Ólafur F.segist hafa orðið fyrir einelti!

Ólafur F. Magnússon fráfarandi borgarstjóri kom í Ráðhús Reykjavíkur laust fyrir klukkan tvö, í fyrsta sinn eftir að uppúr samstarfi hans og Sjálfstæðismanna slitnaði. Hann segist hafa verið gabbaður og notaður af Sjálfstæðisflokknum og það ekki í fyrsta sinn.

Hann segir að sér hafi orðið ljóst að samstarfið væri komið að endimörkum þegar Sjálfstæðismenn hafi farið á taugum yfir vondri útkomu í skoðanakönnun. Það hafi þó ekki hvarflað að honum að gefast upp. Hann segist staðráðinn í því að vinna áfram að borgarmálum. Mótlætið hafi hert hann. Hann segist hafa verið notaður af Sjálfstæðismönnum til að fella Tjarnarkvartettinn, en það sé ekki í fyrsta sinn sem hann sé svikinn af Sjálfstæðismönnum.
Hann segist hafa orðið fyrir skipulegu einelti í borgarstjóratíð sinni og hann óski sér þess að slíkt verði aldrei endurtekið í stjórnmálasögunni.( mbl.is)

Það tók Ólaf nokkuð langan tíma að sjá hvað vakti fyrir Sjálfstæðismönnum með hann.Hann var varaður við og Dagur B. Eggertssin sagði strax,að  íhaldið væri aðeins að nota Ólaf og gabba. Það er alvarlegt,að Ólafi skuli finnast að hann hafi orðið fyrir einelti. Það getur að vísu verið erfitt fyrir stjórnmálamenn,að greina hvenær þeir verði fyrir einelti og hvernig þeir sæti eðlilegri gagnrýni og árásum. Að vísu fannst mér fjölmiðlamenn nokkuð aðgangsharðir við Ólaf,einkum RÚV.Þeir eru ekki svo harðir við ráðherrana i dag. Að vísu  varð Guðmundur Árni fyrir miklum árásum fjölmiðla þegar hann var ráðherra,nokkurs konar einelti og segja má,að fjölmiðlarnir hafi hrakið hann úr embætti fyrir engar sakir.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is Borgarstjóri mætir í Ráðhúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ingibjörg Sólrún: Uppvakningur í borgarstjórn

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, kallar nýjan meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur uppvakning. Geir Haarde forsætisráðherra fagnar meirihlutanum. Hann neitar því að það hafi verið mistök að stofna til meirihlutasamstarfs með Ólafi F. Magnússyni.Uppvakningar eru verri en draugarnir sjálfir.

Þetta er vel að orði komist hjá  Ingibjörgu Sólrúnu.Nýi meirihlutinn er svo sannarlega uppvakningur.Fráfarandi meirihluti var orðinn eins og vofa eða draugur.Hvort uppvakningurinn reynist betur á eftir að koma í ljós en samkvæmt  þjóðtrúnni voru uppvakningar verri en draugarnir.

 

Björgvin Guðmundsson 

 

 


Hringlið i borgarstjórn kostar skattgreiðendur 13,6 millj. í biðlaun borgarstjóra

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Dagur B. Eggertsson hafa báðir þegið biðlaun frá Reykjavíkurborg, eftir að hafa látið af embætti borgarstjóra. Ólafur F. Magnússon bætist í hópinn á auka borgarstjórnarfundi á fimmtudag. Vilhjálmur  fékk  biðlaun í sex mánuði.

Dagur B. Eggertsson tók við af Vilhjálmi og lét af embætti um 3 mánuðum síðar. Hann fékkí biðlaun í 3 mánuði. Þá tók við Ólafur F. Magnússon, sem víkur á fimmtudag og fær þá biðlaun í þrjá mánuði, til 21. nóvember.

Þetta eru samtals 12 mánaða biðlaun á 13 mánuðum. Laun borgarstjóra eru hin sömu og forsætisráðherra, 1.137.456 krónur á mánuði. Samtals greiða skattgreiðendur í Reykjavík því um 13.650.000 krónur í biðlaun borgarstjóra á þessum 13 mánuðum.

Þetta er forkastanlegt. Hringlið og valdabaráttan og valdagræðgin kostar skattgreiðendur 13,6 millj.kr. Ef borgarfulltrúar sýndu meiri ábyrgðartilfinningu og virtu gerða samninga mætti spara mikla fjármuni.

Björgvin Guðmundsson


Ljósmæður i verkfall í september

Ljósmæður samþykktu í atkvæðagreiðslu í vikunni að boða til verkfallsaðgerða í byrjun september til þess að knýja á um betri kjör.

Fram kemur í tilkynningu frá Ljósmæðrafélagi Íslands að verkfallsaðgerðir hafi verið samþykktar með 98-99 prósentum greiddra atkvæða. Metþátttaka var í atkvæðagreiðslunni en yfir 90 prósent atkvæðabærra ljósmæðra tóku þátt. Verkföllin beinast gegn sjúkrahúsum, heilbrigðisstofnunum og heilsugæslustöðvum í rekstri ríkisins. Fyrsta verkfallið verður 4. og 5. september en síðan stigmagnast aðgerðirnar og þeim lýkur með allsherjarverkfalli 29. september.

Vonandi semst áður en til verkfalls kemur. En kjör ljósmæðra eru slæm og þurfa að batna verulega. Eðlilegt er að hækka kaup þeirra um 25% eins og kaup forstjóra LHS.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

Í


Ólafur F.segist hafa verið blekktur til samstarfs

Ólafur F. Magnússon segir að það hafi komið á daginn að sjálfstæðismenn hafi blekkt sig til samstarfs og segist yfirgefa stöðu borgarstjóra með söknuði og eftirsjá. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Ólafi sem lætur af embætti borgarstjóra á fimmtudag eftir samstarfsslitin í gær.

Í yfirlýsingu Ólafs F. segir  svo m.a.: 

F-lista og Sjálfstæðisflokks varð til að frumkvæði sjálfstæðismanna. Þá lá fyrir málefnasamningur undir yfirskriftinni „Velferð og öryggi".

Í málefnasamningunum náðust fram þær sterku áherslur sem ég hef lagt á velferðar-, öryggis- og umhverfismál. Málefnasamningurinn var á jafnréttisgrundvelli og fyrir lágu sterkar heitbindingar
sjálfstæðismanna um að við hann yrði staðið og á grundvelli hans yrði meirihlutasamstarfið látið vara út kjörtímabilið.

Mörgum þótti málefnasamningurinn ótrúlega góður fyrir F-listann og oddviti minnihlutans viðhafði þau orð að með málefnasamningnum væru sjálfstæðismenn „að blekkja Ólaf F. Magnússon til samstarfs"  í þeim tilgangi einum að sprengja meirihluta Tjarnarkvartettsins. Þetta hefur því miður komið á daginn.

Þar sem borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa ekki bent á nein mál sem kalla mætti stór í umkvörtunum sínum við mig, verð ég að geta mér þess til, að með nýju samstarfi við Framsóknarflokkinn vilji sjálfstæðismenn virkja á kostnað náttúrunnar og byggja á kostnað gömlu götumyndarinnar í miðbænum.(  en minnmbl.is)

Það er athyglisvert,að Ólafur viðurkennir nú að hafa verið blekktur til samstarfs.Það virðist hafa verið aðaltilgangur íhaldsins .

 

 að sprengja meirihluta Tjarnarkvartettsins  en minna atriði að skapa starfshæfan meirihluta. Margir spáðu  því,að meirihlutinn mundi ekki endast lengi. Og þeir reyndust sannspáir.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


mbl.is Ólafur: Blekktur til samstarfs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýi meirihlutinn eins valtur og sá eldri

Marsibil Sæmundardóttir, varamaður Óskars í borgarstjórn segir í Fréttablaðinu í dag að hún ætli sér ekki að styðja nýja meirihlutann í borginni. „Afstaða hennar er harðari en ég átti von á," segir Guðni   Ágústsson og segist hafa vitað um hennar tilfinngar í málinu. „Ég taldi þó að Marsibil myndi fylgja Óskari og vona að hún geri það þegar upp er staðið og hún sér að sannfæring Óskars er byggð á samtölum sínum við sitt fólk og þá undarlegu stöðu sem uppi var í borginni.

Samkvæmt þessu er nýi meirihlutinn eins valtur og sá eldri. Margrét Sverrisdóttit,varamaður

Ólafs F. studdi ekki  meirihluta íhalds og Ólafs. Marsibil ,varamaður Óskars, styður ekki  nyjan meirihluta íhalds og Framsóknar. Óskar má því ekki forfallast þá er meirihlutinn fallinn.

 

Björgvin Guðmundsson


Óskar byrjaði á því að segja ósatt!

Í nokkra daga hafa fjölmiðlar sagt,að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn væru að mynda meirihluta í borgarstjórn. Fréttblaðið sagði frá þessu fyrst og virtist hafa góðar heimildir fyrir því.En Óskar Bergsson,borgarfulltrúi Framsóknar neitaði því blákalt þegar fréttamenn spurðu hann,að meirihluti þessara tveggja flokka væri í burðarliðnum.Það er nú komið í ljós,að hann var að segja ósatt við fréttamenn,ef til vill vegna þess að hann var skuldbundinn Tjarnarkvartettnum og með því að semja við íhaldið var hann að svíkja samkomulagið við Tjarnarkvartettinn.

Þegar Hanna Birna og Óskar Bergsson gengu brosandi fram fyrir myndavélarnar í gærkveldi og þóttust ætla að fara að semja um meirihlutasamstarf var allt frá gengið. Þetta var aðeins leikrit fyrir sjónvarpið.Það var búið að semja um allt bak við tjöldin og þar komu við sogu formenn beggja flokkanna,Geir Haarde og Guðni Ágústsson. Guðni er það málglaður,að hann gat ekki stillt um að tala af sér fyrir nokkrum dögum um samstarf íhalds og framsóknar í borgarstjórn.Það virðist ekkert vera að marka eða að treysta á samninga,sem borgarfulltrúar í dag gera hver við annan. Íhaldið samdi við Ólaf F. um að hann yrði borgarstjóri fram í mars. Það er svikið vegna þess að íhaldið hrapaði í skoðanakönnunum og  Ólafur vildi halda við þau stefnumál,sem hann kom inn í málefndasamning og íhaldið samþykkti í upphafi. Halda samningar betur nú. Það er óvíst. Alla vega telja leiðtogar íhaldsins sig geta svikið gerða samninga og þeir geta alveg eins svikið samninga við Óskar eins og við  Ólaf F.

 

Björgvin Guðmundsson


Framsókn til samstarfs við íhaldið í Rvk.Sveik Tjarnarkvartettinn

Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokks, verður borgarstjóri og Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokks, verður formaður borgarráðs í nýjum meirihluta, sem tekur við á aukafundi borgarstjórnar Reykjavíkur á fimmtudag.

Þá verður einnig kynntur nýr málefnasamningur flokkanna, sem mun byggja að stórum hluta á þeim málefnasamningi, sem lá til grundvallar samstarfinu að loknum síðustu kosningum.(mbl.is)

Eftir að Ólafur F. gekk til samstarfs við  íhaldið í Reykjavík í janúar sl. þá lýsti Tjarnarkvartettinn því yfir,að hann ætlaði að starfa saman út kjörtímabilið. Óskar Bergsson og Framsókn var aðili að því samkomulagi.Hugsunin var m.a. sú að koma í veg fyrir að íhaldið gæti  valið einn og einn flokk út úr  til fylgislags við sig eins og íhaldið hefur leikið í landsmálunum.Óskar Bergsson hefur nú svikið þetta samkomulag.Hann stóðst  ekki  tilboð íhaldsins frekar en Ólafur F.Honum var að vísu ekki boðin borgarstjórastaðan en Óskar er ungur maður í pólitík og formennska í borgarráði er mikil upphefð fyrir hann.Hætt er við að Framsókn tapi á þessu ráðslagi  og var fylgið þó ekki mikið fyrir.

Björgvin Guðmundsson

 

 


mbl.is Hanna Birna borgarstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. ágúst 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband