Þórunn talaði á fjölmennum fundi á Húsavík

Um 350 manns sóttu opinn fund sem Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra boðaði til á Húsavík í kvöld til að ræða nýlegan úrskurð hennar um að áhrif fyrirhugaðs álvers á Bakka á umhverfið skuli metin heildstætt. Íbúar á svæðinu hafa gagnrýnt ákvörðunina harðlega og hafa krafist svara.Fyrirspurni

 

 sem fram komu á fundinum voru allar á eina leið, en fundargestir eru ósáttir við ákvörðun ráðherra og skilja ekki hvers vegna hún komst að þessari niðurstöðu. Fram hefur komið að fólk hafi áhyggjur af þeirri óvissu sem hafi skapast í kjölfar ákvörðunar umhverfisráðherra. Að þeirra mati tefur ákvörðunin álversframkvæmdir um eitt ár. Þórunn segir hins vegar að aðeins sé um nokkra mánuði að ræða.

Á fundinum reyndi umhverfisráðherra fyrst og fremst að útskýra fyrir fundargestum hvers vegna hún tók þessa ákvörðun, og vísaði ráðherra til  5. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum sínu máli til stuðnings. Þórunn sagði við fundargesti að hún beri að fylgja lögum. Fréttaritari mbl.is á Húsavík segir fundargesti ekki hafa fengið skýr svör hjá ráðherra við spurningum sínum. 

Auk Þórunnar var Kristján L. Möller samgönguráðherra viðstaddur fundinn. (mbl.is)

Þórunn stóð sig vel á fundinum en ýmsir fundarmanna voru þó ekki alveg ánægðir með svör hennar.Sumir töldu,að ekki hefðu þurft heildstætt umhverfismat.Ekki er talið að umhverfismatið þurfi að tefja framkvæmdir meira en í nokkra mánuði.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


 

.


mbl.is Þórunn ræddi við Húsvíkinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áætlun um uppbyggingu hjúkrunarrýma til 2012

Félags- og tryggingamálaráðherra hefur kynnt framkvæmdaáætlun um uppbyggingu hjúkrunarrýma á landsvísu til ársins 2012. Áætlunin gerir ráð fyrir 400 nýjum hjúkrunarrýmum sem er viðbót við þau hjúkrunarrými sem nú eru í notkun. Auk þess er gert ráð fyrir 380 rýmum til að breyta fjölbýlum í einbýli.

Allt að 15% af heildarfjölda hjúkrunarrýma verða nýtt til hvíldarinnlagna til stuðnings við aldraða í heimahúsum og aðstandendur þeirra. Þá er gert ráð fyrir hærra hlutfalli hjúkrunarrýma fyrir heilabilaða í samræmi við vaxandi þörf.

Samhliða áætlun um uppbyggingu hjúkrunarrýma, sem kynnt var í dag, hefur að undanförnu verið unnið í félags- og tryggingamálaráðuneytinu að mótun stefnu um heildstæða öldrunarþjónustu, í samvinnu við hagsmunaaðila og fagfólk í öldrunarþjónustu.

Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um uppbyggingu hjúkrunarheimila sem einnig var kynnt í dag, kemur fram að á næstunni verður unnið að margvíslegum verkefnum til að styrkja og efla öldrunarþjónustu í landinu. Heilbrigðisráðuneytið mun áfram vinna að áætlun um uppbyggingu samþættrar heimahjúkrunar og félagslegrar heimaþjónustu í samráði við félags- og tryggingamálaráðuneytið og sveitarfélög sem liggja skal fyrir í byrjun árs 2009 fyrir landið allt.

endurskoðun áætlunarinnar í árslok 2009. Ef miðað er við þörfina eins og hún liggur nú fyrir er áætlaður stofnkostnaður ríkis, sveitarfélaga og sjálfseignarstofnana við fjölgun hjúkrunarrýma samkvæmt áætluninni um 17 milljarðar króna sem dreifist að hluta til á allt að 25 ár. Verulegur hluti uppbyggingarinnar verður fjármagnaður með leigugreiðslum í stað stofnkostnaðarframlags á fjárlögum.(mbl.is)

Hér er um metnaðarfulla áætlun að ræða og mun væntanlega  leysa vanda margra,sem þurfa á hjúkrunarrými að halda. Samfylkingin lagði mikla áherslu á byggingu nýrra hjúkrunarrýma fyrir síðustu kosningar. Hét flokkurinn því að  beita sér fyrir byggingu 400 nýrra hjúkrunarrýma á 2 árum. Það markmið næst ekki enda fór þetta stefnumál ekki óbreytt inn í stefnuskrá stjórnarinnar.Ég er ekki hrifinn af hugmyndum um að fjármagna hluta af hjúkrunarrýmunum með einkafjármagni.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is 400 ný hjúkrunarrými
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kvótakerfið felur í sér mannréttindabrot

Rætt var við Ásmund,baráttumann,gegn kvótakerfinu,í kastljósi í gærkveldi. Einnig ræddu þeir málið þeir Grétar Mar,þingmaður Frjálslyndra og Friðrik Arngrímsson frá LÍÚ.Ásmundur hefur undanfarið stundað þorskveiðar án þess að hafa kvóta og hefur nú verið stöðvaður. Ásmundur kveðst vera í fullum rétti að veiða þar eð þjóðin eigi kvótann.LÍU   hefur haldið því fram,að Ásmundur hafi sjálfur hagnast á kvótakerfinu,þar eð hann hafi selt kvóta 1990  með  hagnaði. Grétar Mar sagði í kastljósi í gærkveldi,að árið 1990 hefðu kvótaviðskipti ekki verið byrjuð.. Það hefði ekki myndast hagnaður af þorskkvótum  fyrr en síðar.LÍÚ væri aðeins að reyna að sverta Ásmund.

Grétar Mar sagðist styðja baráttu Ásmundar. Kvótakerfið væri ranglátt og Mannréttindanefnd Sþ. hefði úrskurðað,að það fæli í sér mannréttindabrot.

Ég er sammála  Grétari. Það á að afnema eða gerbreyta kvótakerfinu.Það verða allir að sitja við sama borð og eiga rétt á því að veiða. Annað er brot á stjórnarskránni.

Björgvin Guðmundsson


Ísland lofaði Bretum að styðja innrásina í Írak!

RSS þjónusta 

Íslensk stjórnvöld samþykktu ósk breskra stjórnvalda um stuðning við innrásina í Írak degi áður en Bandaríkjamenn birtu lista „hinna viljugu þjóða“. Þetta kemur fram í grein Vals Ingimundarsonar sagnfræðings í nýútkominni bók um íslenska utanríkisstefnu 1991-2007.

Áður en bandarísk stjórnvöld óskuðu eftir stuðningi Íslands við Íraksstríðið höfðu bresk stjórnvöld gert slíkt hið sama og til stóð að Tony Blair, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, læsi upp lista í breska þinginu 17. mars 2003 með nöfnum ríkja, þar með talið Íslands, sem styddu innrásina. Af ókunnugum ástæðum varð ekkert af því.

Daginn eftir, 18. mars, barst svo ósk frá bandarískum stjórnvöldum um að Ísland yrði á lista „hinna viljugu þjóða“. Stuðningur Íslands var þá ítrekaður en hingað til hefur því verið haldið fram að ákvörðunin hafi verið tekin þann dag. Samkvæmt grein Vals virðist óljóst á hvaða stigi málsins Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra, féllst á stuðning Íslands við stríðið.

 

Valur heldur því einnig fram að beint samhengi hafi verið milli stuðnings Íslands við innrásina og íslenskra varnarmála, þ.e. vilja stjórnvalda til að halda í bandaríska herinn hér á landi og þar með orrustuþoturnar fjórar sem mikið var deilt um á þeim tíma. Það hafi komið skýrt fram hjá íslenskum embættismönnum í bæði Reykjavík og Washington. Samningsstaða Íslands hafi hins vegar verið lítil sem engin.

Íslensk stjórnvöld voru alltaf hörð á því að komið gæti til uppsagnar varnarsamningsins ef Bandaríkin gripu til einhliða niðurskurðar í Keflavík.
» Bandaríkjamenn litu einnig svo á framan af en árið 2003 breyttist afstaða þeirra.
» Í grein Vals er því haldið fram að íslensk utanríkisstefna hafi beðið hnekki þegar ekki var staðið við margítrekaðar hótanir um uppsögn varnarsamningsins.(mbl.is)

Það eru nýjar fréttir,að Ísland hafi fallist á það

 

við Breta að styðja innrásina í Írak En það er ef til vill ekkert nýtt,að Ísland hafi stutt innrásina í trausti þess að herinn fengi að vera lengur á Íslandi. En á þessum tíma  lágu Islendingar á hnjánum  og báðu Bandaríkin að hafa herinn áfram   á Íslandi.Það var lítilmótleg framkoma.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Stuðningur við innrás lá fyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. ágúst 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband