Útrýma á barnafátækt og stórbæta kjör aldraðra og öryrkja

 

Nú,þegar hagvöxtur er miklu meiri á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum og staða ríkisstjóðs hefur batnað verulega; góðæri í landinu, er tímabært að útrýma barnafátækt á Íslandi og bæta kjör þeirra verst stöddu meðal aldraðra og öryrkja svo mikið, að þeir geti ekki aðeins framfleytt sér heldur lifað mannsæmandi lífi. Það búa 6000 börn við fátækt hér í dag.Það er til skammar fyrir velferðarríkið okkar. Ísland verður strax að þvo þennan blett af landinu. Sama er að segja um verstu kjör aldraðra og öryrkja,þ.e. þeirra ,sem einungis hafa tekjur frá almannatryggingum; hafa engan lífeyrissjóð og engar aðrar tekjur.Þeir komast ekki af á þeirri hungurlús, sem stjórnvöld skammta þeim. Þeir geta ekki leyst út lyfin sín og stundum eiga þeir ekki fyrir mat síðustu daga mánaðarins.Þegar ástandið er svona skammarlega slæmt í ríku landi sem Íslandi hefur það enga þýðingu að guma af miklum hagvexti.Hann skiptir engur máli á meðan barnafátæktinni er ekki útrýmt og kjör aldraðra og öryrkja ekki stórbætt.

 

Endurskoðun almannatrygginga misheppnaðist

Aðgerð fyrrverandi ríkisstjórnar til þess að lagfæra almannatryggingar um síðustu áramót og bæta kjör lífeyrisþega misheppnaðist algerleg.Lagafrumvarpið var lagt fram með engri kjarabót fyrir þá aldraða og öryrjkja,sem eingöngu höfðu tekjur frá almannatryggingum! Með miklum mótmælaaðgerðum Félags eldri borgara í Reykjavík tókst að knýja fram örlitlar kjarabætur fyrir þá verst stöddu.En stjórnvöldum tókst að ná þvi nær öllu til baka með auknum skerðingum húsaleigubóta; áður var einnig búið að draga verulega úr vaxtabótum. Þeir, sem leigðu húsnæði, fengu því minni húsaleigubætur en áður og þeir sem áttu húsnæði fengu minni vaxtabætur.Þannig náði ríkisvaldið nær allri  kjarabótinni“ til baka!

400 þúsund fyrir skatt er lágmark

Hvað hafa þeir verst stöddu meðal aldraðra mikinn lífeyri í dag? Eftir hungurlúsina, sem þeir fengu um síðustu áramót, hafa þeir , sem eru i hjónabandi eða sambúð, 197 þúsund kr á mánuði eftir skatt.( Þetta er ekki prentvilla).Það er ótrúlegt, að fyrrverandi ríkisstjórn skyldi skammta öldruðum þessa hungurlús um síðustu áranmót eftir 10 ára undirbúning nýrra laga um almannatryggingar.Einhleypir hafa örlitið hærra eða 230 þúsund á mánuði eftir skatt.Það er engin leið að lifa af þessu. Hvað þurfa eldri borgarar mikið sér til framfærslu? Að mínu mati er lágmark 400 þúsund á mánuði fyrir skatt eða 305 þúsund á mánuði eftir skatt.Það kemst enginn af með minna í dag.Þetta er algert lágmark.

Björgvin Guðmundsson

Fyrrv. borgarfulltrúi

Birt í Mbl. 10.júní 2017

 

 
 

Bloggfærslur 10. júní 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband