Sunnudagur, 17. ágúst 2008
Samfylkingin hefur unnið vel fyrir fatlaða
Ég hlustaði á Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur,alþingismann. á Útavarpi Sögu í morgun. ( endurflutning)´.Þetta var gott erindi. Hún talaði einkum um málefni fatlaðra en einnig vék hún aðeins að lífeyrismálum.Ásta Ragnheiður er mikil baráttukona fyrir bættum kjörum öryrkja og aldraðra.Það kom fram í erindi hennar,að Samfylkingin hefur gert mikið fyrir fatlaða og öryrkja yfirleitt að undanförnu.Ég er sammála því. Hún sagði,að Samfylkingin hefði einnig gert mikið fyrir lífeyrisþega almennt og þar á meðal aldraða.Það er rétt að vissu marki. Kjör þeirra eldri borgara,sem eru á vinnumarkaðnum hafa verið bætt verulega svo og felst mikil kjarabót í því að afnema tengingu lífeyris við tekjur maka.En það hefur ekkert verið gert fyrir þá eldri borgara,sem ekki geta verið á vinnumarkaðnum eða telja sig vera búna að skila nægilegu vinnuframlagi til þjóðfélagsins. Þetta er mikið stærri hópur en sá sem er að vinna. 2/3 eldri borgara eru ekki á vinnumarkaðnum. Hefur þessi hópur gleymst?
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 17. ágúst 2008
Dekrað við útlenskuna
Það er með eindæmum hvað fjölmiðlamenn og sölumenn dekra við erlendar slettur.Þegar hlustað er á útvarp og flett auglýsingum í dagblöðum eru alls staðar ensku slettur.Í útvarpi má heyra gott "sound" ,þetta er " cool",komdu í "settið",o.s.frv. o.s.frv fyrir utan allar setningarnar,sem eru bein þýðing á ensku og eiga ekkert erindi í íslensku eins og t.d. "hafðu góðan dag".Nú tröllríða enskuslettur öllum bilaauglýsingum og allt í einu eru allar útsölur á bílum orðnar " outlet". Þetta orð hefur áður verið notað yfir útsölu á fatnaði sem þykir ekki lengur í tísku í fataverslunum eða hefur þurft að rýma fyrir nýrri fatnaði. Við eigum nóg af góðum íslenskum orðum yfir þetta allt saman og þurfum ekki að nota ensk orð. Fjölmiðlamenn og sölumenn þurfa að taka sig á.
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 17. ágúst 2008
Eldri borgarar fá hungurlús
Á heimsíðu Tryggingastofnunar ( www.tr.is) má sjá bætur hinna ýmsu lifeyrisþega.Þar er reiknivél og unnt að reikna út lífeyrinn miðað við mismunandi forsendur. Heimasíðan er mjög góð.Athyglisvert er að lífeyrir eldri borgara er alltaf óbreyttur. Hann hefur ekkert hækkað.Lífeyrir elllífeyrisþega,sem ekkert hafa nema bætur almannatrygginga er tæpar 136 þús á mánuði fyrir skatt eða 121.409 kr. eftir skatt. Þetta hefur verið svo lengi.Þessi hópur fær nú 8-9 þús. kr. frá ríkissjóði eftir skatta og skerðingar sem uppbót á lífeyri sinn.Sá sem hefur t.d. 50 þús. á mánuði úr lífeyrissjóði fær að sjálfsögðu enga uppbót. Lífeyrir hans frá Tryggingastofnun hrapar í 111 þús. á mánuði,lækkar um 25 þús. fyrir skatta. Eftir skatta fær þessi lífeyrisþegi 105 þús. kr. á mánuði frá TR.Vegna skerðinga halda lífeyrisþegar ekki nema helmingi af lífeyri sínum úr lífeyrirsjóði og síðan eru þessar lífeyrissjóðstekjur einnig skattlagðar.Því var lofað,að lífeyrir eldri borgara yrði leiðréttur 1.júlí sl. en ekkert hefur enn verið gert í því.Lífeyrir eldri borgara er skammarlega lágur.Þegar húsaleiga fyrir litla 2ja herbergja íbúð er komin yfir l00 þús. á mánuði sést hvílík hungurlús það er sem eldri borgurum er skömmtuð'.
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 17. ágúst 2008
Fylgi nýja meirihlutans ekki meira en þess eldri
Í skoðanakönnun, sem Fréttablaðið birtir í dag, kemur fram að 26,2% segjst styðja nýjan meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í borgarstjórn Reykjavíkur. Er þetta álíka stuðningur og meirihluti D- og F-lista naut þegar hann var myndaður í janúar. 73,8% segjast ekki styðja meirihlutann.
Í könnuninni var spurt um fylgi flokka. 46,8% sögðust myndu kjósa Samfylkingu ef kosið væri nú, 27,9% Sjálfstæðisflokk, 17,7% VG, 4,5% Framsóknarflokk og 3,4% F-lista. Samkvæmt því fengi Samfylking 8 borgarfulltrúa, Sjálfstæðisflokkur 4 og VG 3.
Hringt var í 600 Reykvíkinga í gær. 89% tóku afstöðu til spurningar um meirihlutann og 55,5% til spurningar um einstaka flokka. (mbl.is)
Samkvæmt þessu hefur fylgi íhaldsins í Rvk. ekkert aukist við að sparka Ólafi og og taka Óskar Bergsson,Framsókn,í staðinn. Fylgið er óbreytt.Reykvíkingar hafa fengið nóg af þessu valdabrölti. Þeir virðast treysta Samfylkingunni best til þess að taka við stjórn borgarinnar.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
26,2% segjast styðja nýjan meirihluta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |