Sjálfstæðisflokkurinn viðriðinn spillingarmál!

 

 Spurning er hvort Sjálfstæðisflokkurinn er stjórntækur eftir að hann varð að hrökklast frá vegna trúnaðarbrests í ríkisstjórninni út af kynferðisafbrotamálum og meðmælabréfum með uppreist æru til kynferðisafbrotamanna.Í samsteypustjórninni, sem hefur sagt af sér, varð Sjálfstæðisflokkurinn uppvis að því að láta   eigin ráðherra fá trúnaðarskjöl um kynferðisafbrotamál en synja meðráðherrum sínum um skjölin á þeim forsendum,að þau væru trúnaðarmál.

Jafnframt sýndi það sig í fráfarandi samsteypustjórn, að Sjálfstæðisflokkurinn stjórnaði þar með harðri hendi og kúgaði samstarfsflokkana.Samstarfsflokkarnir,Björt framtíð og Viðreisn, komu engum málum fram og þeir réðu engu.Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki ráðið meira þó hann hefði verið einn í stjórn! Það laðar ekki aðra flokka til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn, þegar þeir hafa séð hvernig Sjálfstæðisflokkurinn hagar sér við samstarfsflokkana.Tekið skal fram, að fráfarandi ríkisstjórn var fyrsta ríkisstjórnin, sem Bjarni Benediktsson myndar og veitir forstöðu.Stjórn hans entist aðeins í 8 mánuði; það er einhver styttsta ríkisstjórnin á lýðveldistímanum.

Sjálfstæðisflokkurin hefur löngum verið tengdur við alls konar spillingarmál. Málið, sem felldi ríkisstjórnina nú, er aðeins eitt nýtt slíkt mál. Fyrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar,sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson veitti upphaflega forstöðu, hrökklaðist frá vegna spillingarmála. Í ljós kom, að Sigmundur Davíð forsætisráðherra og kona hans voru í svonefndum Panamaskjölum,sem upplýstu hverjir geymdu fjármuni í skattaskjólum. Í ljós kom,að Bjarni Benediktson fjármálaráðherra var einnig í Panamaskjölunum.Panamakjölin felldu Sigmund Davíð en Bjarni Benediktsson stóð þau af sér.Rétt er sð halda því til haga,að ekki er unnt að fá neinar upplýsingar um skattaakjól.Menn geta verið með marga milljarða í skjóli þar en sagt eigin skattyfirvöldum, að þeir séu með örlitla upphæð þar.Engin leið er að fá það rétta fram.Það eitt að setja fjármuni í skattaskjól er alvarlegt mál og sýnir,að ætlunin var að komast hjá lögbundnum skattgreiðslum.Það þýðir hærri skatta á aðra þegna landsins

Björgvin Guðmundsson

 


Bloggfærslur 19. september 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband