Föstudagur, 29. ágúst 2008
Hefur Geir lausn á efnahagsmálunum?
Stutt haustþing hefst á Alþingi klukkan 13:30 á þriðjudag en gert er ráð fyrir að það standi í hálfan mánuð. Samkvæmt dagskrá, sem birt hefur verið á vef Alþingis er eina málið, sem rætt verður á mánudag, skýrsla forsætisráðherra um efnahagsmál.
Nýtt þing verður síðan sett í byrjun október og þá verður að venju lagt fram fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár.(mbl.is)
Ríkisstjórnin hefur sætt harðri gagnrýni að undanförnu fyrir aðgerðarleysi í efnahagsmálum. ASÍ segir,að það sé ekkert samráð um efnahagsmálin.þá sjaldan fundur er haldinn er hann haldinn fyrir sjónvarpsmyndavélarnar en það gerist ekkert.Það er sama hljóð í fleiri aðilum vinnumarkaðarins og VG.Spurningin er sú hvort Geir verði með einhverja patentlausn upp í erminni þegar hann gefur alþingi skýrslu um efnahagsmálin eftir helgi.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Geir flytur skýrslu um efnahagsmál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 29. ágúst 2008
Ráðin forstjóri Landspítala
Hulda Gunnlaugsdóttir, nýr forstjóri Landspítala, kemur til starfa 10. október en hún mun nota næstu vikur til að ganga frá starfslokum sínum sem forstjóri Aker háskólasjúkrahússins í Osló. Þetta kom fram á blaðamannafundi þar sem Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, kynnti ráðningu Huldu.
Björn Zoega mun gegna starfi forstjóra Landspítala frá 1. september til 10. október. Frá og með 10. október verður Björn framkvæmdastjóri lækninga og mun jafnframt gegna hlutverki staðgengils forstjóra.
Hulda Gunnlaugsdóttir hefur verið forstjóri Aker háskólasjúkrahússins frá árinu 2005. Velta spítalans er um 3 milljarðar norskra króna eða um 45 milljarðar íslenskra króna og starfsmenn ríflega 4.100.(mbl.is)
Ég fagna því,að fagmaður skuli ráðinn forstjóri LHS.Það hefði verið freistandi fyrir Guðlaug Þór heilbrigðisráðherra að ráða einhvern flokksgæðing en hann stóðst þá freistingu og réði konu,sem hefur mikla reynslu af rekstri sjúkrastofnana í Noregi.Hulda,nýi forstjórin, hefur stjórnunarnám og hjúkrunarfræði sem bakgrunn menntunar og rekstur spítala í Noregi sem reynslu. Betra verður ekki á kosið.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Nýr forstjóri LSH til starfa 10. október |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 29. ágúst 2008
Neysluútgjöld komin í 250 þús.á mánuði hjá einhleypingum
Hagtofan birti í desember sl. niðurstöðu neyslukönnunar,sem sýndi meðaltals neysluútgjöld heimilanna í landinu.Samkvæmt þeirri könnun námu meðaltals neysluúgjöld einhleypinga 226 þús. á mánuði. Þetta er fyrir utan skatta.Frá því þessar tölur voru birtar hefur vísitala neysluverðs hækkað um 11%.Miðað við það eru meðaltals neysluútgjöld einhleypinga nú komin í 250 þús kr. á mánuði.Til þess að hafa einnig fyrir sköttum þarf nokkuð yfir 300 þús. á mán. í tekjur.
Á sama tíma og neysluútgjöldin eru 250 þús. á mánuði ( skattar ekki með) er lífeyrir eldri borgara frá Tryggingastofnun 136 þús. á mánuði fyrir skatta.( ekki tekið tillit til uppbótar á eftirlaun,sem skerðir lífeyri frá TR).Það vantar því 114 þús. á mánuði til þess að lífeyrir aldraðra dugi fyrir meðaltals neysluútgjöldum samkvæmt könnun Hagstofu Íslands.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 29. ágúst 2008
Er kalda striðið að blossa upp á ný?
Stjórnvöld í Georgíu hafa ákveðið að slíta stjórnmálasambandi við Rússland vegna viðurkenningar stjórnvalda í Moskvu á sjálfstæði héraðanna Abkhasíu og Suður-Ossetíu. Grigol Vashadze, aðstoðarutanríkisráðherra Georgíu, greindi frá þessu í dag.
Rússar viðurkenndu sjálfstæði héraðanna á þriðjudaginn og daginn eftir ákváðu stjórnvöld í Georgíu að kalla heim alla sendiráðsmenn landsins í Moskvu, nema tvo. Georgíska þingið samþykkti svo í gær einróma ályktun þar sem stjórnvöld voru hvött til að slíta stjórnmálasambandi við Rússa.
Fréttastofa Reuters hafði í dag eftir fulltrúa rússneska utanríkisráðuneytisins að rússneska sendiráðinu í Tiblisi yrði brátt lokað.( mbl.is)
Þeir alvarlegu árekstrar,sem átt hafa sér stað milli Rússlands og Georgíu hafa nú leitt til stjórnmálaslita milli ríkjanna.Rússar fóru mjög harkalega að þegar þeir réðust inn í Georgíu og áttu orðið skammt til Tiblisi.Viðurkenning Rússa á sjálfstæði tveggja héraða sem tilheyra Georgíu hafa farið mjög fyrir brjóstið á ráðamönnum Georgíu. Átökin milli þessara tveggja ríkja hafa síðan valdið auknum átökum milli Rússa og Bandaríkjanna. Er nú mikil hætta á nýju köldu stríði.Það yrði mikill skaði ef það skylli á.
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 29. ágúst 2008
Þingmenn á gráu svæði
Tveir þingmenn,Jón Magnússon,Frjálslyndum,og Arnbjörg Sveinsdóttir,Sjálfstæðisflokki,tókust
á í kastljósi RUV í gærkveldi.Þau ræddu m.a. fund Samgöngunefndar alþingis í síðustu viku og gistingu á Hótel Kríunesi ,við Elliðavatn, í tengslum við fundinn. En það hefur verið gagnrýnt,að þingmennirnir skuli hafa gist á hóteli á höfuðborgarsvæðinu á kostnað alþingis í stað þess að gista heima hjá sér og spara skattgreiðendum hótelkostnaðinn o.fl. útgjöld. Arnbjörg taldi ekkert athugavert við þetta en Jón sló úr og í. Hins vegar gagnrýndi hann menntamálaráðherra harðlega fyrir að eyða 5 millj. í ferðir á olympíuleikana.
Fram hefur komið,að samgöngunefnd hafi í sl. viku skoðað samgöngumannvirki á höfuðborgarsvæðinu og haldið fundi á Hótel Kríunesi.Tíminn hafi nýtst vel með því að gista á hótelinu.Ég tel þetta mjög hæpið.Hér er gáleysislega farið með fjármuni ríkisins. Það hefði mátt spara fjármuni með því að láta þingmennina gista heima hjá sér.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 29. ágúst 2008
Ístak ætlar að segja upp 300 manns
Verktakafélagið Ístak hefur sent Vinnumálastofnun tilkynningu um að til standi að segja upp um 300 starfsmönnum vegna samdráttar í verkefnum. Loftur Árnason, forstjóri Ístaks, segir að ekkert liggi enn fyrir um hverjum verði sagt upp.
Hann sagði, að ef til þess kæmi að erlendum starfsmönnum yrði sagt upp myndi félagið standa við skuldbindingar sínar gagnvart þeim og greiða fyrir ferð þeirra til síns heima.
Tilkynna þarf hópuppsagnir til Vinnumálstofnunar með góðum fyrirvara. Við ákváðum því að gera það núna, segir Loftur.
Uppsagnirnar taka gildi 31. október n.k en uppsagnarbréfin hafa ekki verið send út. Flestir starfsmenn fyrirtækisins eru á mánaðaruppsagnarfresti en sumir eru með skemmri frest. Búist er við að starfsmenn fái uppsagnarbréfin í hendurnar fyrir 1. október. (mbl.is)
Samdátturinn í islensku efnahagslífi segir nú til sín. Þessar yfirvofandi uppsagnir eru þær mestu
á þessu ári. En talið er að í haust og í vetur þrengi verulega að og mikið bætist við af uppsögnum. Ríkisstjórnin verður að gera einhverjar ráðstafanir til þess að auka atvinnu og draga úr atvinnuleysinu.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Ekki liggur fyrir hverjum verður sagt upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 29. ágúst 2008
Vöruskiptahalli í júlí
Í júlímánuði voru fluttar út vörur fyrir 34,1 milljarð króna og inn fyrir 51,6 milljarða króna fob (55,8 milljarða króna cif). Vöruskiptin í júlí, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 17,5 milljarða króna. Í júlí 2007 voru vöruskiptin óhagstæð um 15,6 milljarða króna á sama gengi.
Fyrstu sjö mánuðina 2008 voru fluttar út vörur fyrir 241 milljarð króna en inn fyrir 282,8 milljarða króna fob (307,1 milljarð króna cif). Halli var á vöruskiptunum við útlönd, reiknað á fob verðmæti, sem nam 41,9 milljörðum en á sama tíma árið áður voru þau óhagstæð um 65,0 milljarða á sama gengi. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 23,1 milljarði króna hagstæðari en á sama tíma árið áður, að því er fram kemur á vef Hagstofu Íslands.
i
Fyrstu sjö mánuði ársins 2008 var verðmæti vöruútflutnings 27,8 milljörðum eða 13,0% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Iðnaðarvörur voru 50,4% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 44,8% meira en árið áður. Sjávarafurðir voru 37,0% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 5,7% minna en á sama tíma árið áður. Mest aukning var í útflutningi á áli en á móti kom samdráttur í útflutningi sjávarafurða, aðallega frystra flaka og í útflutningi skipa og flugvéla.
Fyrstu sjö mánuði ársins 2008 var verðmæti vöruinnflutnings 4,7 milljörðum eða 1,7% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Mest aukning varð í innflutningi á hrá- og rekstrarvörum og á eldsneyti og smurolíum en á móti kom samdráttur í innflutningi á fjárfestingarvöru og flutningatækjum, aðallega flugvélum.(mbl.is)
Samkvæmt þesssum tölum gengur hægt að koma á jafnvægi í vöruskiptum okkar við útlönd. Halli vöruskiptum við útlönd nam 42 milljörðum fyrstu 7 mánuði ársins. Þrátt fyriir gengislækkun og hátt eldneytisverð flytja Íslendingar meira inn en út. Það er eins og venjuleg efnahagslögmál gildi ekki á Íslandi.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Aukinn vöruskiptahalli í júlí |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 29. ágúst 2008
Obama orðinn forsetaefni demokrata
Barack Obama, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, tók formlega við útnefningu sem forsetaefni flokksins á landsþingi í Denver í Colorado í nótt.
Obama ávarpaði um 75.000 stuðningsmenn og hét því í ræðu sinni að hann myndi snúa við niðursveiflu í bandarískum efnahagsmálum verði hann kjörinn næsti forseti Bandaríkjanna.
Ennfremur lofaði hann að bæta ímynd Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi og fullyrti að hann myndi kalla bandaríska hermenn heim frá Írak verði hann kjörinn.
Þá gagnrýndi Obama ríkisstjórn George W. Bush, forseta, og keppinaut sinn John McCain, frambjóðanda Repúblikanaflokksins. Sagði hann McCain ekki hafa náð tengslum við hinn venjulega Bandaríkjamann, og að hann hafi ekki lagt nóga áherslu á efnahagsmál, heilbrigðismál, og menntun.
Obama er fyrsti blökkumaðurinn sem hlýtur útnefningu sem forsetaframbjóðandi annars stóru flokkanna í Bandaríkjunum.(mbl.is)
Ræða Obama var mjög sterk. Hann lagði mikla áherslu á jafnrétti og lofaði að veita öllum jöfn tækifæri.Mc.Cain hefur verið að leggja áherslu á að Obama væri ekki tilbúinn til þess að taka við forsetaembættinu,hann skorti reynslu.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Obama fellst á útnefningu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |