Ný rikisstjórn Theresa May er mjög veik!

Theresa May hefur myndað nýja ríkisstjórn enda þótt hún hafi tapað meirihlutanum á þingi.Þetta er minnihlutastjórn sem styðst við hlutleysi Lýðræðislega sambandsflokksins,DUP á Norður Írlandi.Sá flokkur hefur 10 þingsæti.Hann fær ekki sæti í ríkisstjórninni.DUP er mjög hægri sinnaður flokkur,lengra til hægri en breski Íhaldsflokkurinn. Íhaldsflokkurinn fékk 318 þingsæti og tapaði meirihlutanum,missti 12 þingsæti.326 sæti þarf til þess að ná meirihluta. Verkamannaflokkurinn vann mikið á,bætti við sig hátt í 30 þingsætum.

Stjórn Theresa May verður mjög veik og mun eiga erfitt með að koma málum gegnum breska þingið.Theresa May ætlar samt að hefja samningaviðræður við ESB um útgöngu Breta úr ESB seinna í þessum mánuði. En samningsstaða May hefur veikst.Hún misreiknaði sig herfilega; hélt að hún gæti styrkt stöðu sína með því að efna til kosninga. En það reyndist þveröfugt. Theresa May stóð sig illa í kosningabaráttunni,gerði hver mistökin á eftir öðrum.Jeremy Corbyn leiðtogi Verkamannaflokksins stóð sig hins vegar mjög vel í kosningabaráttunni;naut sín mjög vel.Dæmi um mistök May: Lagði til,að eldri borgarar yrðu látnir borga sjálfir fyrir að fara á hjúkrunarheimili.Málið snérist í höndunum á henni og hún varð að falla frá því. Corbyn boðaði hins vegar róttæka stefnu í heilbrigðismálum og velferðarmálum,vildi efla mikið heilbrigðiskerfið.

Ekki er talið,að stjórn May verði langlíf. Flokksþing verður hjá Íhaldsflokknum í oktober og þá gæti dregið til tíðinda.Boris Johnson utanríkisráðherra reynir ef til vill að velta May úr sessi.

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 11. júní 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband