Ljómandi lindarrjóður

Um sex hundruð manns eru nú saman komnir á Sæludögum í Vatnaskógi, er búist við fleirum eftir því sem líður á daginn. Hátíðin var formlega sett í gær með því að vatni og skógi - laufblöðum úr skóginum - var hellt yfir Ársæl Aðalbergsson, framkvæmdastjóra Vatnaskógar.

Mikil dagskrá er framundan á Sæludögum, m.a. kappróður og koddaslagur.(mbl.is)

Eg á mj0g skemmtilegar endurminningar  frá Vatnaskógi,fór .þangað fyrst   9 ára og í mörg sumur eftir það. Það var mikið félagslíf í Vatnaskógi,íþróttir,frjálsar og fótbolti,farið út á vatnið á bátum og farið í indíanaleiki í skóginum.Ég mæli hiklaust með sumrdvöl í Vatnaskógi fyrir unga drengi.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Vatni hellt í Vatnaskógi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Össur styður álver við Bakka

„Þetta mun ekki breyta þeirri staðreynd að stuðningur ríkisstjórnarinn við þessa framkvæmd er óhaggaður,“ segir Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra um þann úrskurð Þórunnar Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra að þær fjórar framkvæmdir sem tengjast byggingu álvers á Bakka við Húsavík fari í heildstætt umhverfismat. „Þetta mun ekki seinka því að stóriðja rísi á Bakka um einn einasta dag.“

 

Árni Mathiesen fjármálaráðherra segir að úrskurðurinn komi sér á óvart. „Hann er ekki í samræmi við það hvernig svona hlutir hafa verið framkvæmdir fram til þessa,“ segir hann en tekur fram að hann telji að úrskurðurinn muni ekki skipta sköpum fyrir framgang verkefnisins. Árni segir að út af fyrir sig sé ekkert rangt við úrskurðinn. „En það er óþægilegt fyrir þá sem vinna að svona verkefnum þegar breytt er um stefnu í því hvernig á að vinna að hlutunum.“

 

 

Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, gagnrýnir úrskurð umhverfisráðherra harðlega. „Þetta er alveg með ólíkindum og í raun svik við Norðlendinga og Þingeyinga þar sem iðnaðarráðherra lét þau orð falla þegar hann kvaddi þá síðast að hann myndi ekki svíkja þá,“ segir hún og bætir við: „Þetta er eins og hver önnur sýndarmennska hjá Samfylkingunni og ég lýsi líka fullri ábygð á hendur Sjálfstæðisflokknum í þessu stóra máli.“

 

Össur vísar gagnrýni Valgerðar á bug. „.Þingmenn eins og aðrir verða að gera ráð fyrir því að heimildarákvæði í lögum kunni að verða nýtt eins og í þessu tilviki,“ segir hann.

Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, hrósar Þórunni fyrir úrskurðinn. „Hvort Samfylkingin er að taka sig saman í andlitinu skal ósagt látið, en Þórunn ætlar greinilega ekki að láta sitt eftir liggja,“ segir hann.(mbl.is)

Svo virðist sem ríkisstjórnin styðji áfram  álver við Bakka. Talið er,að umhverfismatið muni aðeins tefja málið um nokkrar  vikur. Þá gefa menn sér,að matið verði hagstætt framkvæmdum.

 

Björgvin Guðmundsson

alver

 

 

 

 

 

 

Fara til baka 

Tengdar fréttir - Bakkaálver í umhverfismat

Innlent | Morgunblaðið | 02.08.2008 | 07:05

Umhverfismat ekki til að stöðva framkvæmdir

Innlent | mbl.is | 01.08.2008 | 13:06

Eigum eftir að kynna okkur ferlið

Innlent | mbl.is | 01.08.2008 | 12:52
Ilent | mbl.is | 01.08.2008 | 11:22
I
I

mbl.is Óhaggaður stuðningur við álver á Bakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

10.000 á hátíðinni í Eyjum

Áætlað er að allt að tíu þúsund manns sæki þjóðhátíð í Vestmannaeyjum þetta árið. Hún var sett í dag og í kvöld streymdi fólk í Herjólfsdal til að taka þátt í kvöldvökunni og dansleikjum. Boðið er upp á fjölbreytta dagskrá og var ekki annað að sjá en að fólki líkaði vel það sem boðið var upp á.

Þjóðhátíð var sett formlega í dag. 

 

„Þú sleppir ekki þjóðhátíð ótilneyddur," sagði Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, sem var mættur í brekkuna með fjölskyldu sína.

„Birgir Guðjónsson, formaður þjóðhátíðarnefndar, tók í sama streng. „Mér líst vel á þetta enda spáin góð fyrir helgina. Hér er óvenju margt fólk en það er hingað komið til að skemmta sér og eiga ánægjulega helgi. Það og góða veðrið er ávísun á frábæra þjóðhátíð."(mbl.is)

Það er gaman að aðsókn skuli vera svona góð að hátíðinni í Eyjum. Hún er löngu orðinn fastur púnktur í hátíðinni um verslunarmannahelgina.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Búist við 10.000 í Herjólfsdal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. ágúst 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband