Bjarni lækkaði frítekjumarkið um áramót; lofar nú að hækka það aftur eftir kosningar!

Bjarni Ben  lækkaði frítekjumark vegna atvinnutekna úr 109 þúsund krónum á mánuði í 25 þúsund kr á mánuði um síðustu áramót.Á kosningafundi í gær lofaði hann að hækka frítekjumarkið aftur nærri því eins mikið og það var lækkað eða í 1oo þúsund kr eftir kosningar.Hann er nýbúinn að segja við Þorstein Víglundsson félagsmálaráðherra að hann megi ekki hækka þetta strax. Ekki séu til peningar! Hann lét Þorstein segja,að hann gæti ef til vill hækkað þetta á 5 árum,þ.e. skv 5 ára áætlun!Nú hefur Bjarni fundið peninga. Þetta er staðfesting á því sem baráttumenn aldraðra hafa sagt. Það eru nógir peningar til. En ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins hefur kosið að halda peningunum frá öldruðum og öryrkjum; hefur kosið að halda lífeyrinum við  fátæktarmörk og nánast bannað þeim að vinna.Það hefur verið níðst á kjörum aldraðra og öryrkja.

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 24. september 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband