Er verið að mismuna eldri borgurum?

Stefán Ólafsson formaður Tryggingaráðs ritar grein á heimsiðu TR og fjallar um velferðarmáin.Ég taldi víst  ,að  þar yrði að finna nýjar upplýsingar um þau mál.En því miður. Þetta voru allt gamlar lummur.Ég varð fyrir vonbrigðum ,þar eð Stefán er í endurskoðunarnefnd almannatryggingalaga,sem skila átti áliti 1.júlí um nýtt framfærsluviðmið lífeyrisþega. En hann sagði ekki eitt einasta orð um það.

Stefán sagði eftirfarandi i greininni:

Afkoma margra núverandi lífeyrisþega er ekki nægilega góð miðað við afkomu vinnandi fólks á Íslandi í dag, auk þess sem tekjur lífeyrisþega drógust aftur úr tekjum vinnandi fólks í góðæri síðasta áratugar.

Þetta er kjarnapunktur og það hefur enn ekkert verið gert til leiðréttingar á þessum atriðum.

Það er ekki nóð að setja falleg orð á blað. Það þarf að framkvæma lagfæringar.Þeir sem halda um stjórnartauma í ríkisstjórn og   í Tryggingastofun verða að lagfæra  það sem er að. Of lagfæringar eiga að vera a jafnréttisgrundvelli. Það er ekki nóg að lagfæra kjör þeirra,sem eru á vinnumarkaði. ÞAÐ

þarf einnig að lagfæra kjör þeirrra,sem ekki geta unnið vegna sjúkdóma og aldurs. Annað er mismunun og brot á jafnræðisregu.

 

Björgvin Guðmundssonn


Geir Haarde: Hagkerfið að jafna sig

Hagkerfið er að laga sig að breyttum aðstæðum, segir Geir H Haarde forsætisráðherra og nefnir hagstæðan vöruskiptajöfnuð sem dæmi um það. Hann segir að það sem ýmsir hafa kallað aðgerðarleysi hafi haft jákvæð áhrif.

Þetta kann að vera rétt hjá Geir.Vöruskiptajöfnuður er hagstæðari en  áður og var með afgangi í júní. Teikn eru einnig á lofti um að verðbólgan fari að réna. En það er ekki nóg, Atvinnuástandið er mjög slæmt og staða margra fyrirtækja erfið.Það er líklegt,að ríkið verði að gera einhverjar ráðstafanir til þess að auka atvinnu.

 

Björgvin Guðmundsson


Hátíð verslunarmannahelgar fór vel fram

Umferðin um verslunarmannahelgina gekk stóráfallalaust fyrir sig. Umferðarráð segir að ökumenn hafi betri skilning á öryggistækjum en áður og eins létti stórar umferðarhelgar í júlí af ákveðnum þrýstingi.

Sigurður Helgason hjá Umferðarstofu sagði menn ekki geta verið annað en ánægða með helgina.

„Þetta gekk bara vonum framar. Engin alvarleg slys. Auðvitað er alltaf eitthvað um hraðakstur en lögreglan sinnti sínum verkefnum með miklum sóma,“ segir Sigurður.

Hann segir að ýmislegt stuðli að því að banaslys séu ekki eins tíð og áður. Þekking á notkun öryggisbúnaðar hafi aukist og sömuleiðis skilningur á nauðsyn hans. Þetta sé öryggisbúnaður eins og öryggisbelti og viðeigandi búnaður fyrir börnin. Þetta skipti sköpum.

Að mati Sigurðar eru Íslendingar yfirleitt ágætis ökumenn og að tekist hefði að koma á hugarfarsbreytingu hjá fólki. Því óaði meira við slysum en áður og orsökin væri sennilega sú að fólk fylgdist betur með. Fréttaflutningur væri orðinn þannig að slysin færðust nær fólki og það hefði áhrif.

„Svo dreifist umferðin þessa helgi líka mun meira en áður og í rauninni er hægt að tala um Verslunarmannaviku. Fólk fer fyrr af stað og kemur síðar heim. Það myndast því nánast engir umferðartappar og önnur tengd vandamál,“ segir Sigurður.

Aðrar helgar í júlí eru sömuleiðis orðnar miklar ferðahelgar og taldi Sigurður að það létti líka á ákveðnum þrýstingi og ætti þannig sinn hlut í hversu vel gekk þessa helgi.(mbl.is)

Það er ánægjulegt hvað umferðin gekk vel og útihátíðirnar.Ef vel er að undirbúningi staðið og allir leggja sig fram,er unnt að skemmta sér án  þess að allt fari úr böndunum. Þetta kom vel í ljós á Akureyri,þar sem Margrét Blöndal átti stóran þátt í því,að hátíðahöldin fóru vel fram.

 

Björgvin Guðmundsson 

Fara til baka T

I

mbl.is ,,Getum ekki verið annað en ánægðir"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tónaflóð á Stöð 2

Í gær var Tónaflóð ( Sound of Music ) með Julie Andrews  flutt á Stöð 2.Þetta var mjög skemmtileg sýning. Tónlistin er mjög góð. Það rifjaðist upp fyrir mér,að ég sá þetta verk á sviði á Broadway í New York 1960. Það var hreint ævintýri.

 

Björgvin Guðmundsson


Færri kennara vantar en fyrir ári

Um 40 kennara vantar til starfa við grunnskóla Reykjavíkur, en á svipuðum tíma í fyrra vantaði um 70 kennara. Júlíus Vífill Ingvarsson, formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar, sagði í fréttum Útvarpsins, að nýir kjarasamningar og breyttar aðstæður á vinnumarkaði komi nú grunnskólunum til góða. 

Menntasvið Reykjavíkur mun fá nákvæmari upplýsingar um hversu marga kennara vantar við skólana síðar í vikunni. 

Það er rökrétt afleiðing atvinnuáastandsins,að færri kennara vanti nú en fyriir ári.Einnig hafa verið gerðir nýir kjarasamningqr og kjör kennara bætt. Væntanlega tekst,að manna sem flestar stöður kennara með menntuðum kennurum.

 

 Björgvin Guðmundsson


mbl.is Færri kennara vantar til starfa en oft áður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. ágúst 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband