Mikið af jöklabréfum á gjalddaga- veikir krónuna

Gjalddagi margra jöklabréfa er á morgun. Hagfræðingur hjá Greiningardeild Landsbankans telur að fjárfestar framlengi ekki bréfin. Þórólfur Matthíasson, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, telur að það verði til þess að veikja krónuna.

Erlendir fjárfestar hafa keypt mikið af jöklabréfum ( krónubréfum) þar eð vextir hafa verið svo háir hér. Seðlabankinn hefur haldið vöxtum í himinhæðum og þannig stuðlað að því að erlendir fjárfestar hafa keypt mikið af jöklabréfum.Síðan þegar bréfin eru innleyst skapar það mikinn þrýsting á krónuna og veldur lækkun hennar.Hækkun stýrivaxta,sem á að styrkja krónuna getur því einnig af þessum ástæðum veikt hana. 

 

Björgvin Guðmundsson 

 


Samfylkingin með 48% í Reykjavík

Flokkur borgarstjórans í Reykjavík, Ólafs F. Magnússonar, geldur afhroð í nýrri skoðanakönnun um fylgi flokka í Reykjavík, sem Capacent gerði fyrir Stöð 2.

Samkvæmt könnuninni fær flokkur hans aðeins 1,8 prósenta fylgi í Reykjavík. Samfylkingin nærri tvöfaldar fylgi sitt miðað við síðustu kosningar ef marka má könnunina og fær tæplega 48 prósenta fylgi.

Capacent spurði: Ef kosið yrði í dag til borgarstjórnar hvaða lista myndir þú kjósa/eða líklegast kjósa ?

47,8 prósent sögðust myndu kjósa Samfylkinguna.
26,7 prósent Sjálfstæðisflokkinn
21,7 prósent Vinstri græna
2,1 prósent Framsóknarflokkinn
og 1,8 prósent Frjálslynda og óháða.

Ef litið er til síðustu Borgarstjórnarkosninga þá er ljóst að fylgið hefur breyst mikið hjá flokkunum.

Þá kusu:
27,3 prósent Samfylkinguna
42,9 prósent Sjálfstæðisflokkinn
13,5 prósent Vinstri græna
6,3 prósent Framsóknarflokkinn
og 10,1 prósent Frjálslynda og óháða.


Borgarstjórinn í Reykjavík hafði samtals 6.527 atvæði á bakvið sig eftir síðustu kosningar en samkvæmt könnun Capacent hefur hann nú 1.188. Til viðmiðunar má geta þess að um tólf hundruð manns búa við Vesturberg í Reykjavík.

Capacent gerði könnunina dagana 17. júlí til 6. ágúst. Í úrtakinu voru 758 Reykvíkingar á aldrinum 16 til 75 ára. Svarhlutfall var 65,5 prósent. (mbl.is)

Fylgi borgarstjóra hefur hrunið og fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur ekkert aukist við það að Hanna Birna tók við af Vilhjálmi.Ljóst er,að Reykvíkingar eru  óánægðir með stjórn Ólafs F. og íhaldsins á borginni.

 

Björgvin Guðmundsson






Gylfi Arnbjörnsson vill nýja þjóðarsátt

Hefja verður þegar á haustmánuðum víðtækt samráð um að finna lausn á þeirri efnahagslegu ógn sem steðjar að þjóðarbúinu, segir Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands. Að borðinu verði allir að koma, aðilar vinnumarkaðarins og hið opinbera að ógleymdum fjármálastofnunum, ef nást eigi ný þjóðarsátt um að vinna á vandanum.

Langvarandi verðbólga og óstöðugleiki hafði hrjáð íslenska efnahagskerfið þegar viðræður vinnuveitenda, launþega, bændasamtakanna, hins opinbera og fleiri, skiluðu þeim árangri fyrir um 18 árum að til varð hin svonefnda þjóðarsátt, sem tryggði viðunandi stöðugleika næstu árin.

Nú er aftur farið að gefa á bátinn, kaupmáttur rýrnar, verðbólga hækkar, dökkt útlit framundan segir Gylfi Arnbjörnsson. Næstu misseri verði hagkerfið komið í svo mikið ójafnvægi mikil vá sé fyrir dyrum.

Hann segir enga eina aðgerð vera til sem undið geti ofan af ástandinu og leiðrétt það, því sé afar mikilvægt að menn setjist niður í fordómalausa umræðu og að borðinu komi samtök launþega, atvinnulífsins og stjórnvöld.( ruv.is)

Það blæs ekki byrlega fyrir nýrri þjóðarssátt nú.Það getur verið að forustumenn aðila vinnumarkaðarins vilji fá þjóðarsátt en það er ekki  víst,að launþegar séu tilbúnir  í að afsala sér öllum kjarabótum í því skyni. Þeir hafa verið hýrudregnir frá því samningar voru gerðir 1.feb. sl. og þeir vilja fá uppbætur.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Á komandi vetri verða samningar opinberra starfsmanna og nokkurra annarra félaga lausir, þá þarf hin nýja þjóðarsátt að vera orðin að veruleika:

 

 


Áhrif loftslagsbreytinga gætir i náttúru Íslands

Loftslagsbreytinga gætir nú þegar í náttúru Íslands og lífríki. Það má sjá í gróðurfari, fuglalífi og fiskistofnum,“ sagði Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra við S-vefinn í dag eftir kynningu nýrrar skýrslu vísindanefndar um loftslagsbreytinganna á Íslandi, þar sem síðustu tvímæli eru af tekin um veruleg áhrif breytinganna nú þegar og til langrar framtíðar. „Skýrslan rennir styrkari stoðum undir samningsmarkmið ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Við verðum að gera okkar til þess að koma í veg fyrir að það hlýni meira en 2 gráður á þessari öld,“ segir Þórunn og vísar þar til stefnu íslensku ríkisstjórnarinnar fyrir Balí-ráðstefnuna í haust þegar Íslandi var skipað í hóp framsæknustu þjóða, ESB og Noregs meðal annars, en hafði áður setið á skussabekk á alþjóðavettvangi í loftslagsmálum.  

„Skýrslan er unnin af færustu vísindamönnum okkar á þessu sviði. Hún er hinn vísindalegi grunnur sem allt okkar starf og aðgerðir til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda þarf að byggjast á,“ segir umhverfisráðherra, sem skipaði nefndina í fyrrahaust. „Þetta er afar vel unnin og góð skýrsla. Læsileg. Ég hvet alla til þess að kynna sér hana,“ ( Vefur Samfylkingar)

Skýrslan er viðvörun til Íslendinga. Þeir verða að gera ráðstafanir til þess að draga úr útblæstri hér á landi og leggja sitt að mörkum með þjóðum heims til þess að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.

 

Björg vin Guðmundsson

 


Rödd Þjóðhagsstofnunar var kæfð

Þorvaldur Gylfason prófessor skrifar athyglisverða grein í Fréttablaðið í dag um lokun Þjóðhagsstofnunar.Hann segir,að rödd Þjóðhagsstofnunar hafi verið kæft þar eð hún hafi ekki verið stjórnvöldum þóknanleg. Þessi röddþurfi að heyrast á ný. Þorvaldur færir rök fyrir því,að  ástandið í efnahagsmálum væri betra en það er í dag ef Þjóðhagsstofnun væri starfandi. Hún hefðði getað varað við of miklum lántökum erlendis og komið í veg fyrir,að bindiskylda bankanna væri lækkuð.Þorvaldur segir,að Seðlabankinn hafi brugðist.

 

Björgvin Guðmundsson


Vísitala sjávarafurða hefur hækkað um 44,7%

Vísitala framleiðsluverðs í júní 2008 var 153,0 stig  og hækkaði um 3,7% frá maí 2008. Vísitala framleiðsluverðs fyrir sjávarafurðir var 173,3 stig, sem er hækkun um 7,4% (vísitöluáhrif 2,5%) frá fyrri mánuði og vísitala fyrir stóriðju var 195,1 stig, hækkaði um 3,4% (0,8%). Vísitalan fyrir matvæli hækkaði um 0,2% frá maí (0,0%). Vísitala fyrir annan iðnað hækkaði um 1,4% (0,3%).

Vísitala framleiðsluverðs fyrir vörur sem framleiddar voru og seldar innanlands hækkaði um 0,4% (0,1%) milli mánaða en fyrir útfluttar afurðir hækkaði hún um 5,6% (3,6%).

Frá júní 2007 hefur vísitala framleiðsluverðs hækkað um 29,5% og verðvísitala sjávarafurða um 44,7%. Afurðir stóriðju hafa hækkað um 36,1% á sama tíma en matvælaverð hefur hækkað um 14,1%.

Grunnur vísitölu framleiðsluverðs er endurmetinn árlega og frá og með júní 2008 byggir matið á upplýsingum Hagstofu Íslands um söluverðmæti framleiddra vara árin 2006 og 2007.-Framangreindar upplýsingar eru frá Hagstofunni.

Hækkunin á vísitölu sjávarafurða stafar af gengislækkun krónunnar  fyrst og  fremst og hærra verðs fyrir útfluttar sjávarafurðir af þeim sökum en einnig af nokkurri hækkun erlendis. Má segja,að hér sé að finna ávinninginn af gengislækkuninni en  tapið lendir allt á launþegum innan lands sem orðið hafa að taka á sig mikla kjaraskerðingu.

 

 Björgvin Guðmundsson


Olíuhreinsistöð enn á dagskrá

Það er verið að vinna markvisst að málinu ytra þar sem næsti áfangi liggur, en það hefur tekið svolítið lengri tíma en björtustu vonir stóðu til,“ segir Ólafur Egilsson, stjórnarformaður Íslensks hátækniiðnaðar, sem hefur hug á því að reisa olíuhreinsistöð á Vestfjörðum.

Ólafur segir gott hljóð í samstarfsaðilum fyrirtækisins í Rússlandi en að ekki sé hægt að tímasetja hvenær næsta skref verði stigið. Það yrði væntanlega umhverfismat á framkvæmdinni. „Næsta skref yrði væntanlega umhverfismat en af því að þetta er ekki á okkar valdi þá vil ég ekki tímasetja það. Við ýtum á og vonum að þetta gerist sem allra fyrst.Vegna þess að þetta eru það stórir aðilar og málið umfangsmikið þá tekur þetta lengri tíma. Það eru fleiri sem koma að ákvörðuninni og ferlið er svolítið flóknara en við þekkjum hér í okkar þjóðfélagi.“(mbl.is)

Hljótt hefur verið um olíuhreinsistöð að undanförnu en ljóst  er,að málið er enn á dagskrá og unnið að því.Má búast við,að umræður um málið blossi upp hér á landi þegar óskað verður umhverfismats.

Mikil andstaða er við ráðagerðina og telja margir,að umhverfisspjöll geti hlotist af byggingu stöðvarinnar.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Olíuhreinsistöð: Umhverfismat er næsta skref
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lífeyrir aldraðra: Leiðrétta á skerðingar strax

Það hringdi maður í Útvarp Sögu og vitnaði í viðtal við Jóhönnu,félagsmálaráðherra, í Fréttablaðinu í gær. Þar sagði Jóhanna,að hún væri ósátt við miklar skerðingar á tryggingabótum (m.a.skerðingar á 25 þús.kr. uppbótinni á eftirlaun) og að það yrði að leiðrétta þetta fyrir áramót.Maðurinn hneykslaðist á því hvað þessi leiðrétting ætti að taka langan tíma og sagði:Þetta á ekki að taka nema einn dag.Það á að leiðrétta þetta strax.Ég tek undir það. Það á að leiðrétta þessar skerðingar strax.Það á ekkert að skerða þessar 25 þús kr. og það á að setja 100 þús. kr. frítekjumark á mánuði fyrir lífeyrussjóðstekjur  eins og atvinnutekjur.
Björgvin Guðmundsson

Spron sameinast Kaupþingi

Eigendur 80% hlutafjár í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis, SPRON, samþykkti á hluthafafundi í gærkvöld tillögu stjórnar Sparisjóðsins um samruna við Kaupþing banka.

Mikill hiti var á fundinum og báru nokkrir hluthafar stjórnendur þungum sökum, þar á meðal um svik og að hafa beitt hluthafa blekkingum. Guðmundur Hauksson forstjóri SPRON kveðst hafa ákveðið að svara ekki þessum ásökunum.

Guðmundur segir að samþykki samkeppnisyfirvöld samrunann, megi gera ráð fyrir að hann verði að veruleika á haustmánuðum, en til að byrja með verður allt óbreytt:

Óánægja hluthafa á rætur að rekja til ríflega 80% verðfalls sem orðið hefur á hlutabréfum í Sparisjóðnum frá því hann var settur á markað á liðnu hausti. Samkvæmt samrunatilboði Kaupþings er hver hlutur í SPRON metinn á 3 krónur og 83 aura, eða innan við fimmtung upphaflegs gengis.

Spron var til skamms tíma mjög öflugur banki.En eftir að Spron var gert að hlutafélagi og fór  á markað fór að halla undan fæti.80% verðfall á hluabréfum félagsins er mikið hrun. Segja má,að Spron hafi orðið græðgisvæðingunni að bráð.

 

Björgvin Guðmundsson

»


Bloggfærslur 7. ágúst 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband