Stjórn VG:Ekki grundvöllur fyrir launahækkun láglaunafólks.Eru við fátæktarmörk!

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar undir forustu Vinstri grænna sem Sjálfstæðisflokkur og Framsókn sitja einnig í segir,að kauphækkanir undanfarinna ára hafi dregið úr samkepnishæfni atvinnulifsins.Hvað þýðir þetta á mannamáli. Það þýðir,að ekki sé grundvöllur fyrr frekari launahækkunum.Það er m.ö.o. orðsending Vinstri grænna til verkafólks,að verkafólk,sem er á lægstu launum, niður við fátæktarm0rk geti ekki fengið kjarabætur; það verði að vera áfram við fátæktarmörk.En þetta er ekki aðeins orðsending til verkafólks heldur einnig til aldraðra, þar eð margir stjórnmálaflokkar vilja láta lífeyri fylgja lágmarkslaunum,einnig þó hann sé niðri við fátæktarmörk. Því er ég ekki sammála. Ég tel,að lífeyrir megi  vera hærri og að hann eigi að hækka meira en lágmarkslaun.Rök mín fyrir því eru þau,að  sem betur fer eru aðeins fáir eða einungis 5% verkafólks á lágmarkslaunum; aðrir eru á hærri töxtum.Því fráleitara er að miða lífeyri aldraðra við pappirstaxta,sem fáir eru á.-Þegar Andrés Ingi Jónsson þingmaður VG sá framangreint kjaraákvæði í stjórnarsáttmálanum varð honum að orði,að það væri eins og þetta hefði verið samið í Viðskiptaráði!

Það er illa komið fyrir Vinstri grænum að beygja sig undir þetta ok.Hégóminn er dýrkeyptur.

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 12. desember 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband