Yfir 600 greinar um kjaramál eldraðra á 14 árum

Á sl.14 árum hef ég skrifað yfir 600 greinar um kjaramál aldraðra.Fyrstu greinina skrifaði ég í desember 2003. Þar kom fram,að á tímabilinu 1995-2002 hefði kaupmáttur lágmarkslauna aukist um 44% en kaupmáttur lífeyrisgreiðslna hefði aðeins aukist um 13,5%.Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sat þá að völdum. Ástandið í kjaramálum aldraðra var þá eins og nú.Það var níðst á kjörum aldraðra þá og það er níðst á kjörum aldraðra nú.Ég er stundum spurður að því hvort þessi kjarabarátta skili einhverjum árangri.Það er erfitt að svara því.Ég tel þó,að dropinn holi steininn. En margir leggja hönd á plóginn og erfitt er að segja,þegar einhver árangur verður hver á stærsta þáttinn í honum.Þetta er sameiginlegt átak margra. 2013 þegar grunnlífeyrir hafði verið endurreistur á ný hringdi til mín góður og gegn Sjálfstæðismaður og þakkaði mér fyrir,að grunnlífeyrir hafði verið endurreistur.Kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík hafði barist fyrir því í mörg ár.Ég var formaður hennar og skrifaði auk þess margar blaðagreinar um málið.En fleiri lögðu hönd á plóginn.Nú hefur núverandi ríkisstjórn afnumið grunnlífeyrinn á ný.Kjarabarátta aldraðra og öryrkja verður að halda áfram þar til sigur er unninn.

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 9. júlí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband