Laugardagur, 30. ágúst 2008
Afnema verður sérréttindi æðstu embættismanna til eftirlauna
Lítið hefur gerst í sumar varðandi eftirlaunamálið,þ.e. afnám sérréttinda æðstu embættismanna og þingmanna til eftirlauna. Ákveðið var sl. vor að nota sumarið til þess að ná samkomulagi milli allra flokka um málið.En það hefir ekki orðið. Fulltrúar flokkanna hafa hittst en ekkert hefur gerst.Það gekk betur að koma eftirlaunaósómanum á. Það tók ekki nema 3 daga.
Samfylkingin lofaði í aðdraganda kosninga að afnema ósómann. Fleiri flokkar hafa lofað að afnema þessi sérréttindi.Ráðherrar,þingmenn og æðstu embættismenn eiga að hafa sams konar eftirlaun og aðrir landsmenn. Þessir aðilar eiga ekki að hafa neitt betri eftirlaun en aðrir.Í þessim efnum á að ríkja jafnrétti. Það verður að afnema eftirlaunaósómann og það duga engin undanbrögð.
Björgvin Guðmundsson'
Laugardagur, 30. ágúst 2008
Þorgerður Katrín vill ráðstafanir gegn atvinnuleysi
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, starfandi forsætisráðherra, segir að ríkisstjórnin muni beita sveigjanlegum stjórntækjum til að berjast gegn því að atvinnuleysi verði með haustinu. Atvinnuleysi sé það versta sem gangi yfir hverja þjóð.
Þorgerður segir að ríkisstjórnin hafi síður en svo verið aðgerðarlaus í efnahagsmálum hingað til. En nú þurfi að bregðast við því að atvinnuleysi kunni að fara að láta á sér kræla.Það sé ekki að ástæðulausu sem íslenska ríkið hafi greitt niður skuldir ríkissjóðs á undanförnum árum. Markvisst hafi verið að safna í forðabúr til að nota þegar þess sé þörf.
Ég fagna þessum ummælum Þorgerðar Katrínar.Ég þykist viss um að ráðherrar Samfylkingarinnar verði á sömu línu. Það ætti því að vera unnt að gera ráðstafanir gegn atvinnuleysi enda þótt líklegt sé,að Seðlabankinn sé því andvígur og margir hagfræðingar.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 30. ágúst 2008
Baráttan fyrir bættum kjörum aldraðra og öryrkja
Mörg undanfarin ár hefi ég haldið úti heimasíðu. Veffangið er www.gudmundsson.net
Þar hefi ég birt allar greinar,sem ég hefi ritað í dagblöð og nokkrar fleiri greinar,sem ég hefi skrifað beint á heimasíðuna.Ég hefi m.a. látið málefni aldraðra og öryrkja mjög til mín taka og hefi skrifað fjölmargar greinar um kjaramál þeirra. Hér fer á eftir yfirlit yfir greinar mínar um þessi mál frá mai 2007 og nokkrar fleiri en þær má sjá á heimasíðu sinni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 30. ágúst 2008
Er Bjarni Ben.framtíðarleiðtogi Sjálfstæðisflokksins?
Það vakti athygli mína,þegar ég hlustaði á þáttinn í vikulokin á RUV í morgun hvað Bjarni Benediktsson,alþingismaður,var skeleggur í tali. Þarna var kominn fram nýr Bjarni Benediktsson.Sá fyrri var mjög hógvær og varkár í tali.En sá nýi,sem birtist í morgun var mjög ákveðinn og skeleggur. Hann svaraði öllum spurningum mjög ákveðið. Það vafðist ekki fyrir honum hver stefnan væri í hverju máli. Hann sagði,að Sjálfstæðisflokkurinn vildi stóriðju og umhverfisvernd. Þetta gæti farið saman. Og hann sagði,að núna væri mikilvægt að nýta orku landsmanna sem mest.Hann gaf til kynna,að það gæti bjargað okkur í efnahagserfiðleikum og hann var ekki í vafa um að við ættum að nýta stóriðju til fulls. Mér fannst sem þarna væri kominn framtíðarleiðtogi Sjálfstæðisflokksins.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 30. ágúst 2008
Foreldrar fá 260 millj. yfir 2 ár til þess að vera heima með börnum sínum
Leikskólaráð Reykjavíkur samþykkti í gær drög að reglum um greiðslur til foreldra sem eru heima með börn sín og nýta ekki leikskóla eða komast ekki að á þeim. Verkefnið var kynnt í meirihluta F-lista og Sjálfstæðisflokks. Þá var framsóknarkonan Fanný Gunnarsdóttir mótfallin greiðslunum. Hún er nú varaformaður ráðsins og samþykkti þær á fundinum í gær.
Kostnaður við verkefnið er 260 milljónir sem dreifist á næstu tvö ár. Það verður tekið til endurskoðunar að ári liðnu.
Fanný segist ekki hafa skipt um skoðun frá því í vor þegar hún var mótfallin tillögunum. Ég var búin að lýsa yfir andstöðu við hugmyndina og ég er í prinsippinu ekki manneskja sem skiptir ótt og títt um skoðun. Hitt er að búið var að samþykkja verkefnið og það var einfaldlega komið það langt að það hefði verið ábyrgðarhluti að leggjast gegn því," segir Fanný.
Hún segir allan undirbúning hafa farið fram og því sé erfitt að hætta við. Svo verður maður að spyrja sig hver ábyrgð stjórnmálamanna sé. Þetta tekur gildi nú á mánudaginn og foreldrar hafa eflaust margir hverjir gert ráð fyrir þessari greiðslu í sínum áætlunum. Á þá bara að hætta við með þriggja daga fyrirvara?"
Upphaflega var gert ráð fyrir að einungis foreldrar með börn á biðlistum gætu fengið heimgreiðslurnar. Nú hafa foreldrar val um greiðslurnar fram til 24 mánaða aldurs barns, óháð biðlistum.
Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, fulltrúi Samfylkingar í leikskólaráði, segir heimgreiðslurnar vera gríðarlega afturför í jafnréttismálum. Reynsla Norðmanna sýnir að þetta eru kvennagildrur. Vandinn er mikill og við viljum leysa hann á ábyrgan hátt til frambúðar. Hraða uppbyggingunni, lækka leikskólaldur og lengja fæðingarorlofið til dæmis," segir Bryndís.
Hún segir nær að nýta 260 milljónirnar í uppbyggingu í leikskólamálum. Þarna fara gríðarlega miklir peningar til margra og nær væri að byggja upp leikskólana, fjölga starfsfólki og bæta þjónustuna."( ´visir.is)
Ég er hlynntur heimagreiðslum til forseldra sem vilja vera heima með börn sín. Ég tel,að forseldrar eigi að ráða því hvort þeir senda börn sín í leikskóla til þess að báðir foreldrar geti verið utan heimilis að vinna eða hvort þeir kjósa að vera heima,t.d. annað forseldrið til þess að sinna börnum sínum .Raunar tel ég æskilegt,að annað forseldrið sé heima með barni eða börnium meðan þau eru ung.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 30. ágúst 2008
Ætlar þingið ekkert að gera?
Alþingi kemur saman eftir helgi til stutts haustþings.Almenningur mænir til þingsins í trausti þess,að það geri eitthvað í efnahagsmálunum. Geir H. Haarde mun flytja þar skýrslu um efnahagsmálin. Hætt er við að þar verði aðeins greint frá því sem þegar hefur verið gert og hvers vegna ríkisstjórnin hafi ekki gert meira.Margir hagfræðingar telja best,að gera ekki neitt. Markaðurinn muni sjá um leiðréttingar. Það þýðir,að skerða eigi áfram lífskjörin og draga úr framkvæmdum með hæfilegu atvinnuleysi.Það er vitað að sumir hagfræðingar telja hæfilegt atvinnuleysi ágætt fyrir efnahagsmálin. Jafnaðarmenn eru ekki sammála þessu. Þeir vilja,að ríkisvaldið taki í taumana,þegar ástandið er eins og það er nú. Þeir vilja,að framkvæmdir séu auknar til þess að auka atvinnu og ráðstafanir gerðar til þess að draga úr verðbólgu. Jafnvel Bandaríkin,háborg kapitalismans,hefur látið ríkisvaldið skerast í leikinn að undanförnu. En ég er því miður hræddur um að hér geri alþingi ekki neitt og ríkisstjórnin ekki heldur.
Björgvin Guðmundsson
Laugardagur, 30. ágúst 2008
Pólverjarnir hverfa aftur heim
Sífellt fleiri Pólverjar leita nú á pólsku ræðismannsskrifstofuna á Íslandi eftir ráðleggingum og oftar en ekki aðstoð við að komast aftur heim til Póllands. Michal Sikorski ræðismaður segir að síðustu tvo mánuði hafi málum sem koma inn á borð til hans fjölgað gríðarlega.
Mikill meirihluti þeirra Pólverja sem hingað hafa komið síðustu ár er hér aðeins tímabundið til þess að vinna. Sikorski segir marga þeirra á heimleið nú fyrr en þeir höfðu áætlað vegna breytinga á vinnumarkaði. Þá hafi jafnvel Pólverjar sem fest hafi rætur á Íslandi ákveðið að snúa aftur heim í ljósi breyttra aðstæðna.
Til mín hefur komið fólk sem hefur búið hér í 7-8 ár, er í góðri stöðu og talar reiprennandi íslensku. Þau segja það ekki þess virði lengur að vera um kyrrt, fyrir nokkrum árum hafi þau getað unnið sér inn fimm- eða sexfalt hærri laun en í Póllandi en nú eru þau aðeins tvöfalt hærri. Pólskur efnahagur hefur styrkst mjög en þar er enn mun ódýrara að lifa en hér. Þá finnst þeim ekki þess virði lengur að búa víðsfjarri ættingjum og vinum, segir Sikorski. (mbl.is)
Þetta kemur ekki á óvart. Vitað var,að flestir Pólverjanna,sem hér væri í vinnu,væru hér aðeins tímabundið.En nú hefur atvinna aukist í Póllandi og kaupið hækkað þar einnig. Munurinn er ekki eins mikill og áður. Auk þess er fjöldi Pólverja,sem hér vinnur,sem sendir reglulega peninga til Póllands og gengisfall krónunnar hefur bitnað illa á þeim.Þetta er aðeins enn eitt einkenni samdráttarins í ísl. efnahagslífi.
Björgvin Guðmundsson
Laugardagur, 30. ágúst 2008
Sterkur leikur hjá McCain að velja unga og glæsilega konu
Óhætt er að segja að John McCain hafi komið með allóvænt útspil þegar hann lét berast út að að Sarah Palin, ríkisstjóri í Alaska, yrði varaforsetaefni sitt í forsetakosningunum í nóvember. Ýmsir hafa vafalaust spurt í forundran: Hver er Sarah Palin? og víst er að þeir sem reyndu fyrst eftir að fréttin barst út að heimsækja opinbera vefsíðu hennar urðu lítils vísari - hún hafði einfaldlega lagst á hliðina, slík hefur ásóknin verið.
Engu að síður má sjá á netinu að einhverjir hafa orðað þann möguleika að sniðugt gæti verið fyrir McCain að leita til þessarar stórhuggulegu og bráðrösku fimm barna móður sem stýrir þessu nyrsta ríki Bandaríkjanna og er yfirleitt ekki mikið til umræðu á þeim slóðum þar sem menn véla um völdin.
Þannig getur stjórnmálaskýrandinn, Jack Kelly, strax 4. júní sl, þess á netsíðunni Real Clear Politics að þegar leitað sé að varaforsetaefni eigi þeir sem athyglin beinist að fyrir ýmsa mannkosti, sér líka ýmsar dekkri hliðar sem geti verið tvíbentar þegar út í kosningabaráttuna er komið. Þó sé til eitt mögulegt varaforsetaefni sem eiginlega sé ekkert hægt að setja út á. Og þeir hægrimenn sem til hennar þekkja hafi orðið harla glaðir þegar fréttist að einn helsti aðstoðarmaður McCain, Arthur Culvahouse, hafi einmitt gert sér ferð til Alaska nýverið, því að þeir gangi út frá því að hann hafi eingöngu verið þar til að ræða varaforsetamál við ríkisstjórann, Söruh Palin.
Sarah Louise Heath Palin er 44 ára að aldri, yngsti ríkisstjórinn í tiltölulega skammri sögu ríkisins og jafnframt fyrsta konan til að gegna því embætti. Hún er jafnframt vinsælasti ríkisstjórinn í Bandaríkjunum, þar sem nærri 90% kjósenda lýsa yfir ánægju með hana..
Bakgrunnur Palin er um margt einstakur. Hún fluttist kornung með foreldrum sínum til Wasilla í Alaska þar sem faðir hennar bæði kenndi og þjálfaði í frjálsum íþróttum. Fjölskyldan er mikið íþrótta- og útivistarfólk og sagan segir að feðginin hafi stundum vaknað um miðja nótt til að fara á elgsveiðar áður en skóladagurinn byrjaði og að þau hafi hlaupið reglulega 5 og 10 km. hlaup.
Hún byrjaði í bæjarstjórnarmálum heima fyrir í Wasilla en fór síðan að láta mikið til sín taka innan Repúblikanaflokksins í Alaska. Hún gerðist ákafur andstæðingur hvers kyns spillingar og lausataka í flokksstarfinu og á endanum skilaði það henni í ríkisstjórastólinn fyrir tveimur árum. Þar nýtur hún meiri hylli en nokkur annar ríkisstjóri í Bandaríkjunum, eins og áður er nefnt.
Í Alaska hefur hún reynst aðhaldssöm í ríkisfjármálum, hún er ævifélagi í samtökum bandarískra byssueigenda enda mikil veiðikona, mjög trúuð sem hún ræktar með því að sækja kirkju reglulega og því harður andstæðingur fóstureyðinga. Þá var elsti sonur hennar, Ted sem er 18 ára, nýverið að skrá sig í herinn, og ekki fer það síður vel í hægra liðið sem aldrei hefur treyst McCain fullkomlega.
Sarah Palin hefur að minnsta kosti hitt einn Íslending svo vitað sé. Það er Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. Þau hittust þegar Ólafur tók við umhverfisverðlaunum Norðurslóða sl. haust og hélt þá einmitt ræðu á fjölmennri alþjóðlegri ráðstefnu ásamt Söruh Palin ríkisstjóra Alaska, jafnframt sem hann átti fund með ýmsum áhrifamönnum Alaskaríkis um jarðhitanýtingu. Ekki er ólíklegt að Palin hafi verið þar í hópi.(mbl.is)
Ég tel,að það hafi verið sterkur leikur hjá McCain að velja unga og glæsilega konu sem varaforsetaefni sitt. Honum hefur helst verið fundið það til foráttu,að hann væri nokkuð við aldur. Hins vegar er viðurkennt að hann er mikill reynslubolti. Sarah mun nú bæta Mc.Cain upp og einnig verða gott mótvægi gegn Obama sem er ungur og glæsilegur frambjóðandi en skortir ef til vill reynslu. Kosningarnar verða örugglega mjög spennandi.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 30. ágúst 2008
Ikea hækkar vöruverð hressilega
Vörur Ikea hækka um 20% að jafnaði með nýjum vörulista verslunarinnar sem út kom í mánuðinum. Vörur hækka þó mjög mismikið og að sögn Þórarins H. Ævarssonar, framkvæmdastjóra Ikea, lækka sumar meðan aðrar hækka mikið og draga meðalhækkunina þannig upp.
Okkar verðmyndun ræðst að stóru leyti af innkaupsverðinu sem við fáum hjá Ikea úti [...] og gengið er stór vinkill í þessu þar sem við seljum í krónum en kaupum allt í evrum, segir Þórarinn. Einnig hafi blessuð verðbólgan sitt að segja.(mbl.is)
Þegar gengi krónunnar fór að lækka vakti það athygli,að IKEA hélt vöruverði sínu óbreyttu. Fékk verslunin mikið hrós fyrir.En nú hækkar IKEA hressilega.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Ikea hækkar verð um fimmtung að meðaltali |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |