Kostnaðarauki við ný lög um almannatryggingar 3,3 milljarðar í ár

Ráðherrar ríkisstjórnarinnar,einkum forsætisráðherra og félagsmálaráðherra,tala um að ríkisvaldið hafi látið tugi milljarða i almannatryggingar vegna nýrra laga um Tryggingastofnun en þau tóku gildi um síðustu áramót.Þetta er ekki rétt. Samkvæmt kostnaðarmati,sem fylgdi nýjum lögum um almannatryggingar, er áætlaður kostnaðarauki vegna nýju laganna 3,3 milljarðar á ári.Það er talsvert lægri tala en ráðherrarnir hafa verð að flagga.En aðalatriðið er,að lífeyrir á hvern aldraðan og öryrkja sé það hár,að hann dugi til framfærslu. Svo er ekki í dag. Ellilífeyrisþegi,sem er í hjónabandi og einungis hefur lífeyri frá TR, hefur aðeins 197 þúsund krónur á mánuði eftir skatt. Það lifir enginn á þeirri hungurlús.Þessi nauma skömmtun er íslensku þjóðfélagi til skammar.

Björgvin Guðmundsson

 


Bloggfærslur 11. september 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband