Missir breski Íhaldsflokkurinn meirihlutann á morgun?

Mjög tvísýnar þingkosningar fara fram í Bretandi á morgun.Theresa May forsætisráðherra og leiðtogi íhaldsmanna ákvað að flýta kosningum; hún ætlaði að styrkja stöðu sína. Hún notaði þá kosningabrellu að segja við breska kjósendur að hún þyrfti að fá stærri meirihluta til þess að styrkja stöðu sína gagnvart ESB. En það var brella.Það breytir engu fyrir samningaviðræðurnar við ESB hvort hún hefur lítinn eða mikinn meirihluta.-Þegar Theresa May ákvað þingkosningar bentu skoðunarkannanir til þess að Íhaldsflokkurinn hefði 20% meira fylgi en Verkamannaflokkurinn.En í dag er munurinn aðeins 3%. Verkamannaflokkurinn hefur stöðugt saxað á meirihluta íhaldsmanna.Er nú talið óvíst,að Theresa May haldi meirihluta sínum og jafnvel þó hún merji meirihlutann getur verið að hún verði að mynda samsteypustjórn.Málin hafa því snúist í höndunum á Theresa May á sama hátt og gerðist hjá David Cameron.Báðir þessir leiðtogar íhaldsmanna í Bretlandi ætluðu að spila á kjósendur en kjósendur tóku málin í sínar hendur.

 Theresa May hefur m.a. tapað á því,að hún skar mikið niður framlög til lögreglunnar,þegar hún var innanríkisráðherra í Bretlandi fram að 2016.Það hefur hefnt sín nú þegar hryðjuverkaárásir eru gerðar í Bretlandi. Örvænting virðist hafa gripið breska forsætisráðherrann þar eð í fréttum í morgun sagði,að hún ætlaði að skerða verulega mannréttindalöggöf Bretlands til þess að geta hert nægilega mikið á hryðjuverkalöggjöfinni!Er þetta ekki einmitt það,sem vestrænar þjóðir hafa sagt,að þær vildu ekki gera,þ.e. að breyta vestrænum þjóðfélögum,nánast samkvæmt óskum hryðjuverkamanna,þannig,að íbúar vestrænna ríkja gætu ekki um frjálst höfuð strokið.Enda þótt herða þurfi lög um ráðstafanir gegn hryðjuverkum,þarf að fara varlega í það að afnema mannréttindi.Mannréttindin eru það dýrmætasta,sem við eigum.

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 7. júní 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband