Obama og McCain jafnir

Barack Obama tilkynnir í fyrramálið eða á laugardaginn um varaforsetaefni sitt í forsetakosningunum vestan hafs. Obama hefur naumt forskot á keppinaut sinn John McCain samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum.

 

Obama og McCain ferðast nú vítt og breitt um Bandaríkin til að vinna hylli kjósenda enda virðist sem mjótt verði á munumum í forsetakosningunum í byrjun nóvember.

Tvær kannanir sem birtust í gærkvöldi og í morgun sýna nákvæmlega sömu niðurstöðu. Obama hefur þriggja prósentustiga forskot á McCain, fjörutíu og fimm prósent á móti fjörutíu og tveimur prósentum. Það stefnir því allt í æsispennandi lokasprett í kosningabaráttunni.

Annars vegar könnuðu NBC sjónvarpsstöðin og Wall Street Journal hug kjósenda og hinsvegar CBS-stöðin og New York Times. McCain hefur saxað á forskot Obama en fylgið á landsvísu segir ekki alla söguna. Kosið er um kjörmenn í hverju ríki fyrir sig og keppinautarnir tveir munu leggja höfuðáherslu á þau ríki þar sem mjótt verður á mununum, svo sem Flórída og Ohio. (ruv.is)

Ljóst er,að forsetakosningarnar verða gífurlega spennandi. Miðað við skoðanakannanir getur hvort frambjóðandi sem er unnið.En hvor frambjóðandinn er æskilegri? Ég hygg,að  betra sé fyrir Bandaríkin að  fá Obama í stól forseta. Hann er demokrati og stendur fyrir frjálslyndari stefnu en McCain enda þótt sá síðarnefndi teljist hófsamur demokrati.

 

Björgvin Guðmundsson


Framsókn fékk formennsku í OR

Guðlaugur G. Sverrisson, verður nýr formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur. Guðlaugur er formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur.  Tekur hann við formennsku í stjórn OR af Kjartani Magnússyni, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sem verður varaformaður stjórnarinnar.

Auk þeirra Guðlaugs og Kjartans voru Júlíus Vífill Ingvarsson, Svandís Svavarsdóttir og Sigrún Elsa Smáradóttir kjörin í aðalstjórn OR. Í varastjórn voru koson Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, Jórunn Frímannsdóttir,  Vigdís Hauksdóttir, Dagur B. Eggertsson og Dofri hermannson

Júlíus Vífill var einnig kjörinn formaður skipulagsráðs og formaður stjórnar Faxaflóahafna. Þorbjörg Helga er formaður umhverfis- og samgönguráðs og leikskólaráðs. Jórunn verður formaður velferðarráðs og formaður stjórnkerfisnefndar. Marta Guðjónsdóttir verður formaður mannréttindaráðs og Áslaug Friðriksdóttir verður formaður menningar- og ferðamálaráðs.(mbl.is)

Því var fleygt,að Jón Sigurðsson fyrrverandi ráðherra  ætti að verða formaður OR en það varð ekki. En samkvæmt "helmingaskiptareglunni" fær Framsókn Orkuveituna. Ekki hefur þó fengist samþykkt að Alfreð yrði formaður OR.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 

PDF-skráHelstu embætti í meirihluta B-lista og D-lista í borgarstjórn Reykjavíkur.

Fara til baka Til baka

I
I
I

mbl.is Guðlaugur Sverrisson nýr formaður OR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lyklaskipti í ráðhúsinu

Hanna Birna Kristjánsdóttir, sem kjörin var borgarstjóri Reykjavíkur á fundi borgarstjórnar í morgun, tók laust eftir hádegið við lyklavöldum á skrifstofu borgarstjóra af Ólafi F. Magnússyni, borgarfulltrúa. Ólafur hefur verið borgarstjóri frá því í janúar.

Hanna Birna er fædd og uppalin í Hafnarfirði, dóttir Aðalheiðar J. Björnsdóttur og Kristjáns Ármannssonar. Maki Hönnu Birnu er Vilhjálmur Jens Árnason og þau eiga tvær dætur.

Hanna Birna lauk BA-prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og M. Sc. prófi í alþjóðlegum og evrópskum stjórnmálum frá Edinborgarháskóla. (mbl.is)

Það verður fróðlegt að sjá hvernig Hanna Birna stendur sig sem borgarstjóri.Hún er duglegur stjórnmálamaður en mörgum finnst hún ansi frek.Hvort hún slípast til á eftir að koma í ljós. Framsókn og íhald munu hanga saman fram að kosningum. Báðir aðilar vita,að flokkarnir þola ekki ein stjórnarslit enn.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Lyklaskipti í Ráðhúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólafur F. ber Sjálfstæðisflokkinn þungum sökum

Ólafur F. Magnússon réðst að Sjálfstæðisflokknum í kveðjuræðu sinni sem borgarstjóri á borgarstjórnarfundi í morgun þar sem nýr meirihluti sjálfstæðismanna og framsóknarmanna tekur við.

Vilhjálmur Þ. Vihjálmsson var kjörinn forseti borgarstjórnar með atkvæðum meirihlutans og Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, var kjörinn fyrsti varaforseti með öllum greiddum atkvæðum. Annar varaforseti er Gísli Marteinn Baldursson.

Hanna Birna Kristjánsdóttir, frárandi forseti borgarstjórnar og verðandi borgarstjóri, afhenti stjórnina til Vilhjálms sem stjórnaði kjöri borgarstjóra. Áður en til þess kom tók Ólafur F. Magnússon til máls og fór hörðum orðum um sjálfstæðismenn.

Hann vitnaði til orða Jóns Arasonar biskups þegar hann var leiddur til aftöku og sakaði sjálfstæðismenn um vélráð, lygar, óheildi og svik gagnvart sér. Vélráðin hefðu verið brugguð í Valhöll og hann leiddur til slátrunar í þriðja sinn af Sjálfstæðisflokknum. Vísaði hann til þess að hann hefði verið klappaður út af landsfundi Sjálfstæðisflokksins, að sjálfstæðismenn hefðu svikið hann eftir síðustu kosningar og nú með myndun nýs meirihluta með Framsóknarflokknum.

Sagði hann þó að rödd hans yrði áfram í borgarstjórn og hann myndi áfram vinna að málefnasamningnum sem kynntur var í janúar og stuðla að velferð, öryggi og umhverfismálum. Þá myndi hann framfylgja vilja meirihluta borgarbúa og landsmanna í flugvallarmálinu.

Gagnrýndi hann Kjartan Magnússon og Vilhjáms Þ. Vilhjálmsson sem hefðu haft uppi miklar heitstrengingar þegar þeir hefðu leitað til hans um samstarf F-lista og Sjálfstæðisflokksins. Hinir fimm borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hefðu orðið ofan á og fyrirmælum hefði verið hlýtt beint úr Valhöll. Lýsti Ólafur vantrausti á nýjan meirihluta og sagðist ekki treysta Hönnu Birnu Kristjánsdóttur til að leiða hann. (visir.is)

Það eru þung orð,sem Ólafur hafði um íhaldið. Hann sakaði það um vélráð,lygar,óheilindi og svik.Ég segi ekki að Ólafur hafi sjálfur gerst sekur um allt það,sem hann sakaði íhaldið um en  ei að  síður sveik hann vin sinn Dag B.Eggertsson og samstarfsflokka sína til þess að taka við borgarstjórastólnum en segja má,að íhaldið hafi keypt hann með stólnum.

 

Björgvin Guðmundsson



Landssamband eldri borgara gagnrýnir stjórnvöld

Framkvæmdastjórn Landssambands eldri borgara gagnrýnir harðlega,að  25 þús. krónurnar,sem þeir eiga að fá sem ekki fá neitt úr lifeyrissjóði skuli sæta skerðingu og skattlagningu.LEB telur ekki eðlilegt,að fara eins með þessa upphæð eins og aðrar tekjur úr lífeyrissjóði.Bendir LEB á,að þessi uppbót hafi verið ætluð þeim ,sem eru allra verst settir og ekki hafa getað greitt í lífeyrissjóð.LEB telur eðlilegra að fara með þessa uppbót eins og aðrar bætur frá almannatryggingum en þá mundu aðrar tryggingabætur ekki skerðast.Eldri borgarar halda ekki nema ca. 1/3 af 25 þús krónunum þannig,að þessi úthlutun er hálfgerður skrípaleikur.Margir eldri borgarar urðu fyrir miklum vonbrigðum 1.ágúst þegar þeir bjuggust við 25 þús. kr. en fengu ekki nema 8 þús. kr.

 

Björgvin Guðmundsson


Erfiðleikar framundan hjá Reykjavíkurborg.Tekjur borgarinnar minnka um 2 milljarða í ár

Ólafur F. Magnússon, fráfarandi borgarstjóri, heldur því fram að sjálfstæðismenn hafi lagst lágt í málatilbúnaði sínum og sagt hann fara með ósannindi þegar hann greindi frá versnandi fjárhagsstöðu borgarinnar. Hann hafi því þurft að vísa í gögn máli sínu til stuðnings.

Ólafur vísar til minnisblaðs sem fjármálaskrifstofa borgarinnar tók saman um að skera þyrfti niður launakostnað hjá borginni. Það er hins vegar ekki fjármálaskrifstofu að ákveða hvaða leið eigi að fara til þess að mæta rekstrarvanda, enda er það pólitískt álitaefni.

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður borgarráðs, lét hafa eftir sér við Morgunblaðið í lok júlí á þessu ári að borgarráð hefði miklar áhyggjur af fjárhagsstöðunni. „Við höfum miklar áhyggjur af ástandinu. Ekki síst vegna þess að samkvæmt spám sem liggja fyrir munu tekjur borgarsjóðs minnka frá upphaflegri áætlun. Er ekki ósennilegt að þær dragist saman um tvo milljarða á þessu ári og er það í fyrsta sinn í mörg ár sem það gerist,“ sagði Vilhjálmur. „Það verður eitthvað dregið úr framkvæmdum,“ sagði Vilhjálmur jafnframt.

 

Staða borgarsjóðs er nokkuð betri en staða borgarinnar allrar með dótturfélögum, en heildarskuldir borgarinnar með dótturfélögum eru um 155 milljarðar króna. Stærstur hluti skuldanna eru skuldir Orkuveitu Reykjavíkur.

 

Reykjavíkurborg hefur skuldbindingar gagnvart byggingu skóla og íþróttamannvirkja; nauðsynlegt er samt fyrir borgina að lækka útgjöld og auka tekjur til að mæta versnandi stöðu borgarsjóðs. Kostnaður vegna nýrra kjarasamninga nemur 4–4,5 milljörðum króna á næsta ári og kostnaður vegna aðfanga hefur einnig hækkað mikið. Ein leið sem er fær er að hækka þjónustugjöld á íbúa, en engin ákvörðun hefur verið tekin um slíkt.

Borgin gæti selt eignir en eftirspurn eftir lóðum hefur dregist mikið saman og aðgangur að lánsfé á innlendum markaði er takmarkaður. Uppsagnir starfsfólks er önnur leið en forsvarsmenn nýs meirihluta hafa látið hafa eftir sér að uppsagnir séu ekki á dagskrá. Það liggur því beinast við að draga þurfi úr framkvæmdum ef ekki kemur til uppsagna eða hækkunar þjónustugjalda.(mbl.is)

Það verður ekkert léttaverk fyrir nýjan meirihluta að glíma við erfiðleikana.Ég sé ekkert arthugaverk við það,að  Ólafur,fráfarandi borgarstjóri,skuli hafa gert þessi mál að umtalsefni.Ef íhaldið hefur upp ráðagerðir um mikinn niðurskurð  eiga Reykvíkingar að fá að vita það.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Fara til baka T


mbl.is Rekstrarvandi borgarinnar er ærið verkefni nýs meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaupmáttur hefur rýrnað um 4,5%

Launavísitala í júlí 2008 er 348,8 stig og hækkaði um 0,7% frá fyrri mánuði.

Í hækkun launavísitölunnar gætir áhrifa kjarasamnings 20 aðildarfélaga Bandalags háskólamanna (BHM) og fjármálaráðherra f.h. ríkisjóðs, sem undiritaður var þann 28. júní síðastliðinn. Samkvæmt samningnum hækkuðu laun um 20.300 krónur frá 1. júní 2008. Að auki hækkuðu launatöflur um 2,2% frá sama tíma en á móti var framlag vinnuveitenda í vísindasjóði aflagt.

Þá gætir einnig í hækkun vísitölunnar áhrifa kjarasamnings Kennarasambans Íslands f.h. Félags framhaldsskólakennara og fjármálaráðherra f.h. ríkisjóðs, sem undirritaður var þann 16. júní síðastliðinn. Samkvæmt samningnum hækkuðu laun félagsmanna um 20.300 frá 1. júní 2008.

Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 9,1%.Verðbólgan   er 13,6%.Kaupmáttur hefur því rýrnað um 4,5%. Upplýsingarnar um launavísitöluna eru á vef Hagstofunnar.

Framangreindar upplýsingar leiða í ljós,að kjör launafólks eru að versna en ekki batna.Ávinningur kjarasamninga 1.feb. sl. er rokinn út í veður og vind. Því er spáð,að  verðbólga muni enn aukast í næsta mánuði.Það er erfið barátta framundan hjá verkalýðshreyfingunni. Hún þarf að endurheimta,það sem af henni hefur verið tekið og helst eitthvað meira.Misskiptingin í þjóðfélaginu hefur aukist. það þarf að jafna tekjuskiptunguna.

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 21. ágúst 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband