Erlend blöð róast við uppgjör bankanna

 

Breska viðskiptablaði Financial Times fjallar í dag um árshlutauppgjör íslensku bankana og segir þau sýna, að ekki sé ástæða til að óttast kerfisbundna fjármálakreppu á Íslandi. Uppgjörin sýni raunar að alþjóðleg efnahagsniðursveifa hafi haft sín áhrif á afkomu bankanna en þó ekki afgerandi. 

Blaðið segir, að óttast hafi verið að íslensku bankarnir myndu lenda í erfiðleikum vegna þess að alþjóðleg lausafjárkreppa hefur gert það að verkum að lánsfé er orðið mun dýrara en áður. Þetta kynni að koma sérstaklega illa við íslensku bankana vegna þess að þeir hefðu aðalleg fjármagnað hraða og alþjóðlega útrás sína með erlendu lánsfé.

Þessar áhyggjur hafi síðan leitt til þess, að skuldatryggingarálag íslensku bankanna hefur hækkað verulega að undanförnu og var komið yfir 1000 punkta. 

Financial Times segir að uppgjör bankanna fyrir annan ársfjórðung bendi hins vegar ekki til þess að hrun sé yfirvofandi. Þvert á móti sýni þau að bankarnir hafi brugðist við breyttri stöðu með ýmsum hætti, m.a. að auka áherslu á innlán.

Vísbendingar séu þó um að lánasafn bankanna sé að hrörna og greiðslur á afskriftarreikninga hafi aukist. Hins vegar sé eiginfjárhlutfall bankanna áfram hátt og lausafjárstaðan góð og þeir séu búnir að tryggja sér fjármögnun fyrir næsta ár. (mbl.is)

Það er gott,að erlend viðskiptablöð róast við uppgjör ísl.bankanna. Þau munu þá væntanlega ekki skrifa óhróður um bankana nú eins og áður. Og vonandi lækkar skuldatryggingarálag bankanna nú þegar tiltölulega gott árshlutauppgjör hefur séð dagsins ljós.

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is Uppgjör bankanna slá á áhyggjur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öryrkjum og öldruðum mismunað

Margumrædd  25 þús. kr.,uppbót Á eftirlaun er loks komin en  þetta er raunar ekki nema 9 þús. kr. þegar búið er að skerða þetta   með bótum og sköttum.Öryrkjar  fá þetta ekki .Mér finnst ,að hér sé  öryrkjum ig öldruðum mismunað. Örorku-og ellilífeyrisþegar hafa yfirleitt fylgst að þegar bætur tryggingastofnunar gafa verið ákveðnar. Þess vegna hefði verið eðlilegt að öryrkjar hefðu einnig fengið   þessa uppbót. Þeir eru ekki of vel settir.

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 4. ágúst 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband