Miðvikudagur, 27. ágúst 2008
30000 fögnuðu komu handboltastrákanna okkar
Það er ótrúleg gjöf að vera Íslendingur," sagði Ólafur Stefánsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, þegar hann ávarpaði mannföldann á Arnarhóli nú undir kvöld. Það eru bara 300 þúsund manns, sem hafa fengið þá gjöf."
Höldum áfram að breyta heiminum og virkja þá sköpunargáfu, sem býr í okkur og verum bara best," bætti landsliðsfyrirliðinn við.
Mikil stemmning var á Arnarhóli . Valgeir Guðjónsson stýrði dagskránni og fjöldasöng. Mikill mannfjöldi var í miðbænum til að fagna landsliðinu, og áætlar lögreglan að 30 þúsund manns hið minnsta hafi komið þar saman. (mbl.is)
Það var ljóst af móttökunum,sem landsliðið fékk,að þjóðin var virkilega stolt af frammistöðu handboltaliðsins og vildi sýna það.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Ótrúleg gjöf að vera Íslendingur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 27. ágúst 2008
ASÍ hefur áhyggjur af efnahagsástandinu
Alþýðusamband Ísland hefur þungar áhyggjur af stöðu efnahagsmála, að því er segir í ályktun miðstjórnarinnar í kjölfar verðbólgumælingar Hagstofunnar. Verðbólga hefur ekki verið hærri í tæpa tvo áratugi, en hún mælist nú 14,5%
Þá segir ASÍ mikil vonbrigði að opinberir aðilar skuli hækka gjaldskrár sínar og kynda þannig enn undir verðbólguna. Gerð er krafa um að ríki og sveitarfélög haldi núna aftur af gjaldskrárhækkunum sínum. Nú sé nauðsynlegt að allir axli ábyrgð á verbólguvandanum.
Í ályktuninni kemur einnig fram að forsendur kjarasamninga séu brostnar enda hafi þar verið gert ráð fyrir að böndum yrði komið á verðbólguna og kaupmáttur yrði varinn. Kaupmáttur dragist hinsvegar hratt saman og fjölskyldur standi frammi fyrir miklum vanda.
Miðstjórn ASÍ kallar enn eftir samstarfi ríkisstjórnar, verkalýðshreyfingar og atvinnurekenda, en segir undirtektir ríkisstjórnar hafa valdið vonbrigðum. Við höfum ítrekað kallað eftir samráði í vor og í sumar, sem byggist þá á því að menn setjist saman yfir viðfangsefnið og leiti lausna. Okkar reynsla er sú að það hafi oft skilað góðum og raunhæfum tillögum sem gengið hafa eftir, segir Grétar Þorsteinsson forseti ASÍ.(mbl.is)
Eðlilegt er,að ASÍ hafi áhyggjur af efnahagsástandinu.Forsendur kjarasamninga eru brostnar og ríkisstjórnin gerir ekkert til þess að hamla gegn verðbólgunni.Gjaldskrárhækkanir eru miklar en stöðva mætti slíkar hækkanir.Kjör launþega versna nú stöðugt vegna verðbólgunnar.Það verður strax að gera einhverjar ráðstafanir.Það þolir enga bið.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 27. ágúst 2008
Orður og titlar,úrelt þing
Forseti Íslands hefur ákveðið að sæma alla liðsmenn handboltaliðsins,íslenska,fálkaorðunni og fyrirliðann stórriddarakrossi.Er þetta ekki of í lagt? Er ekki nóg að taka myndarlega á móti liðinu við heimkomuna eins og um þjóðhátíð sé að ræða og gefa Handknattleikssambandinu 50 millj. kr.Það eitt að íslenska liðið skyldi fá silfurverðlaun á Olympíuleikunum og lenda í 2.sæti er mikill heiður fyrir liðið og íslenska þjóðin er mjög stolt af frammistöðu liðsins. En ef fara á út á þá braut að sæma alla íþróttamenn sem skara fram úr heiðursmerki er nokkuð langt gengið. Íslenskir íþróttamenn hafa áður komist á verðlaunapall án þess að fá fálkaorðuna,t.d. á olympíuleikum fatlaðra. Íslenskir kvikmyndagerðarmenn hafa einnig skarað fram úr á erlendum vettvangi og hlotið fyrstu verðlaun á kvikmyndahátíðum. Íslenskir tónlistarmenn hafa einnig gert það gott á erlendum vettvangi svo og íslenskir rithöfundar.Eiga allir að fá fálkaorðuna? Þetta er komið út í öfgar. Annað hvort er að láta strangar reglur gilda um orðuveitingar eða að leggja orðuveitingar niður.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 27. ágúst 2008
Ríkisstjórnin verður að taka í taumana
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir svo m.a.:
Eitt brýnasta verkefni nýrrar ríkisstjórnar er að tryggja stöðugleika í efnahagslífinu í þágu heimila og atvinnulífs. Markmið hagstjórnarinnar er að tryggja lága verðbólgu, lágt vaxtastig, betra jafnvægi í utanríkisviðskiptum, jafnan og öflugan hagvöxt og áframhaldandi trausta stöðu ríkissjóðs.
Því miður hefur ekki tekist að tryggja lága verðbólgu og lágt vaxtastig. Ríkisstjórnin treystir á, að ástandið lagist af sjálfu sér, eða að markaðurinn lagi ástandið. En það er ekki unnt að treysta á það. Ríkisstjórnin verður að gripa inn í og " beita handafli". Þetta gerði mesta auðvaldskerfi heimsins Bandaríkin,miðstöð hins frjálsa markaðar. Ísland verður einnig að taka í taumana. Við getum ekki látið verðbólguna æða áfram lengur og ekki gengur að láta vextina haldast áfram í hæstu hæðum. Þeir verða að lækka.Ríkisstjórnin getu gert margt til þess að lækka verðbólguna.Hún getur lækkað bensíngjaldið,lækkað tolla af innfluttum landbúnðarvörum o.fl.o.fl.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 27. ágúst 2008
Heildareignir lífeyrissjóðanna 1700 milljarðar
Hrein raunávöxtun lífeyrissjóðanna, þ.e. ávöxtun umfram verðbólgu, lækkaði töluvert á milli ára og var um 0,5% á árinu 2007 samanborið við um 10% árið 2006. Um 13% aukning var hins vegar á eigum lífeyrissjóðanna á milli ára og námu heildareignir þeirra tæplega 1700 milljörðum króna samanborið við um 1500 í árslok 2006. Samsvarar þetta um 7% raunaukningu miðað við vísitölu neysluverðs.
Þetta kemur fram í skýrslu Fjármálaeftirlitsins um ársreikninga lífeyrissjóða fyrir árið 2007. Í árslok 2007 voru 37 starfandi lífeyrissjóðir samanborið við 41 árið 2006. Sú fækkun er tilkomin vegna sameininga sjóðanna og er talið að sú þróun muni halda áfram. Á sama tíma hafa sjóðirnir verið að stækka og eflast og eru 10 stærstu lífeyrissjóðirnir með um 80% af heildareignum lífeyriskerfisins.
Iðgjöld lífeyrissjóðanna hækkuðu um 52% á milli ára eða úr 96 milljörðum króna í árslok 2006 í tæplega 146 milljarða króna í árslok 2007. Meginástæða þessarar miklu hækkunar er talin vera vegna hækkunar lágmarksiðgjalda til lífeyrissjóðanna úr 10% í 12%, sbr. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 129/1997, sem tók gildi 1. janúar 2007. Útgreiddur lífeyrir var 40 milljarðar árið 2006 en var rúmlega 46 milljarðar árið 2007.
Séreignarsparnaður í vörslu lífeyrissjóða og annarra vörsluaðila á árinu 2007 jókst um 20% og nam 238 milljörðum króna samanborið við 198 milljarða í árslok 2006. Séreignarsparnaður í heild nam um 14% af heildareignum lífeyriskerfisins í árslok 2007. Iðgjöld til séreignarlífeyrissparnaðar hækkuðu úr 25,7 milljörðum króna í 32,6 milljarðar króna á árinu 2007, eða um 27%.(mbl.is)
Þetta eru gífurlegir fjármunir sem eru í lífeyrissjóðunum.Öðru hverju heyrast raddir um að nota eigi eitthvað af þessum peningum í annað en lífeyrisgreiðslur t.d. til bygginga elliheimila. en fara verður varlega í það.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Hrein raunávöxtun lífeyrissjóða lækkaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 27. ágúst 2008
Verðbólgan æðir áfram.Komin í 14,5%!
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,9% í ágúst frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkaði einnig um 0,9% frá júlí. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 14,5% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 14,6%. Verðbólgan hefur ekki mælst jafn mikil í 18 ár eða frá júlí 1990 er hún var 15,5%. Er þetta minni hækkun vísitölunnar heldur en greiningardeildir bankanna spáðu en spá þeirra hljóðaði upp á 1-1,1% hækkun á milli mánaða.
Greiningardeildir Kaupþings og Glitnis spáðu 1,1% hækkun vísitölu neysluverðs í ágúst en greiningardeild Landsbankans spáði 1% hækkun vísitölunnar.
Samkvæmt frétt á vef Hagstofu Íslands lækkaði verð á bensíni og olíum um 3,9% (vísitöluáhrif -0,2%) en verð á mat og drykkjarvörum hækkaði um 1,8% (0,23%). Sumarútsölum er að ljúka og hækkaði verð á fötum og skóm um 4,7% (0,19%).
Kostnaður vegna eigin húsnæðis lækkaði um 0,3% (-0,06%). Þar af voru áhrif af lækkun markaðsverðs -0,11% en áhrif af hækkun raunvaxta voru 0,05%. Þá hækkaði verð á efni til viðhalds húsnæðis um 6,3% (0,25%).
Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,8% sem jafngildir 11,5% verðbólgu á ári (10,9% fyrir vísitöluna án húsnæðis).
Greiningardeild Landsbankans telur að 12 mánaða verðbólga nái hámarki í ágúst en að hratt dragi úr verðhækkunum þegar útsölulok eru gengin yfir og krónan hefur brotist úr gengislækkunarfasa síðustu mánaða. Greiningardeildin á von á því að verðbólga mælist 12% frá upphafi til loka þessa árs.
Greining Glitnis á von á því í september að vísitala neysluverðs hækki hraustlega á milli mánaða en á þó von á að árshækkun vísitölunnar taki að minnka lítillega milli mánaða og að verðbólgan verði ríflega 12% í upphafi næsta árs.
Greiningardeild Kaupþings telur að gera megi ráð fyrir að vísitala neysluverðs hækki áfram næstu þrjá mánuði en ef gengi krónunnar staðnæmist mun töluvert hægja á verðbólgunni í framhaldinu.(mbl.is)
Hin mikla verðbóla er nú orðin öllum mikið áhyggjuefni.Hækkun verðbólgunnar hækkar greiðslur af lánum og veldur því fólki mikilli kjaraskerðingu af þeim sökum og vegna mikillar hækkunar á vöruverði. Ríkisstjórnin getur ekki lengur setið aðgerðarlaus. Hún verður að gera ráðstafanir gegn verðbólgunni. Það þýðir ekki lengur að segja að hún fari að lækka. Hún gerir það ekki,.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Verðbólgan 14,5% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 27. ágúst 2008
Kínaferðir ráðherra kostuðu 5 millj.kr. Bruðlað með skattpeningana
Fréttablaðið skýrir frá því í dag,að ferðir menntamálaráðherra á olympíuleikana í Kína hafi kostað 5 millj. kr. Ráðherrann fór 2 ferðir á leikana ásam eiginmanni og ráðuneytisstjóra. Með ráðuneytisstjóranum var eiginkona hans í fyrri ferðinni en ekki þeirri seinni.Hér er um algert bruðl að ræða. Það má ef til vill réttlæta það, að ráðherrann hafi farið í fyrri ferðina til Kína þó það sé mikil spurning vegna mannréttindabrota Kínverja. En hún hefði alls ekki átt að fara seinni ferðina. Og auk þess var alger óþarfi að ráðuneytisstjórinn færi einnig.Þetta var ekki erfið embættisferð. Þetta var í raun skemmtiferð eða skemmtiferðir. Þá má geta þess,að sú sérkennilega regla gildir um ferðir ráðherra til útlanda,að þeir fá greiddan allan hótelkostnað og jafnvel meiri kostnað en auk þess dagpeninga sem venjulegt fólk fær fyrir hótelkostnaði og öðrum kostnaði. Spurningin er því sú hvað ráðherrar eiga að gera við dagpeningana.Þetta er algert bruðl.
Björgvin Guðmundsson