Bjarni ætlaði að sniðganga forseta Íslands!

Það vakti athygli,þegar Bjarni Benediktsson fráfarandi forsætisráðherra var að tala á blaðamannafundinum í gær,að hann minntist ekki á forsetann, þegar hann var að tala um þingrof.Hann sagði: Ég ætla að láta kjósa.Hann talaði ekki einu sinni um, að hann ætlaði að leggja þá tillögu fyrir forsetann.Sigmundur Davíð var gagnrýndur fyrir að hafa ætlað að fá heimild Ólfs Ragnars fyrir þingrofi og Ólafur Ragnar sagði,að Sigmundur Davíð hefði verið með skjalatösku með sér.Ólafur Ragnar gaf sér að plagg um þingrof hefði verið í töskunni! Sigmundur Davíð lagði hins vegar aldrei fram neitt plagg um þingrof. En Bjarni Ben gengur feti framar en Sigmundur Davíð,þar eð hann tilkynnir þingrof án þess að leggja það fyrir forsetann.Það er hins vegar óheimilt að rjúfa þing, ef meirihluti er þar fyrir annarri ríkisstjórn.Bjarni Ben kannaði aðeins meirihlutastjórn undir forustu Sjálfstæðisflokksins en hann kannaði að sjálfsögðu ekkert hvort  stjórnarandstaðan og samstarfsflokkar Sjálfstæðisflokksins gætu myndað meirihlutastjórn. En forsetinn sá við  Bjarna,þar eð hann boðaði alla leiðtoga stjórnmálaflokkanna á þingi til Bessastaða  í dag. Þannig mun forsetinn komast að  raun um það hvort annar meirihluti er í spilunum á þingi.Gott framtak hjá forseta.

Björgvin Guðmundsson

 


Bloggfærslur 16. september 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband