Olía og gas á Drekasvæðinu

Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, segir allgóðar líkur á að finna megi olíu og gas á Drekasvæðinu norðaustur af landinu. Hann segir stór og lítil fyrirtæki, aðallega frá nágrannalöndum, hafa sýnt mikinn áhuga á því.

Mikil vinna hefur nú þegar verið lögð í að rannsaka svæðið og nú þykir stjórnvöldum hér tímabært að láta á reyna, hvort áhugi sé á olíuleit og -vinnslu. Boðað hefur verið til kynningarráðstefnu í Reykjavík um Drekann í byrjun september, 80 þátttakendur hafa þegar boðað komu sína og hefur áhugi farið ört vaxandi undanfarið, segir iðnaðarráðherra. Jafnframt hefur verið kynnt opið útboð á leitar- og vinnsluleyfum.

Útboðið fer fram eigi síðar en um miðjan janúar. Um 100 leyfi verða boðin út. Össur segir gögn benda til, að jarðlög á þessu svæði séu samskonar og við Austur Grænland þar sem þegar hefur fundist gas, og á olíuvinnslusvæðinu við Vestur Noreg. Svæðið er um 40 þúsund ferkílómetrar að stærð. Hækkandi olíuverð og framfarir í leitar- og vinnslutækni eru helstu forsendur þess, að látið er á þetta reyna nú, en svæðið er erfitt til vinnslu enda dýpi allt að 2.000 metrum og illviðrasamt þar stóran hluta ársins.
Opið útboð er ný aðferð við úthlutun slíkra leyfa og hefur vakið mikla athygli. Fjölmiðlar, sérhæfðir í olíu-, orku- og viðskiptamálum hafa undanfarið fjallað mikið um það og virðist vera allnokkur áhugi á málinu víða um heim.
Össur segir allar líkur á að þegar á næsta ári verði hafin olíuleit á Drekasvæðinu, hins vegar hafi verið ákveðið að íslensk stjórnvöld muni ekki leggja áhættufé í leitina, því sé leitað eftir áhuga erlendra fyrirtækja. Þessi ákvörðun hefur ýtt frekar undir áhuga fjárfesta og orkufyrirtækja, þar sem víða um heim hefur verið að þrengjast um olíuvinnslu á vegum vestrænna fyrirtækja. Meðal annars í Afríku og Venezuela hefur einkafyrirtækjum verið gert erfiðara fyrir og ríkisfyrirtæki látin sitja að vinnslunni. Það þykir því sérstaklega áhugavert að Íslendingar hyggist ekki reka eigið olíufyrirtæki til leitar og vinnslu á Drekasvæðinu. Drekasvæðið er á norðausturhorni efnahagslögsögunnar og heitir svo eftir landvættinni á Austurlandi, drekanum sem er í skjaldarmerki Íslands. (ruv.is)

Það eru góðar fréttir,að miklar líkur séu á olíu og gasi á drekasvæðinu. Össur iðnaðaráðherra er bjartsýnn og duglegur að kynna málið erlendis. Það er ljóst,að hann ætlar að keyra þetta mál áfram með miklum krafti og það er vel.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 

 


Skattleysismörk fylgi launabreytingum

Fyrir síðustu alþingiskosningar sagði Samfylkingin,að hækka ætti skattleysismörk til samræmis við launabreytingar.Það er bein atlaga að kjörum eldri borgara,þegar skattleysismörk fylgja ekki launavísitölu.Þá njóta þeir ekki þeirrar kaupmáttaraukningar,sem verður i samfélaginu.Ef skattleysismörk hefðu fylgt launavísitölu frá 1988 væru þau í dag 150  þús. kr. á mánuði en þau eru 95 þús..Á þessu sviði hefur Samfylkingin því mikið verk að vinna.Það sem ríkisstjórnin hefur ákveðið er alltof lítið og hvergi nærri það sem Samfylkingin boðaði.

 

Björgvin Guðmundsson


Á að birta gamlar trúnaðarupplýsingar í dagbókarformi?

Nokkrar deilur hafa orðið um birtingu á dagbók Matthíasar Jóhannessen,fyrrum ritstjóra Mbl.,vegna þess að þar er m.a. um viðkvæmar trúnaðarupplýsingar að ræða. Dagbókin birtist á vefnum.Meðal upplýsinga,sem birst hafa er frásögn af  háum  reikningi vegna sjúkrakostnaðar Guðrúnar heitinnar Katrínar forsetafrúar frá sjúkrahúsi í Bandaríkjunum.Er skýrt frá því í dagbókinni,að þeir Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson hafi fjallað um reikninginn og  ekki vitað hvernig með ætti að fara.Fram hefur komið eftir,að upplýsingar þessar úr dagbókinni birtust,að Tryggingastofnun ríkisins hafi samþykkt sjúkrahúsmeðferð  Guðrúnar Katrínar í Bandaríkjunum áður en hún hafi hafist.Í ljósi þess er furðulegt,að tveir ráðherrar hafi verið að  tortryggja reikninginn,þegar hann barst, og enn furðulegra,að málið skuli hafa borist til eyrna Matthíasar Jóhannessen og ratað inn í dagbækur hans.Sjúkrahúsmeðferð er algert trúnaðarmál. Ég tel,að ekki hefði átt að birta opinberlega  þessar upplýsingar úr dagbók Matthíasar.

 

Björgvin Guðmundsson


Menningarnótt gekk vel

Aðgerðarstjórn Menningarnætur segir, að hátíðin hefði tekist ákaflega vel. Mikill fjöldi fólks var í miðborginni eftir miðnættið þegar formlegri dagskrá hátíðarinnar lauk.

Talsverð ölvun var lögregla segir engin alvarleg mál hafa komið upp. Lögregla var með mikinn viðbúnað í miðborginni.

Fundur aðgerðastjórnar Menningarnætur var haldinn klukkutíma eftir að
skipulagðri dagskrá hátíðarinnar lauk. Á fundinum voru fulltrúar lögreglu,
slökkviliðs, bráðamóttöku, björgunarsveita og fleiri. Í tilkynningu segir, að það sé mat aðgerðastjórnarinnar að þrátt fyrir rysjótt veðurlag hafi hátíðin
tekist einstaklega vel í alla staði ekki síst vegna þess jákvæða anda sem
einkenndi viðmót gesta hátíðarinnar.(mbl.is)

Ég lét mér nægja,að fara í menningarsúpu. Hún var mjög ljúffeng og gekk vel niður með heimabökuðu brauði og léttu víni.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 

 


mbl.is Menningarnótt tókst vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frakkar Olympíumeistarar í handbolta

Frakkar unnu Íslendinga með 28:23 í úrslitaleik um gullið í handbolta í Peking í morgun.Íslendingar fengu silfrið,lentu í öðru  sæti. Það er gífurlega góður árangur. Íslendingar voru ekki að ná sínu besta í úralitaleiknum.Það hefur sennilega orðið eitthvað spennufall hjá þeim eftir sigurinn gegn Spáni. Markvörður Frakka var gífurlega góður,varði mörg þrumuskot Íslendinga.

Íslendingar geta verið stoltir af silfrinu og voru greinilega með annað besta lið leikanna,sumir segja það besta ásamt Frökkum en  í dag voru Frakkar betri.

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 24. ágúst 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband