18 milljarða halli á vöruskiptajöfnuði

Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir júlí 2008 nam útflutningur fob 34,4 milljörðum króna og innflutningur fob 52,6 milljörðum króna. Vöruskiptin í júlí, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 18,2 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum.

Vísbendingar eru um aukinn innflutning á hrávörum og eldsneyti en minni útflutning flugvéla, sjávarafurða og áls í júlí miðað við júní 2008.

 

Það stóð því ekki lengi,að vöruskiptajöfnuður væri hagstæður,aðeins í júní.

 

Björgvin Guðmundsson

i


TR tekur til baka á ný

Eldri borgari hringdi til mín í morgun og sagði,að þegar hann kom úr sumarleyfi hefði beðið til hans  bréf frá Tryggingastofnun um að hann ætti að greiða til baka til  TR. þar eð hann hefði fengið aðeins meira úr lífeyrissjóði en hann hefði gefið upp.Margir segja nú sömu sögu. Þetta er forkastanlegt.Í fyrsta lagi ætti ekki að skerða bætur TR neitt vegna tekna úr lífeyriissjóði.En í öðru lagi finnst mér,að ekki  ætti að skerða þó tekjur úr lífeyrissjóði séu nokkra tugi þúsunda meiri en áætlað var.

 

Björgvin   Guðmundsson


Ferðast í hálft ár um Asíu,Ástralíu og Ameriku

Sonardóttir mín,Dröfn Hilmarsdóttir,er nú í mikilli heimsreisu,nokkurs konar hnattferð um Asíu,Ástralíu og Ameriku.Tekur ferðin hálft ár.Hún fór  fyrst til Indonesíu með viðkomu í Dubai. Í gær var hún

 stödd í Tulamben á norður Balí. Þar ætlar hún og vinkonan að kafa ef tækifæri gefst til. Í gær voru þær í bæ sem heitir Ubud sem er í klukkustundar fjarlægð frá Kuta. Þegar  miklu ferðalagi um Indonesíu er lokið er ferðinni heitið til Ástralíu  og jafnvel til Nýja Sjálands.En að lokum verður mikið ferðalag um Bandaríkin og ferðast þvert yfir landið frá vestur ströndinni til austur standarinnar.

Þetta er mikið og skemmtilegt ferðalag en einnig mjög þroskandi. Dröfn lauk stúdentsprófi sl. vor eftir aðeins 3 ja ára nám og varð semidux  við útskrift.-Lesa má um ferðalag Drafnar á heimasíðu hennar www.dh.is

 

Björgvin Guðmundsson

Björgvin Guðmundsson


Þetta er eins og eitt olíufélag

Olís og Skeljungur hafa fylgt í kjölfar N1 og lækkað bensín hjá sér um krónu og díselolíu um tvær krónur. Bensínið kostar þar nú 166 krónur og 70 aura í sjálfsafgreiðslu og díselolían 183,60 og sextíu. Þá hefur verðið einnig lækkað hjá Egó, ÓB og Orkunni og er verð á bensíni þar rúmar 165 krónur og á díselolíu rúmar 182 krónur.

Það er undarlegt,að stóru olíufélögin 3 skuli alltaf hækka eða lækka í takt.Er engin samkeppni hjá þeim. Ég sé ekki,að það hafi neina þýðingu að hafa frjálsa  verðmyndun hjá olíufélögunum.Það mætti alveg eins  ákveða verðið hjá Samkeppniseftirlitinu. það er forsenda frjálsar verðmyndunar,að það sé frjáls samkeppni milli félaganna en  hún er ekki fyrir hendi hjá olíufélögunum þremur.

 

Björgvin Guðmundsson


Hernám Íslands 1940

Sigurður G. Tómasson  hefur undanfarið lesið úr bók á Útvarpi Sögu um hernám Íslands 1940 og afleiðingar  þess. Er þetta mjög skemmtilegur og fróðlegur lestur.Mér er enn í fersku minni,þegar hermenn Breta stigu á land í Reykjavík  10.mai 1940.Ég átti þá heima á Nýlendugötu,alveg við höfnina.Það var allt krökkt af breskum hermönnum strax um morguninn og fljótlega reistu þeir bragga austast á Nýlendugötu og hlóðu upp sandpokum.Íslendingar voru fegnir því,að það voru Bretar en ekki Þjóðverjar sem hernámu

 Ísland.Ríkisstjórn Íslands mótmælti hernáminu,þar eð Ísland var hlutlaust. Hernámið hafði  mikil áhrif á Ísland. Atvinna jókst mikið í landinu.Hafin var gerð flugvallar í Reykjavík sem fjölmargir fengu vinnu við og kaup verkamanna hækkaði mikið.Íslendingar tóku hernáminu með ró og leiddu það að mestu hjá sér.

 

Björgvin Guðmundsson


Jóhanna: Skerðingar óviðunandi

Jóhanna Sigurðardóttir,félags-og tryggingamálaráðherra, segir í viðtali við Fréttablaðið í dag,að skerðingar á bótum eldri borgara séu óviðunandi.Þetta segir hún í tilefni af viðtali um 25 þús. kr. uppbótina á eftirlaun,sem lækkar í 9 þús. kr. vegna skerðinga og skatta.

Þegar litið er á það litla,sem ríkisstjórnin hefur gert í lífeyrismálum eldri borgara og öryrkja kemur í ljós,að forgangsröð  ríkisstjórnarinnar er mjög skrítin.Það er byrjað á því að bæta kjör þeirra,sem eru á vinnumarkaðnum. En hinir,sem ekki geta unnið  síðustu æviárin eru skildir eftir. Þeir fá ekki sambærilegar kjarabætur og hinir. Ef litið er á eldri borgara kemur í ljós,að byrjað er á að draga úr skerðingu bóta vegna atvinnutekna en ekkert dregið úr skerðingu vegna tekna úr lífeyrissjóði. Ég tel það þó enn mikilvægara.Og það er látið hafa forgang að draga úr skerðingu bóta vegna fjármagnstekna fremur en að afnema skerðingu vegna lífeyristekna. Nú eru fjármagnstekjur allt í einu mikilvægari en tekjur úr lífeyrissjóði!Gott er,að ráðherra telji skerðingar óviðunandi en hvað líður leiðréttingu á lífeyri aldraðra og öryrkja? Hvað líður framfærsluviðmiði lífeyrisþega,sem átti að' vera tilbúið 1.júlí og gera mögulegt að leiðrétta lífeyri aldraðra og öryrkja? Hvað líður leiðréttingu á því,sem haft var af öldruðum 1.feb. sl Á að reyna að gleyma því?

 

Björgvin Guðmundsson


Launþegar verða að fá leiðréttingu strax eftir áramót

Ekkert svigrúm er til að hækka laun á almennum vinnumarkaði um áramót umfram það sem kveðið er um í núgildandi kjarasamningi þrátt fyrir að forsendur samningsins séu brostnar segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, segir mikilvægara fyrir fólk að halda störfum sínum en að fá launahækkanir.

Skrifað var undir kjarasamning fyrir starfsmenn á almennum vinnumarkaði í febrúar en nú liggur fyrir að forsendur samninganna eru löngu brostnar enda mælist verðbólga nú tæplega 14%.

Blekið var varla þornað af samningunum,þegar krónan fór að falla og kauphækkunin rauk út í veður og vind.Þetta var  "plat" kauphækkun sem verkafólk fékk 1.febrúar. Verkalýðshreyfingin hlýtur því að leita leiðréttingar strax eftir áramót,þegar samningar leyfa. Það er ekkert nýtt að atvinnurekendur telji ekki grundvöll fyrir kjarabótum.Og víst verður róðurinn erfiður hjá verkalýðshryfingunni. En það er aðeins tvennt til: Kjarabætur vegna kjaraskerðingar af völdum falls krónunnar eða ákvæði um verðlagsuppbætur sem bæta launþegum jafnóðum alla kjaraskerðingu.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Taka þarf upp hátekjuskatt á ný

Miklar umræður hafa orðið að undanförnu um ofurlaun vissra bankastjóra og forstjóra.Menn velta því fyrir sér hvað unnt sé að gera til þess að sporna gegn slíkri þróun. Það er ekki margt unnt að gera. En eitt er þó mögulegt og það er að taka á ný upp hátekjuskatt. Sá skattur var afnuminn af fyrrverandi ríkisstjórn. Hátekjuskattur var afnuminn en skattur á láglaunafólk aukinn. Nú þarf að snúa við af þeirri braut: Lækka á skatt af þeim lægst launuðu en hækka skatt af hátekjumönnum.

 

Björgvin Guðmundsson


Samkomulag um að hindra skattaflótta

Ísland er aðili að samkomulagi sem Norðurlöndin hafa gert við Ermarsundseyjarnar Jersey og Guernsey í því augnamiði að hindra skattaflótta, en eyjarnar eru kunnar skattaparadísir. Verður samningurinn formlega undirritaður í október.(mbl.is)

Mörg íslensk fyrirtæki hafa látið skrá sig í skattaparadísum erlendis til þess að losna við skattgreiðslur á Íslandi.Það er óþolandi,að íslensk fyrirtæki komi sér þannig undan því að greiða til íslenskrar samfélagsþjónustu.Þess vegna ber að fagna framangreindu samkomulagi.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Ísland aðili að samningi til að hindra skattaflótta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. ágúst 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband