86% landsmanna vilja,að hið opinbera reki sjúkrahús

Samkvæmt nýrri rannsókn Rúnar Vilhjálmssonar, prófessors í félagshagfræði við Háskóla Íslands vilja fleiri en áður,að sjúkrahús,heilsugæslustöðvar og aðrar heilbrigðisstofnanir,séu reknar af hinu opinbera en ekki af einkaaðiluum.Í dag vilja 86% ,að sjúkrahús séu rekin af hinu opinbera en áður,2006,vildu 80,6%,að að hið opinbera ræki sjúkrahúsin. 78,7% vilja,að hið opinbera reki heilsugæslustöðvar.Þegar landsmenn voru spurðir hvort þeir vildu verja meira fjármagni til heilbrigðismála voru 91,9% sammála því en það er aukning um rúm 10 prósentustig frá 2006.67,5% vildu,að hið opinbera ræki hjúkrunarheimili.

Þessi rannsókn er athyglisverð einkum vegna þess,að ríkisstjórnin vinnur að einkavæðingu heilbrigðiskerfisins þvert á skoðun landsmanna og þrátt fyrir þá staðreynd,að ríkisstjórnin hefur minnihluta atkvæða landsmanna á bakvið sig og aðeins eins atkvæðis meirihluta á alþingi.Væntanlega verður þessi könnun viðvörun fyrir ríkisstjórnina og sérstaklega fyrir meðreiðarsveina Sjálfstæðisflokksins,Bjarta framtíð og Viðreisn.

 

Björgvin Guðmundsson 


Mikill ágreiningur um fjármálaáætlun!

Önnur umræða um fjármálaáætlun 2018-2022 fór fram á alþingi í gær.Allir þingmenn stjórnarandstöðunnar,sem tóku þátt í umræðunum gagnrýndu  áætlunina,einkum vegna þess,að ekki væri gert ráð fyrir auknum framlögum til innviða þjóðfélagsins.Fram kom þetta sjónarmið: Þegar kreppa er vantar fjámuni til að efla innviði samfélagsins.En í góðæri vantar einnig fjámuni til þess að efla innviðina.Það gengur ekki upp.En það var ekki aðeins ágreiningur milli stjórnar og stjórnarandstöðu um fjármálaáætlunina heldur virðist einnig hafa verið ágreiningur milli stjórnarþingmanna innbyrðis. Forsætisráðherra,Bjarni Benediktsson,tilkynnti opinberlega,að hækka ætti virðisaukaskatt á ferðaþjónustu í 24% frá miðju ári 2018. En þegar meirihluti fjárlaganefndar afgreiddi nefndarálit um fjármálaáætlunina lagði hann til,að  fresta  hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu.Í framhald af þessu sagði Morgunblaðið í uppsláttarfrétt,að ekki væri meirihluti fyrir fjármálaáætluninni.Haraldur Benediktsson formaður fjárlaganefndar afgreiddi þetta uppnám léttilega og sagði einfaldlega,að Morgunblaðið hefði misskilið málið.Hingað til hefur þó verið unnt að treysta fréttum Morgunblaðsins um Sjálfstæðisflokkinn!

  Nær allir þingmenn stjórnarandstöðunnar,sem töluðu í gær lögðu til,að henni yrði vísað frá. Það er því ekki mikil samstaða um þessa áætlun.Athuga ber,að þetta er stærsta mál þingsins fyrir sumarleyfi.

Björgvin Guðmundsson 


Bloggfærslur 24. maí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband