Hvað vakir fyrir Guðna?

Hvað vakir fyrir Guðna með því að blanda sér í myndun meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur? Fyrir liggur,að þeir Geir Haarde og Guðni Ágústsson töluðu saman um meirihlutann.Og svo virðist,sem samkomulag hafi verið komið áður en Óskar Bergsson tók þátt í viðræðunum við Hönnu Birnu. Sú spurning hlýtur að  vakna hvort Guðni Ágústsson hafi beitt  áhrifum sínum í borginni með það að markmiði að ná fram sama stjórnarmynstri í ríkisstjórn,jafnvel með aðkomu  þingmanna frjálslyndra. Var það hugmyndin? Þannig spyr Björn Ingi Hrafnsson,fyrrverandi borgarfulltrúi    Framsóknar í forustugrein í Fréttablaðinu í dag. Þetta er athyglisverð spurning. Hún á rétt á sér vegna þess,að það er lítil skynsemi í þvi fyrir Framsókn í borgarstjórn með 2% fylgi í síðustu könnun   að leggja sig undir íhaldið.Gamla kenningin var sú að völd færðu atkvæði en það er ekki einhlýtt lengur. Margir  telja,að Framsókn í borgarstjórn sé að fremja pólitískt sjálfsmorð með því að gerast hækja íhaldsins eftir það sem á undan er gengið.
Guðni gengur ef til vill með það í maganum að verða ráðherra hjá Geir Haarde. En ef svo er hefur hann lítið lært. Framsókn þarf að byggja sig upp í stjórnarandastöðu. Ef hún  ætlar að endurtaka gömlu mistökin og skríða upp í hjá íhaldinu við fyrsta tækifæri þá er hún heillum horfin.
Björgvin Guðmundsson

REI áfram í útrás

Vonast er til að þverpólitísk sátt náist um framtíð Reykjavík Energy Invest (REI) meðal borgarfulltrúa. Stjórn fyrirtækisins hefur unnið að mótun nýrrar stefnu síðan í mars, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.

Stefnumótunarvinnan tók mið af REI-skýrslunni, sem unnin var af þverpólitískum stýrihópi undir forystu Svandísar Svavarsdóttur. Markmiðið var að ná einnig pólitískri sátt um framtíð REI í borgarstjórn, eins og tókst í stýrihópnum.

Sú hugmynd varð ofan á að stofna opinn fjárfestingarsjóð um verkefnið REI, sem fjárfestum verði boðið að kaupa hlut í á jafnræðisgrundvelli. Sjóðnum verði síðan ætlað að fjármagna verkefnið REI.

Kosturinn við það er álitinn sá að ekki sé verið að taka meiri fjármuni út úr OR, en helsta gagnrýnin síðastliðið haust beindist að því að verið væri að taka áhættu með almannafé. Þá þykir jákvætt að útboðið verði opið öllum fjárfestum.(mbl.is)

Þetta mál varð meirihluta íhaldsins og Björns Inga að falli. Ágreiningur innan íhaldsins um Rei og mikil sundrung varð til þess að Björn Ingi sagði skilið við íhaldið og gekk til samstarfs við "vinstri flokkana".Nú virðast þeir Sjálfstæðismenn sem voru andvígir útrás vera bunir að fallast á hana. Mér líst vel á þessa niðurstöðu.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Orkuveitan áfram í útrás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. ágúst 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband