Stenst Katrín prófið?

 
 
Opna bréfið til Katrínar Jakobsdóttur,forsætisráðherra,sem ég birti í gær fékk góðar undirtektir, bæði á Facebook og í persónulegum símtölum til mín.Í bréfinu skora ég á forsætisráðherra að hækka strax lægsta lífeyri aldraðra og öryrkja,þar eð hann dugi ekki til framfærslu.Kaup á lyfjum og læknishjálp verði iðulega útunda og jafnvel kaup á mat.Þetta er mannréttindabrot.Og ríkisstjórn Katrínar getur ekki látið slíkt viðgangast.Lífeyrir aldraðra í hjónabandi eða sambúð er 204 þúsund kr á mánuði eftir skatt.Það getur hver og einn litið í eigin barm og séð,að þetta dugar ekki fyrir brýnustu útgjöldum. Húsaleigan ein er í dag 150-200 þúsund,sú lægsta. Og þó einhverjar húsaleigubætur komi upp í það segir það lítið.Það þolir enga bið að leiðrétta þetta óréttlæti.Það verður að gerast strax eftir helgi um leið og þingið kemur saman.Það tekur einn dag að afgreiða frumvarp um leiðréttingu á þessu ranglæti.Ég treysti Katrínu til að leiðrétta þetta mál en þessi áskorun á hana er prófsteinn á hana.Vonandi stenst hún prófiið og leysir málið.Þessu máli má ekki fresta,ekki einu sinni í nokkra daga. Það verður að afgreiða það strax. Það þolir enga bið.
 
Björgvin Guðmundsson

Bloggfærslur 19. janúar 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband