Fjármálaáætlun afgreidd með eins atkvæðis meirihluta!

Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára var samþykkt á Alþingi í nótt með 32 atkvæðum gegn 31.  Þingfundi var ítrekað frestað í gærkvöld á meðan formenn flokka, þingflokksformenn og þingflokkar funduðu um framhald þingstarfa en þingfundi var framhaldið klukkan hálfeitt í nótt.

Ekki einn einasti þingmaður stjórnarandstöðunnar treysti sér til þess að samþykkja fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar.Ástæðan var sú,að þessi áætlun gerir ráð fyrir minni framlögum að raungildi en áður til innviða þjóðfélagsins þrátt fyrir góðæri.Ríkisstjórnin neitar öllum óskum um aukin framlög til heilbrigðismála,menntamála,samgöngumála,velferðarmála og annarra innviða og vísar á fjármálaáætlunina. Fjármálaráð veitti umsögn um fjármáláætlunina og gaf henni falleinkunn. Benedikt fjármálaráðherra viðurkenndi,að áætlunin væri gölluð en lofaði bót og betrun næsta ár!!

Björgvin Guðmundsson

 


Almannatryggingar eru fyrsta stoðin

 

 

Í blaði LEB,Listinni að lifa,er viðtal við félagsmálaráðherrann,Þorstein Víglundsson.Þar segir hann,að lífeyrissjóðirnir eigi að vera fyrsta stoð tryggingakerfisins og almannatryggingar önnur stoðin. Þetta er alrangt.Almannatryggingar eru fyrsta stoðin,lífeyrissjóðir önnur stoðin og séreignalífeyrissparnaður þriðja stoðin.

  Það var ákveðið þegar lögin um almannatryggingar voru sett 1946-1947, að almannatryggingar yrðu fyrsta stoðin.Alþingi hefur ekki breytt því. En það er eðlilegt að ríkið vilji breyta þessu.Félagsmálaráðherrann vill að lífeyrissjóðirnir verði fyrsta stoðin til þess að ríkið geti velt greiðslum til kerfisins yfir  á eldri borgara sjálfa og látið þá borga lífeyri sinn gegnum lífeyrissjóðina. Að  þessu hefur verið unnið, m.a. með því að skerða lífeyri almannatrygginga hjá þeim,sem fá greiðslur úr lífeyrissjóðum.Skerðingin er orðin svo mikil,að það er líkast eignaupptöku.

Á hinum Norðurlöndunum greiðir ríkið miklu stærri hlut  í lífeyri eldri borgara en hér.En samt er það svo,að lífeyrir almannatrygginga er miklu lægri hér en lífeyrir almannatrygginga á Norðurlöndunum.Þó ríkð sleppi með miklu lægri greiðslur hér en á hinum Norðurlöndunum getur það ekki sýnt manndóm í því að búa eldri borgurum jafn góð kjör og hin Norðurlöndin gera.Við rekum lestina á sviði almannatrygginga.

Björgvin Guðmundsson

 


Bloggfærslur 1. júní 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband