Kjör stjórnmálamanna og embættismanna "leiðrétt" en ekki kjör aldraðra og öryrkja

Það hefur verið gagnrýnt harðlega undanfarið hvað kjararáð hefur úrskurðað miklar launahækkanir til þingmanna,ráðherra,dómara og embættismanna.Brynjar Nielsson þingmaður tók til varna fyrir kjararáð og sagði,að kjararáð færi eftir lögum og úrskurðaði launahækkanir í  samræmi við launaþróun en tæki einnig tillit til þess að laun þessara aðila hefðu verið fryst og lækkuð.Þessar skýringar hafa heyrst áður. En aldraðir og öryrkjar sættu einnig frystingu á sínum lífeyri og lækkun á kreppuárunum.Þeir hafa ekki fengið neina leiðréttingu á sínum kjörum eins og  framangreindar stéttir.Ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins ákvað að lífeyrir einhleypra aldraðra og öryrkja skyldi hækka um 4,7% um næstu áramót til samræmis við hækkun lágmarkslauna verkafólks á árinu 2018.Með því að hækka um þá hungurlús verður lífeyri aldraðra og öryrkja áfram haldið við fátæktarmörk eins og lágmarkslaunum,sem 5% verkafólks er á.Vinstri grænir,sem komnir eru í stjórnina með gömlu íhaldsflokkunum tveimur, hafa ekki breytt neitt þessari gömlu ákvörðun um  4,7% hækkun lífeyris.VG hækkaði ekkert lífeyri í jólamánuðinum og lætur íhald og framsókn ráða hækkuninni 1.janúar n.k. Hungurlúsin á að duga.

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 22. desember 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband