Laugardagur, 9. ágúst 2008
Eru hátiðahöld samkynhneigðra komin út í öfgar?
Gleðiganga samkynhneigðra er í dag.Það er mikið um að vera hjá þeim og gagnkynhneigðir horfa á eða taka þátt.Þetta er orðin svo voldug ganga,að hún skyggir á hátíðahöldin 17.júní.En hverju er verið að fagna? Er verið að fagna réttindum samkynhneigðra? Sennilega.En mér finnst,að ef til vill séu þessi hátíðahöld komin út í öfgar.Fyrst fóru samkynhneigðir huldu höfði,voru í skápnum eins og sagt var. Það var óeðlilegt ástand og stafaði að miklu leyti af því að samfélagið var ekki búið að viðurkenna samkynhneigð. En eftir að samkynhneigðir komu út úr skápnum vita þeir ekki hvernig þeir eiga að láta. Þeir eru sí og æ að vekja athygli á því að þeir séu hommar eða lesbíur.Geta þeir ekki að einhverju leyti haft kynhneigð sína út af fyrir sig.Það er ef til vill allt í lagi,að þeir hafi hátíðahöld einstaka sinnum en á hverju ári er alltof mikið.
Björgvin Guðmundsson
Laugardagur, 9. ágúst 2008
Reynt að kæfa mótmæli á olympíuleikunum
Ungur námsmaður flaggaði í morgun tíbetskum fána við æfingu rétt áður en keppni í reiðmennsku átti að fara fram á ólympíuleikunum í Peking. Faldi konan fánann undir kanadískum fána. Starfsmenn á keppnisvellinum brugðust skjótt við og huldu fánann og konuna með bláu teppi. Var konunni og fylgdarmanni hennar því næst vísað frá áhorfendasvæðinu en ekki er ljóst hvort þau voru handtekin.
Kínversk yfirvöld banna að tíbetska fánanum sé flaggað á ólympíuleikunum þar sem ekki má flagga fánum þeirra þjóða sem ekki taka þátt í þeim.(ruv.is)
Frelsisbarátta Tíbet nýtur stuðnings víða um lönd,m.a. hér.Dæmið af unga námsmanninum,sem veifaði tíbetskum fána í Peking sýnir,að Tíbet á víða vini. Meðferð Kína á Tíbetbúum er fordæmanleg. Kínverjar fremja gróf mannréttindabrot í Tíbet og ekki á að láta þá komast upp með það.
Björgvin Guðmundsson
Laugardagur, 9. ágúst 2008
Ekkert neysluviðmið enn.Lífeyrir óbreyttur
Því var lofað,þegar kjarasamningar voru gerðir í feb.sl.,að nýtt neysluviðmið fyrir lífeyrisþega yrði tilbúið 1.júlí sl. Það fyrirheit var endurtekið síðar.Nefnd um endurskoðun laga um almannatryggingar var falið að semja þetta nýja framfærsluviðmið.Þó eru tvær opinberar stofnanir starfandi,Hagstofan og Neytendastofa sem hefðu geta látið umræddar upplýsingar í té. Neytendastofa hefur kannað framfærsluviðmið.Hagtofan rannsakar reglulega neysluútgjöld heimilanna í landinu og birtir m.a. meðaltals neysluútgjöld einstaklinga. Það er því engin þörf á því að láta nefnd á vegum ráðherra fikta í tölum um það hvað lífeyrisþegar þurfa sér til framfærslu.
Ég geri ráð fyrir,að umrædd nefnd hafi skilað sínum tölum 1.júlí eins og lagt var fyrir hana. En fjármálaráðherra hefur sjálfsagt lagst á tölurnar og þess vegna fást þær ekki birtar.Sá ráðherra er alfarið á móti því,að lífeyrir eldri borgara og öryrkja hækki nokkuð.Það má hins vegar draga úr skerðingu bóta þeirra lífeyrisþega,sem eru á vinnumarkaðnum,þar eð ríkið nær kostnaði við það öllum til baka með sköttum af atvinnutekjunum.Það hefur ekki verið staðið við fyrirheit um nýtt framfærsluviðmið 1.júlí sl.Gefið var til kynna,að á grundvelli nýs framfærsluviðmiðs yrði lífeyrir lífeyrisþega hækkaður en það hefur ekki verið gert. Lífeyrir aldraðra sem hlutfall af lagmarkslaunum er nú 93,74% en var 100% sl. ár. Lífeyririnn hefur því minnkað sem hlutfall af launum en átti að aukast.Hvernig er með kosningaloforðin?
Björgvin Guðmundsson
Laugardagur, 9. ágúst 2008
Ójöfnuður hefur aukist
Í vorskýrslu hagdeildar ASÍ kemur fram að ójöfnuður hafi farið vaxandi á sl. 10 til 15 árum og þá sérstaklega frá árinu 1995 vegna aukinna fjármagnstekna þeirra tekjuhærri og breytinga á skattkerfinu sem koma þeim tekjuhæstu best. Skattur af fjármagnstekjum er mun lægri en af launatekjum og á sama tíma hefur dregið úr tekjujöfnun skattkerfisins með afnámi hátekjuskatts og hlutfallslegri lækkun barnabóta og persónuafsláttar. Allir þessir þættir ýta undir aukinn ójöfnuð ráðstöfunartekna umfram ójöfnuð heildartekna.
Fjármálaráðherra hefur tjáð sig um nýja rannsókn hagdeildar ASÍ á jöfnuði í samfélaginu. Í viðtali við ráðherranní DV 4.-6. maí og neitar hann alfarið að ójöfnuður hafi vaxið. Þessar staðhæfingar ráðherrans eru rangar. Hagdeild ASÍ notar viðurkennda alþjóðlega mælikvarða til að mæla ójöfnuð og samkvæmt þeim mælikvörðum hefur ójöfnuður ótvírætt vaxið og eru þær niðurstöður hagdeildarinnar í samræmi við niðurstöður fræðimanna.
Ekki hefur jöfnuður aukist neitt á þessu ári.Nokkur viðleitni var til þess að hækka lægstu laun meira en hærri laun í kjarasamningunum í feb. sl. en allar kjarabætur,sem samið var um þar, eru roknar út í veður og vind vegna gengislækkunar og verðbólgu.Hækkun skattleysismarka er ekki farin að skila sér og þeim er dreift á svo langt tímabil,að almenningur mun varla taka eftir þeim. Það þarf að hækka skattleysismörk mikið meira en ákveðið hefur verið. Hækka mætti skatt af fjármagnstekjum og lækka skatt á einstaklingum.Margir auðjöfrar borga engan tekjuskatt,aðeins fjármagnstekjuskatt og eru því að greiða minna til samfélagsins en aðrir.
Björgvin Guðmundsson