Alþingi getur bætt kjör aldraðra og öryrkja eftir rúman mánuð!

 

Alþingi  kemur saman eftir rúman mánuð, eða 12.september.Þá gefst þingmönnum tækifæri til þess að lagfæra kjör aldraðra og öryrkja,til þess að hækka lífeyrinn myndarlega.Ég veit,að venja stjórnarþingmanna er að bíða eftir ráðherrunum og foringjunum en það er ekkert lögmál,að þannig þurfi þetta að vera.Óbreyttir þingmenn stjórnarflokkanna geta tekið þátt í þverpólitísku framtaki allra þingmanna, ef þeim sýnist svo.Og það er einmitt það, sem ég fer fram á.Ég fer fram á, að  þingmenn taki höndum saman, þingmenn allra flokka bindist samtökum um að lagfæra kjör aldraðra og öryrkja þannig að þau verði mannsæmandi.Nauðsyn brýtur lög. Og auk þess eru í dag umbrotatímar.Margir vilja fara nýjar leiðir.Þess vegna er kjörið tækifæri fyrir þingmenn, þegar þeir koma úr sumarleyfi að hrista af sér hlekkina, hugsa sjálfstætt og ákveða að bæta kjör aldraðra og öryrkja þó það kosti að  fara nýjar leiðir.

Málið er tiltölulega einfalt: Aldraðir og öryrkjar í sambúð hafa í dag frá almannatryggingum 197 þúsund kr á mánuði eftir skatt.Einhleypir hafa 230 þúsund kr á mánuði eftir skatt.Hvort tveggja er of lágt til þess að framfleyta sér sómasamlega.Alþingi getur ekki verið þekkt fyrir það degi lengur en til 12.september að skammta öldruðum og öryrkjum svo naumt.Ef þverpólitísk samstaða næst og vilji er fyrir hendi til lagfæringar tekur aðeins einn dag að afgreiða málið.Ef málinu er vísað í hefðbundin farleg mundi það vera 1-3 mánuði að veltast i kerfinu og á alþingi.

 Einhver þingmaður eða þingmenn þurfa að taka forustu  í þessu máli. Í rauninni skiptir engu máli hvaða þingmaður eða þingmenn taka forustuna.Allir flokkar, sem setið hafa í ríkisstjórn, hafa brugðist eldri borgurum og öryrkjum.En nú geta allir flokkar bætt fyrir fyrri syndir í því efni með því að taka þátt i þverpólitísku átaki í því skyni að bæta kjör aldraðra og öryrkja.Ég ætla ekki  að koma með tillögu um það hvað eðlilegt sé að hækka lífeyri mikið nú. En  sérhver þingmaður getur litð í eigin barm og rifjað upp hvað hann hefur sjálfur í laun og hvað teljast megi lágmarksframfærsla til þess að lifa mannasæmandi lífi; og m.a.o: Þannig að aldraðir og öryrkjar þurfi ekki alltaf að kviða morgundeginum. Hér gefst alþingismönnum tækifæri til þess að framkvæma réttlætismál og bæta ímynd alþingis um leið.

 Það dugar ekki að visa í, að lífeyrir eigi að hækka um næstu áramót. Það er of langt í það og auk þess  er ráðgerð hækkun of lítil.Tímabært er,að kjaramál aldraðra og öryrkja séu afgreidd á sama hátt og kjaramál annarra stétta, þ.e. strax og jafnvel afturvirkt.Þannig hafa kjaramál embættismanna og stjórnmálamanna verið afgreidd og raunar margra annarra stétta..

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 7. ágúst 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband