Miðvikudagur, 13. ágúst 2008
Engin niðurstaða af fundinum í ráðhúsinu
Fundi, sem oddvitar meirihlutaflokkanna í borgarstjórn Reykjavíkur áttu í Ráðhúsinu síðdegis, mun vera lokið. Fréttamenn hafa beðið í Ráðhúsinu en þau sem fundinn sátu hafa ekki viljað ræða við fjölmiðla.
Þau Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn Reykjavíkur, Ólafur F. Magnússon, borgarstjóri og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi, ræddust við í Ráðhúsinu í dag um meirihlutasamstarfið. (mbl.is)
Sumir stjórnmálaskýrendur hafa komið með þá tilgátu,að ekki sé um raunverulegar viðræður íhaldsins og Framsóknar að ræða heldur sé íhaldið að reyna að hræða Ólaf F. með því að tala um samstarf við Óskar Bergsson.Íhaldinu finnst Ólafur of valdamikill og vilja draga úr valdi hans og leysa ágreiningsmál,sem, hrannast hafa upp. Hvað sem þessu líður eru borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins orðnir þreyttur á Ólafi. Ólíklegt er,að starfið við Ólaf endist út kj0rtímabilið.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Fundur í Ráðhúsi sagður búinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 13. ágúst 2008
Verða læknar á LHS fyrir einelti?
Einelti sem læknar á Landspítalanum segjast verða fyrir er með því mesta sem sést hefur í rannsóknum um einelti á vinnustöðum hér á landi, að sögn Guðbjargar Lindu Rafnsdóttur, dósents í félagsfræði við Háskóla Íslands.
Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar á starfsumhverfi og líðan íslenskra, norskra og sænskra sjúkrahússlækna, sem gerð var árin 2004 og 2005 og greint var frá á ráðstefnu norrænna vinnuvistfræðinga í gær, kváðust 12,7 prósent læknanna á Landspítalanum hafa orðið fyrir einelti.
Á Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhómi töldu 13,8 prósent læknanna sem þátt tóku í könnuninni sig hafa orðið fyrir einelti en 10,5 prósent læknanna á St. Olavs-sjúkrahúsinu í Þrándheimi.
Læknarnir á Landspítalanum sem kvarta undan einelti nefna oftar yfirmenn sem gerendur, heldur en læknarnir á sjúkrahúsunum í Svíþjóð og Noregi. Þar kvarta menn frekar undan undirmönnum eða öðrum læknum sem eru jafn hátt settir, segir Guðbjörg Linda sem er einn aðstandenda rannsóknarinnar á starfsumhverfi lækna.(mbl.is)
Þessar upplýsingar eru mjög athyglisverðar. Hingað til hafa menn einkum haft áhyggjur af einelti,sem nemendur í skólum verða fyrir.En einelti getur einnig átt sér stað á vinnustöðum.Á mörgum stórum vinnustöðum eins og LHS er mikil valdabarátta og reipdráttur. Slíkt ástand getur boðið einelti heim.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Einelti gegn læknum á Landspítala |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 13. ágúst 2008
Er rétt að ríkið leigi hjúkrunarrými af einkaaðilum?
Fyrir síðustu kosningar sagði Samfylkingin,að mikilvægasta verkefni næstu ríkisstjórnar væri að leysa hjúkrunarvandann þannig,að allir hjúkrunarsjúklingar,sem þess þurfa,geti fengið inni á hjúkrunarheimili.Þetta var gott stefnumál.Og það er í samræmi við það,að félagsmála-og tryggingaráðuneytið birtir nú áætlun um uppbyggingu hjúkrunarrýma fram til ársins 2012.
Ég hnaut um það í yfirlýsingu um málið að fjármagna á framkvæmdir að hluta með einkafjármagni og taka á leigu hjúkrunarrými frá einkaaðilum.Viljum við það? Í yfirlýsingunni stendur m.a.:
"Endanlegur kostnaður við þá uppbyggingu sem framkvæmdaáætlunin tekur til mun ekki liggja fyrir fyrr en að lokinni endurskoðun áætlunarinnar í árslok 2009. Ef miðað er við þörfina eins og hún liggur nú fyrir er áætlaður stofnkostnaður ríkis, sveitarfélaga og sjálfseignarstofnana við fjölgun hjúkrunarrýma samkvæmt áætluninni um 17 milljarðar króna sem dreifist að hluta til á allt að 25 ár. Í þessu felst það nýmæli að verulegur hluti uppbyggingarinnar verður fjármagnaður með leigugreiðslum í stað stofnkostnaðarframlags á fjárlögum."
Er svo komið fyrir íslenskra ríkinu að það verði að láta einkafjármagnið byggja upp hjúkrunarheimili fyrir þá,sem komnir eru á efri ár og lokið hafa löngum vinnudegi. Getur ríkið ekki lengur byggt hjúkrunarheimili í samvinnu við sveitarfélögin.Á að láita einkafjármagnið,auðjöfrana, byggja hjúkrunarheimili og ríkið síðan að leigja af þeim eins og bónbjargarmaður og greiða himinháa leigu fyrir.Getur ríkið ekki alveg eins tekið lán fyrir byggingaframkvæmdum eins og að snúa sér til einkafjármagnsin.Ég er ekkert hrifinn af þessari nýju leið. Ég veit,að einkaaðilar munu taka himinháa leigu af ríkinu og þetta verður ekkert hagstæðara fyrir ríkið. Hið opinbera getur alveg útvegað það fjármagn sem þarf til þess að fjármagna byggingu hjúkrunarheimila.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 13. ágúst 2008
Dagur: Örvænting íhaldsins alger í Rvk
Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn, segir samstöðu minnihlutans í borgarstjórn hafa verið órofna alveg frá því að hundrað daga meirihlutinn varð til og hvergi borið þar skugga á. Hann treystir sér ekki til að spá fyrir um framhaldið í borgarmálunum en segir mikla örvæntingu hjá Sjálfstæðisflokknum.
Ég tek undir með Degi,að það lýsir mikilli örvæntingu hjá Sjálfstæðisflokknum að íhuga nú að íta Ólafi F. út og taka Framsókn í staðinn. Síðasta skoðanakönnun hræðir.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 13. ágúst 2008
Ánægja með áætlun um byggingu hjúkrunarrýma
Ánægja ríkir með áætlun ríkisstjórnrinnar um uppbyggingu hjúkrunarrýma. Helgi K.Hjálmsson,formaður LEB hefur lýsti yfir ánægju sinni með áætlunina.Vonandi tekst framkvæmdin vel.Fyrri ríkisstjórn lofaði einnig miklum framkvæmdum varðandi byggingu nýrra húkrunarrýma.Það var eitt aðalatriðið í yfirlýsingu fyrri ríkisstjórnar og LEB 2006 að gera stórt átak í byggingu nýrra húkrunarrýma og lofað miklum fjárframlögum í því skyni. En því miður hafa ekki orðið fullar efndir þar á. Vonandi tekst betur til nú.
Björgvni Guðmundsson
Miðvikudagur, 13. ágúst 2008
Myndar Sjálfstæðisflokkurinn meirihluta með Framsókn í borgarstjórn
Sjálfstæðismenn vilja sjá ákveðnar breytingar á meirihlutasamstarfinu í borgarstjórn, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Hreyfing er í þá átt að taka upp samstarf við Framsóknarflokkinn og styrkja mögulega meirihlutasamstarfið með því. Einnig hefur verið þrýstingur á það að Sjálfstæðisflokkurinn fái borgarstjórastólinn fyrr en samið hafði verið um.
Framsóknarmenn útiloka ekki samstarf við Sjálfstæðisflokkinn, enda felst í því tækifæri fyrir flokkinn að komast aftur til áhrifa, en ólíklegt má telja að framsóknarmenn vilji fara í samstarf við Frjálslynda og verða þriðji flokkurinn í meirihlutasamstarfinu.
Undirliggjandi þreytu og óþolinmæði hefur gætt meðal sjálfstæðismanna um nokkurt skeið og ekki hafa skoðanakannanir bætt úr skák. Þær raddir heyrast að erfiðir tímar séu í efnahags- og atvinnumálum þjóðarinnar. Því sé ábyrgðarhluti að renna ekki stoðum undir samstarfið þannig að meirihlutinn verði vandanum vaxinn.
Þá er óánægja meðal sjálfstæðismanna með það hvernig umræða hefur þróast um skipulags- og samgöngumál, m.a. vegna Listaháskólans og vegna Bitruvirkjunar. Ólafur F. Magnússon hefur sagt að virkjunin hafi verið slegin af, en það stangast á við orð Kjartans Magnússonar, borgarfulltrúa og stjórnarformanns OR.
Sjálfstæðismönnum þykir Frjálslyndir fullaðsópsmiklir í meirihlutasamstarfinu miðað við fylgi þeirra í síðustu borgarstjórnarkosningum. Það eru allir að springa, sagði einn úr landsmálunum í gær. (mbl.is)
Þorsteinn Pálsson,ritstjóri Fréttablaðsins skrifaði forustugrein í blað sitt í gær,þar sem hann mælti með samstarfi við Framsókn í borgarstjórn.Framsókn mun til í samstarf en ekki sem þriðja hjól,eða m.ö.o. Ólafur F. yrði þá ekki með í samstarfinu. Hvort Sjálfstæðisflokkurinn þorir að íta Ólafi út a eftir að koma í ljós.Samkvæmt samningum getur Ólafur setið í stól borgarstjóra fram í mars. Hvernig íhaldið ætlar að breyta því er erfitt að sjá. Það yrði þá að kaupa hann út. Ólafur yrði þá keyptur öðru sinni.En sjálfsagt yrði meirihluti íhaldsins og Óskars Bergssonar styrkari en núverandi meirihluti sem er mjög ótraustur.Framsókn hafði skuldbundið sig til þess að starfa með minnihlutaflokkunum út kjörtímabilið.Fróðlegt verður að sjá hvort hún rýfur það samkomulag.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Vilja breytingar á meirihlutasamstarfinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |