Alþingi getur hækkað lífeyrinn strax í dag!

 

Alþingi kemur saman í dag eftir langt jólafrí.Þá getur þingið loks afgreitt hækkun á lífeyri aldraðra og öryrkja en þeir sem hafa eingöngu tekjur frá almannatryggingum eiga ekk nóg til framfærslu.Það hefði átt að hækka lífeyrinn í byrjun desember mánaðar,svo slæmt er ástandið en .það er betra seint en ekki.Unnt er að afgreiða mál þetta á einum degi.Dæmi eru um að slíkt hafi verið gert,þegar mikið liggur við.Þeir,sem verst eru staddir meðal aldraðra og öryrkja hafa lífeyri sem hér segir: Aldraðir í hjónabandi eða sambúð: 204 þúsund kr á mánuði eftir skatt.Einhleypir aldraðir 243 þúsund kr eftir skatt.Lífeyrir öryrkja er svipaður en þó örlítið lægri.Hér er um að ræða þá,sem eingöngu hafa tekjur frá almannnatryggingum,engan lífeyrissjóð.--Ég geri ekki tillögu til alþingis um það hvað hækki eigi lífeyrinn mikið.Treysti þingmönnum til að ráða fram úr því á sanngjarnan hátt.Þeir hafa sýslað það mikið um launamál að þer eiga að geta hækkað lífeyrinn það mikið,að það dugi til framfærslu og sómasamlegs lífs.
Alþingismenn hafa talað það mikið um nauðsyn þess að efla sjálfstæði þingsins og að láta ekki framkvæmdavaldið alfarið stjórna þinginu.Nú er tækifæri til þess.Þingmenn þurfa ekki að bíða eftir tillögum ráðherra.Þeir geta tekið mál þetta í eigin hendur,gert þverpólitískt samkomulag ef vilji ef fyrir hendi.
En því miður sýnist mér sá andi svífa yfir vötnunum að ekkert muni breytast.Í stað .þess að setja á dagskrá frumvarp um hækkun lífeyris þeirra,sem eiga ekki fyrir mat er ætlunin að setja leiðtogaumræður á dagskrá þingsins.Það á m.ö.o. að tala í stað þess að framkvæma. Aldraðir og öryrkjar hafa ekkert gagn af því
 
Björgvin Guðmundsson
www.gudmundsson.net
 
 

Bloggfærslur 22. janúar 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband