Stađan í málefnum aldrađra og öryrkja hefur lítiđ sem ekkert lagast!

Alţingi er fariđ í sumarleyfi og kemur ekki saman fyrr en 12.september.Alţingismenn ţurfa lengra sumarleyfi en ađrir landsmenn.Ţađ vćri í lagi,ef ţingmenn ynnu vel á međan ţeir vćru ađ störfum.En svo er ekki.

Ég hef margoft skorađ á alţingi ađ taka rögg á sig og bćta kjör aldrađra og öryrkja ţađ mikiđ,ađ ţessir ađilir gćtu ekki ađeins framfleytt sér heldur lifađ međ reisn. En ţví hefur ekki veriđ ansađ.

" Leiđréttingin",sem gerđ var á kjörum aldrađra og öryrkja um síđustu áramót var engin leiđrétting. Ţetta var hungurlús,sem tekur ekki ađ nefna.Aldrađir í hjónabandu og sambúđ hćkkuđu ţá um 12 ţúsund krónur á mánuđi og lífeyrir ţeirra fór í 197 ţúsund á mánuđi eftir skatt.Ţađ er brandari og furđulegt ađ löggjafarsamkoman skyldi bjóđa öldruđum í hjónabandi upp á ţessa hungurlús.Einhleypir fengu örlítiđ meiri hćkkun eđa um 23 ţúsund kr á mánuđi og hćkkuđu í 230 ţúsund á mánuđi eftir skatt.Ţađ er sama hvort viđ tölum um 197 ţúsund kr eđa 230 ţúsund kr.Ţađ er ekki unnt ađ lifa af ţessu.Aldrađir og öryrkjar verđa ţví eins og áđur ađ neita sér um ađ fara til lćknis eđa ađ leysa út lyfin sín eđa ef ţeir  neita sér um ţađ hvort tveggja verđa ţeir matarlausir síđustu daga mánađarins.Ţetta er mannréttindabrot; brot á stjórnarskránni. En stjórnarherrarnir láta sér ţađ í léttu rúmi liggja.- Hér er veriđ ađ rćđa um ţá aldrađa og öryrkja,sem eingöngu hafa tekjur frá almannatryggingum.

 

Björgvin Guđmundsson


Bloggfćrslur 4. júní 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband