Skerðing tryggingalífeyris: Mál gegn ríkinu þingfest í þessum mánuði!

Mikið hefur verið rætt um það undanfarin misseri,að skerðing á lífeyri aldraðra hjá almannatryggingum væri orðin svo mikil vegna greiðslna úr lífeyrissjóði,að líkast væri eignaupptöku.En síðan bárust fréttir af því skömmu eftir áramót,að Tryggingastofnun væri að skerða tryggingalífeyri aldraðra án lagaheimldar! Fallið hafði niður á alþingi við breytingar á lögum um almannatryggingar að setja inn lagaheimild  fyrir því að skerða tryggingalífeyri aldraðra.Í stað þess að flytja strax frumvarp til laga um þessa heimild eða jafnvel setja bráðabirgðalög um málið ákvað velferðarráðuneytið og Tryggingastofnun  að skerða lífeyri án lagaheimildar.Virðingarleysi þessara aðila fyrir lífeyrisréttindum eldri borgara er slíkt,að þeir töldu sig ekki lengur þurfa lagaheimild til þess að rífa lífeyrinn af þeim.Síðan gengur félagsmálaráðherrann fram og segir,að lífeyrissjóðirnir eigi að vera fyrsta stoðin í kerfinu(þegar ríkið er nánast búið að "stela" lífeyrissjóðunum" af eldri borgurum). Nei lífeyrissjóðirnur eru ekki fyrsta stoðin. Almannatryggingar eru fyrsta stoðin.Það var samþykkt við stofnun almannatrygginga.

Nú hefur verið ákveðið að stefna ríkinu vegna heimildarlausrar skerðingar tryggingalífeyris í janúar og febrúar. Málið verður þingfest í þessum mánuði.Það er Flokkur fólksins,sem stefnir ríkinu.

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 3. júní 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband