Ólafur F. vildi Tjarnarkvartett

Það lá fyrir klukkan ellefu í morgun, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, að Ólafur F. Magnússon væri reiðubúinn að segja af sér og vildi víkja sem borgarfulltrúi  fyrir Margréti Sverrisdóttur til að greiða fyrir myndun nýs meirihluta Framsóknar, Samfylkingar, Vinstri grænna og F-listans.

Óskari Bergssyni, borgarfulltrúa Framsóknarflokks, var gert það kunnugt og tók hann sér umþóttunartíma.

Þrátt fyrir þetta er búist við að formlega verði tilkynnt um nýjan meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar síðar í dag. ( mbl.is)

Þrátt fyrir þetta er búist við að Óskar Bergsson velji fremur að vinna með íhaldinu. Hann hafði í hendi sér að mynda  nýjan meirihluta Tjarnarkvartettsins. En það kemur ekki á óvart,að Framsókn hafi heldur valið íhaldið. Það gæti einnig verið fyrirboði um hvað Framsókn vill í landsmálum þrátt fyrir tal Guðna.

 

Björgvin Guðmundsson
 

Fara til baka 


mbl.is Ólafur vildi Tjarnarkvartett
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samstarfi við Ólaf F. slitið!

Viðræður standa yfir um myndun nýs meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í borgarstjórn Reykjavíkur. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er gert ráð fyrir því að gengið verði formlega  frá samkomulagi um meirihlutasamstarfið síðar í dag.

Gert er ráð fyrir að Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, verði borgarstjóri og Óskar Bergsson, borgarfulltrúi framsóknarmanna, verði formaður borgarráðs.

Þetta er fjórði meirihlutinn, sem myndaður er á kjörtímabilinu, sem hófst vorið 2006. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur mynduðu fyrsta meirihlutann að loknum borgarstjórnarkosningum. Sá meirihluti sprakk í október 2007 og Samfylking, VG, Framsóknarflokkur og F-listi mynduðu meirihluta. Í janúar á þessu ári gekk Ólafur F. Magnússon, F-lista, hins vegar til liðs við sjálfstæðismenn og myndaði þriðja meirihlutann, sem nú hefur verið slitið.(mbl.is)

Óskar Bergsson,borgarfulltrúi Framsóknar, hefur neitað því undanfarið,að nýtt meirihlutasamstarf íhalds og framsóknar væri í undirbúningi. En svo virðist samt vera. Hann var einnig skuldbundinn Samfylkingu og VG um samstarf út kjörtímabilið. En ef hann gengur til samstarfs við íhaldið rýfur hann samstarfið við vinstri flokkana.Íhaldið hafði einnig gert samkomulag við Ólaf F. um að hann yrði borgarstjóri  fram í mars en það samkomulag verður rofið.Menn virðast orðnir vanir því  í borgarstjórn að rjúfa gerða samninga!

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 


mbl.is Nýr meirihluti að fæðast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útlánatap bankanna 24 milljarðar í ár

Endanlega töpuð útlán stærstu viðskiptabankanna þriggja gætu numið rúmum 24 milljörðum króna á þessu ári, sé miðað við uppgjör fyrri helmings ársins. Þetta kemur fram í tölum Fjármálaeftirlitsins þar sem samanlögð fyrrihlutauppgjör eru skoðuð á ársgrundvelli og miðað er við áætlaða stöðu afskriftareikninga. Sambærilegt tap vegna útlána nam 7,8 milljörðum árið 2007.

Þannig má ætla að hlutfall útlána til viðskiptavina sem tapist endanlega verði um 0,3%, samanborið við um 0,1% á árunum 2006 og 2007. Þetta hlutfall náði lágmarki árið 2004, en það má einnig rekja til rúmlega tvöföldunar á útlánum bankanna til viðskiptavina, enda það ár sem bankarnir buðu fyrst íbúðalán í samkeppni við Íbúðalánasjóð.

Greint hefur verið frá því í Morgunblaðinu að framlög Glitnis, Kaupþings og Landsbankans í afskriftasjóði voru talsvert hærri á fyrri helmingi þessa árs en í fyrra, eða um 28 milljarðar. Sé svipuðum takti viðhaldið á seinni helmingi árs má ætla að framlög í afskriftasjóði vegna útlána nemi yfir 56 milljörðum króna, samkvæmt upplýsingum FME. Það yrði þreföldun frá því í fyrra.

Ragnar Hafliðason, aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir afskriftareikninginn í raun vera leiðréttingu á stöðu útlána á hverjum tímapunkti. Endanlega afskrifuð útlán hafi reynst vera í góðu samræmi við upphaflegt mat á afskriftaþörf þannig að jafnan séu hlutfallslega óverulegar fjárhæðir tekjufærðar úr afskriftareikningi. Gengissveiflur á fyrri helmingi þessa árs og fyrri ára hafi áhrif á gengisbundnar fjárhæðir útlána og afskriftareikninga móðurfélaga og erlendra dótturfélaga. Í sögulegu samhengi geti því samanburður milli ára verið vandasamur.(mbl.is)

Fram hefur komið síðustu daga,að  góð afkoma bankanna í ár hafi bætt stöðu þeirra erlendis. Þannig hefur álag það,sem lagt er á við lántökur erlendis verið lækkað verulega undanfarið. Það er gott.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


mbl.is Útlánatapið 24 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geta opinberir aðilar ekki byggt hjúkrunarheimili?

Samkvæmt lögum eiga  ríki og sveitarfélög að byggja hjúkrunarheimili fyrir aldraða.En nú bregður svo við,að í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um byggingu hjúkrunarheimila er gert ráð fyrir,að leitað verði að verulegu leyti til einkafjármagns um byggingu hjúkrunarheimila og að ríkið leigi síðan hjúkrunarheimilin  af einkaaðilum.Ef þetta verður er farið út á alveg nýja braut við byggingu hjúkrunarheimila. Hvers vegna? Af hverju þarf þessa breytingu á mestu uppgangstímum í sögu þjóðarinnar.Þegar meiri peningar  eru í umferð en nokkru sinni fyrr getur hið opinbera ekki byggt hjúkrunarheimili fyrir gamla fólkið.Er hér fjárskorti um að kenna eða er meiningin að  gefa einkaðilum tækifæri til þess að græða á gamla fólkinu.Ég veit ekki svarið. En ég er algerlega andvígur því að  ríkið láti einkaaðila byggja hjúkrunarheimili  og  taki heimilin síðan á leigu  af einkaðilum.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Er nýr meirihluti í uppsiglingu?

Ljóst er að meirihlutasamstarf Sjálfstæðisflokksins og F-listans er komið á „endastað“ og breytingar óhjákvæmilegar, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.

Þar vegur þyngst að sjálfstæðismenn telja að samstöðu skorti til að takast á við erfið verkefni sem framundan eru og felast einkum í fjárhagsáætlanagerð, atvinnumálum og efnahagsmálum. Meirihlutinn þurfi að hafa festu og burði til þess að takast á við efnahagsvandann í þjóðfélaginu og það sé „ekkert gamanmál“.

Óánægja hefur kraumað lengi í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins með að ekki náist að koma ákvörðunum upp úr átakamiðuðu ferli. Það hafi verið undirliggjandi þáttur of lengi í samstarfinu við F-listann.

„Það skortir festu og áræði til að taka sársaukafullar ákvarðanir. Í staðinn snýst allt um persónu Ólafs F. Magnússonar og endalaus aukaatriði, sem taka alltof mikinn tíma.“(mbl.is)

Fréttablaðið fullyrðir,að nýr meirihluti í borgarstjórn taki við í dag,þe. meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Ekkert hefur þó fengist staðfest um þetta. En fróðlegt verður að sjá hvort þetta gengur eftir.Ljóst er að Ólafur F. samþykkir ekki að taka Framsókn inn sem þriðja hjól. Sjálfstæðisflokkurinn verður því að slíta samstarfinu við Ólaf F. ef ætlunin er að fá Framsókn inn. Meiningin er,að Hanna Birna verði borgarstjóri ef þetta" plan" gengur upp.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Samstarfið á „endastað"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. ágúst 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband