Stefnt að einkavæðingu í mörgum greinum!

Sjálfstæðisflokkurinn ræður öllu í ríkisstjórninni. Samstarfsflokkarnir í ríkisstjórninni veita flokknum ekkert aðhald.Sjálfstæðisflokkurinn stefnir nú leynt og ljóst að því að einkavæða sem víðast. Heilbrigðiskerfið er fyrsta fórnarlambið í því efni.Þar eru miklir erfiðleikar vegna fjárskorts og kerfið er viðkvæmt.Það liggur því vel við höggi.Sjálfstæðisflokkurinn stefnir að einkavæðingu í þessari grein enda þótt skoðanakannanir hafi leitt í ljós,að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar ( yfir 80%) vilji að heilbrigðiskerfið sé rekið af hinu opinbera.Næsta fórnarlambið er skólakerfið. Upplýst var af RUV í gærmorgun og rætt á alþingi,að menntamálaráðherra væri að vinna að einkavæðingu Fjölbrautarskólans í Ármúla; meiningin væri að sameina Fjölbrautarskólann Tækniskóla Íslands sem atvinnulífið á.Ráðherrann hefur algerlega sniðgengið alþingi i þessu máli enda þótt um stefnubreytingu sé að ræða.Það á að fara framhjá þinginu.Víðar eru uppi einkavæðingaráform. Skammt er síðan Jón Gunnarsson samgönguráðherra Sjálfstæðisflokksins  barðist fyrir veggjöldum og einkavæðingu í vegakerfinu.Samt innheimtir ríkið háa skatta af bensínu sem upphaflega áttu að fara í vegina en hafa undanfarið farið í ríkishítina.Það er aðeins ein leið til þess að stöðva einkavæðingaráform stjórnarnnar: Almenningur verður að ´rísa upp og stöðva einkavæðingaráformin.Almenningur reis upp og mótmælti þegar upp komst um það,að ráðherrar,þar á meðal forsætisráðherra,voru með fjármuni í skattaskjólum. Þau mótmæli felldu ríkisstjórnina.Almenningur hefur valdið.

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 5. maí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband