Á lögreglan að vera með alvæpni út um allt?

Ríkislögreglustjóri hefur allt í einu tekið upp á þvi að láta rikislögregluna mæta með alvæpni hvar sem almenningur safnast saman til samkomuhalds.Sjálfsagt gerir hann þetta í samráði við Bjarna Benediktsson.Það var gagnrýnt í þjóðaröryggisráði,að þetta skyldi ekki tilkynnt fyrirfram,heldur kom þetta almenningi gersamlega á óvart.Vissulega þurfa Íslendingar að vera við öllu búnir,þar eð ekki er unnt að útiloka það,að það verði framin hryðjuverk á Íslandi eins og í grannlöndum okkar.

En ég hefði talið að byrja ætti á þvi auka öryggisgæslu á flugvöllum og í höfnum landsins þar sem möguleiki er á,að óvelkomnir og hættulegir gestir gætu komið til landsins.En það hefur ekki verið gert og má það furðulegt heita.Það virðist því svo sem rikislögreglustjóri og einhver úr rikisstjórninni séu í hermannaleik.Þegar lið ríkislögreglustjóra mætti allt í einu með alvæpni í miðbæ Reykjavikur var það eins og sýning fremur en öryggisráðstöfun.En auðvitað veigra menn sér við að gagnrýna ráðstafanir ríkislögreglustjóra.Enginn vill draga úr því að brugðist sé rétt við.Ég tel t.d. ágætt að setja upp vegartálma á stórum útisamkomum.Það dregur úr því að unnt sé a aka á stórum flutningabílum inn i mannfjölda til þess að skaða hann.En það er unnt að auka öryggsgæslu mikið án þess að skjóta almenning skelk í bringu.Ákveðin upplýsingamiðlun getur einnig verið nauðsynleg.

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 14. júní 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband