Þjóðin hefur ekki efni á að lækka veiðigjöldin; þarf að hækka lífeyri aldraðra

Ríkisstjórnin ráðgerir að lækka veiðigjöld hjá litlum og meðalstórum  útgerðum.Sagt er að afkoman sé erfið hjá þeim.Samkvæmt lögum á þjóðin sjávarauðlindina og útgerðarmenn fá leigð afnot af henni gegn afnotagjaldi (leigu).Það er ekki skattur.Afkoma stærri útgerða hefur hins vegar verið mjög góð undanfarn ár og gróði mikill. Ekki hefur þó verið rætt um að hækka veiðigjöldin hjá þeim.

 Þegar um leigu er að ræða er ekki venjan,að eigandinn lækki leiguna,ef afkoma leigjandans er erfið.Það á ekki heldur að gera það,þegar um leiguafnot sjávarauðlndarinnar er að ræða. Útgerðin hefur lengi notið vildarkjara við afnot sjávarauðlndarinnar.Hún hefur lengst af greitt lágt afnotagjald fyrir afnotin.Auk þess er það valinn hópur útgerðarmanna ,sem fengið hefur að leigja afnot af auðlindinni.

VG hefur talið veiðigjöldin of lág og hefur viljað hækka þau.En fulltrúar flokksins eru ekki fyrr sestir í ráðherrastóla en þeir samþykkja lækkun veiðigjalda!Sennilega að gera það til þess að þóknast samstarfsflokkunum.

Þjóðin hefur ekki efni á slíku.Hún þarf að innheimta fulla og eðlilega leigu fyrir afnotin til þess að geta hækkað lífeyri aldraðra og öryrkja og byggt fleiri hjúkrunarheimili fyrir aldraða.Verkefnin eru næg.

 

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net

 

 

 


VG verður að gera betur fyrir aldraða og öryrkja

 

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hækkaði ekki lífeyri aldraðra og öryrkja neitt í jólamánuðinum,ekki um eina krónu.VG var eitt sinn sósialistiskur vinstri flokkur; Með hliðsjón af því hefði verið eðlilegt að ríkisstjórn undir forsæti þess flokks mundi strax í jólamánuðinum  bæta kjör þeirra,sem hefðu um og innan við 200 þúsund á mánuði.En nei.VG hreyfði ekki legg né lið í því efni.Þegar Katrín var gagnrýnd fyrir þetta aðgerðarleysi sagði hún: Við hækkuðum frítekjumark vegna atvinnutekna aldraðra.Og við ætlum að auka niðurgreiðslur á tannlæknakostnaði aldraðra.Og síðan bætti hún því við í áramótaávarpi sínu í gær,að fjármagnstekjuskattur yrði hækkaður úr 20 í 22% ( gerði kröfu um 30%; íhaldið hafnaði því) Þetta er .þunnur þrettándi hjá VG.Hækkun frítekjumarks vegna atvinnutekna gagnast aðeins takmörkuðum hópi aldraðra.Meginreglan er sú,að eftirlaunamenn geti látið af störfum,þegar þeir hafa náð eftirlaunaaldri.Þeir hafa lokið sínu dagsverki fyrir Ísland og eiga rétt á það háum eftirlaunum,að dugi til framfærslu án þess að stunda atvinnu.Mikill hluti eldri borgara hefur ekki heilsu til þess að vera á vinnumarkaðnum.Þeir,sem hafa eingöngu tekjur frá TR, eru flestir í þeim hópi.-Aukin niðurgreiðsla á tannlæknakostnaði aldraðra er margnotað loforð,sem ekki er unnt að nota oftar.Það átti að taka gildi fyrir 10 árum en tannlæknar hundsuðu þá gjaldskrá,sem færa átti öldruðum aukinn afslátt á tannlæknakostnaði.Stjórnvöld vanræktu að sjá til þess að rétta gjaldskráin gilti.Varðandi hækkun fjármagstekjuskatts úr 20 í 22% er það að segja,að sú litla breyting skiptir litlu máli. Veitir aðeins um 2 milljarðs í tekjur..Auk þess er fyrirvari á þessari breytingu varðandi útreikning.Ekki er öruggt,að skatturinn nái 22% þegar upp er staðið..

VG verður að gera betur,ef flokkurinn ætlar bæta hag aldraðra og öryrkja og annarra,sem minna mega sin.

Björgvin Guðmundsson

 


Bloggfærslur 2. janúar 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband