík annað kvöld klukkan 20. Kristján Möller samgönguráðherra og oddviti Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi mun einnig ávarpa fundinn.
Í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu segir, að þau Þórunn og Kristján muni ræða málefni kjördæmisins, þar á meðal nýlegan úrskurð umhverfisráherra um sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum. Sá úrskurður hefur sætt harðri gagnrýni á svæðinu. (mbl.is)
Það er vel til fundið hjá Þórunni að halda fund með Húsvikingum um Bakkamálið. Með því mun hún hreinsa andrúmsloftið og leyfa heimamönnum að koma sínum sjónarmiðum að.Þórunn á þakkir skilið fyrir að halda fundinn.
Björgvin Guðmundsson'
![]() |
Þórunn boðar til fundar á Húsavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 11. ágúst 2008
Hagfræðingur ASÍ: Erfiður tími framundan
Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ, segir að framundan sé erfiður tími, þrátt fyrir jákvæð tíðindi úr íslensku atvinnulifi undanfarna daga. Kaupmáttur hafi minnkað, atvinnuleysi að aukast og dregið hefur úr öllum framkvæmdum, en fyrst og fremst sé staða krónunnar alltof veik. Ná þurfi þjóðarsátt um framtíð íslensku krónunnar. Ólafur Darri segir þó jákvæð teikn ef verð á hrávörum haldi áfram að lækka, það ætti að skila sér til íslenskra neytenda. (ruv.is)
Ég er sammála Ólafi Darra.Það er erfiður tími framundan og í raun eru erfiðleikarnir þegar komnir enda þótt margir Íslendingar vilji ekki viðurkenna það.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 11. ágúst 2008
Íslenskir myndlistarmenn sýna erlendis
Það er orðið algengt,að íslenskir myndlistarmenn sýni list sína erlendis.Þetta er nokkurs konar útrás á íslenskri myndlist.
Guðmundur Björgvinsson ,myndlistarmaður, hélt fyrir nokkrum árum myndlistarsýningu í Osló. Var sýningin haldin í Iskunst,gallery & café .Þar sýndi Guðmundur 19 málverk.Ég átti þess kost að fara á sýninguna. Sýningin var góð og falleg og margar mjög góðar myndir þar.Áður hafði Guðmundur haldið sýningu í Kaupmannahöfn. En einnig hefur Guðmundur sent myndverk til Bandaríkjanna og kynnt verk sín þar.
Sjá www.mummi.info
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 11. ágúst 2008
Rússar gerðu loftárásir á Georgíu í morgun
Medvedev, forseti Rússlands, sagði eftir fund með varnarmálaráðherra Rússlands í morgun, að stórum hluta" aðgerða Rússlandsher í Suður-Ossetíu væri lokið. Sagði hann að styrkt friðargæslulið réði nú héraðshöfuðborginni Tskhinvali.
Utanríkisráðherrar G7 ríkjanna svonefndu ætla að halda símafund í dag um ástandið í Suður-Ossetíu. Rússar hafa í morgun gert loftárásir á staði í Georgíu og sökuðu Georgíumenn jafnframt um að hafa ekki staðið við heit um vopnahlé í Suður-Ossetíu.(mbl.is)
Rússar hafa með hernaðaraðgerðum sínum gegn Georgíu,m.a. loftárásum á höfuðborg landsins,sýnt,að þeir meta mannslíf einskis.Það eru völdin og að sýna styrk sinn sem skipta þessa menn öllu. Það er svipað með Rússa og Bandaríkjamenn. Þegar að því kemur að beita valdi og sýna vald sitt þá skipta mannslífin engu. Bandaríkjamenn gerðu innrás í Írak á fölskum forsendum og skipti þá engu þó fjöldi saklausra borgara missti lífið.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Segir aðgerðum að mestu lokið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 11. ágúst 2008
Eru allar ríkisstjórnir eins?
Ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokks og Framsóknar voru búnar að vera í 12 ár við völd þegar þær fóru frá við síðustu alþingiskosningar.Framsókn sætti harðri gagnrýni meðan hún var í stjórn með Sjálfstæðisflokknum,svo mjög ,að hún hafði nær þurrkast út.Kjósendur bjuggust við mikilli breytingu við valdatöku Samfylkingarinnar.En hefur orðið einhver breyting? Ég held ekki,a.m.k. ekki enn.Samfylkingin boðaði stóriðjustopp og miklar kjarabætur til handa öldruðum og öryrkjum. En hvort tveggja lætur á sér standa. Stóriðjan,áliðjan,virðist halda áfram alveg eins og gamla stjórnin væri áfram við völd.Að vísu úrskurðaði umhverfisráðherra á dögunum,að allar framkvæmdir tengdar álverksmiðju við Bakka við Húsavík ættu að fara í sameiginlegt umhverfismat.Álsinnar ruku upp til handa og fóta og sögðu,að þetta gæti tafið álverksmiðjuna við Bakka mjög mikið..En umhverfisráðherra taldi,að þessi ákvörðun hennar þyrfti ekki að tefja framkvæmdir við álverksmiðju meira en um nokkra mánuði og verksmiðjan gæti eftir sem áður hugsanlega tekið til starfa 2012.
Kjarabætur aldraðra og öryrkja hafa ekki náð fram að ganga enn.Ríkisstjórnin hefur verið að draga úr tekjutengingum,einkum hjá þeim,sem eru á vinnumarkaðnum.En kjör eldri borgara,sem ekki geta unnið,hafa enn ekkert verið bætt.Það er eins og Framsókn sé enn í stjórn.Hvað er að gerast? Er verið að gera grín að kjósendum? Er það Sjálfstæðisflokkurinn sem ræður og velur sér fylginauta eftir" behag".Það var mikið rætt eftir kosningar,að Vinstri græn hefðu verið reiðubúin til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn.Það er ekki von á góðu á meðan Sjálfstæðisflokkurinn ræður ferðinni og getur valið sér samstarfsflokka,sem ráða litlu sem engu.Er ekki kominn tími til,að breyting verði hér á?
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 11. ágúst 2008
Laun forstjóra Landspítala hækka um 25%!
Laun forstjóra Landspítala hækka, samkvæmt ákvörðun kjararáðs, þegar nýr forstjóri tekur við starfi 1. september. Fram kemur í Fréttablaðinu í dag að mánaðarlaunin verði 1.618.56 krónur. Laun forstjóra hafa verið um 1,3 milljónir króna og er hækkunin því um 25%.( mbl. is)
Þetta er furðuleg ákvörðun. Samkvæmt þessu er kjararáð farið að stuðla að auknum launamismun í landinu. Á sama tíma og samið er um litlar kauphækkanir hjá almennum launþegum og reynt er að hækka þá allra lægstu meira en þá sem eru hálaunaðir ákveður kjararáð að hækka laun sem voru 1,3 millj. á mánuði upp í 1,6 millj. kr.Nær væri að hækk laun hjúkrunarfræðinga,ljósmæðra og aðstoðarfólks á LHS meira svo unnt sé að fá fólk til starfa á spítalanum.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Laun forstjóra Landspítala hækka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 11. ágúst 2008
Gjaldendur greiða 213,6 milljarða í tekjuskatt og útsvar.15,1% hækkun
- .Skattheimtan eykst.Við greiðum til ríkis og sveitafélaga 15,1% hærri tekjuskatt og útsvar en í fyrra.Samanlögð álagning tekjuskatta og útsvars nemur 213,6 milljörðum króna.. Álagðir tekjuskattar til ríkissjóðs skiptast í tekjuskatt annars vegar og fjármagnstekjuskatt hins vegar en útsvarið er tekjustofn sveitarfélaga.
- Almennan tekjuskatt, samtals 86,4 milljarða króna, greiða 178.270 einstaklingar, eða 67% framteljenda og hefur það hlutfall lækkað nokkuð frá fyrra ári.
- Útsvar til sveitarfélaga nemur alls 101,9 milljörðum króna og hækkar um 16,8% frá fyrra ári. Gjaldendur útsvars eru 256.777 og fjölgar um 4,4% milli ára. Álagt útsvar á hvern gjaldanda hækkar samkvæmt því um 11,8% milli ára en meðalútsvarshlutfall breyttist ekki. Hækkunin hefur aldrei áður orðið jafn mikil að óbreyttri útsvarsprósentu.
- Álagður fjármagnstekjuskattur einstaklinga nemur 25,3 milljörðum króna og hækkar um tæplega 55% milli ára. Greiðendur fjármagnstekjuskatts eru tæplega 99 þúsund og fjölgar um rúmlega 6% milli ára. Söluhagnaður skýrir 58% af skattstofni fjármagnstekjuskatts en arður og vaxtatekjur tæpan fimmtung hvor liður. Hlutur fjármagnstekjuskatts af tekjusköttum einstaklinga til ríkissjóðs jókst verulega og nam 22,6% en hlutfallið var 16,6% í fyrra.
Það er athyglisvert,að fjármagnstekjuskattur hækkar um 55% milli´ára.Það er út af fyrir sig án ánægjulegt en hitt er ekki nógu gott,að margir þeirra,sem greiða fjármagnstekjuskatt greiða engan tekjuskatt og eru því að borga hlutfallslega mikið minna en aðrir til samfélagsins.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 11. ágúst 2008
Framboð á leiguhúsnæði eykst
Framboð á leiguhúsnæði hefur aukist hratt að undanförnu á höfuðborgarsvæðinu. Leiga hefur hinsvegar nánast ekkert lækkað á sama tíma. Algengt er að eigendur einbýlishúsa reyni að leigja þau á allt að 350 þúsund krónur á mánuði. Framboð af leiguhúsnæði hefur aukist að undanförnu en verðið hefur hinsvegar lítið lækkað.
Á sama tíma og lítið selst af húsnæði virðist leigumarkaðurinn vera að taka við sér. Sérfræðingar sem fréttastofa hefur rætt við í dag eru sammála um að framboð á leiguhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu hafi aukist mikið síðustu mánuði. Eitthvað sé um að verktakar setji nýbyggðar íbúðir á leigu en mest eru þetta einstaklingar.
Á leigumiðlunum sést að hægt er að fá einbýlishús leigð fyrir 350 þúsund krónur á mánuði. Algengt leiguverð fyrir tveggja herbergja íbúð er um 150 þúsund krónur. Þúsundir nemenda eru nú á leið í skóla og margir þeirra leita sér nú að húsnæði. Um eitt þúsund og tvöhundruð hafa sóst eftir að fá leigða íbúð hjá Félagsstofnun stúdenta í haust, fæstir höfðu árangur sem erfiði.Því voru aðeins um 200 íbúðir og herbergi laus í haust. Þeir sem ekki fengu þær leigðar leita inn á almenna markaðinn - þar sem hátt verð gerir þeim erfitt fyrir.(ruv.is)
Með því að framboð eykst á leiguhúsnæði hlýtur leigan að fara að lækka.Hin háa leiga sem nú tíðkast er óeðlileg og upp úr öllu valdi.Ekki væri óeðlilegt,að húsaleigubætur væru hækkaðar til þess að hjálpa fólki,sem er í húsnæðisneyð og ekki getur keypt.
Björgvin Guðmundsson