Katrín féll á prófinu!

 

 

Ég sendi forsætisráðherra,Katrínu Jakobsdóttur,opið bréf og óskaði eftir því,að hún hækkaði strax lífeyri þeirra aldraðra og öryrkja,sem hefðu lægstan lífeyri,aðeins tekjur frá almannatryggingum.Það þýddi að hækka þurfti lífeyrinn strax um leið og þing kom saman.Ég sagði,að það væri prófsteinn á störf forsætisráðherra. hvort hún tæki þessari áskorun; spurning væri hvort hún stæðist prófið.En því miður.Hún féll á prófinu.Hún gerði ekkert til þess að hækka lífeyrinn.Í staðinn var ákveðið að setja upp leiðtogaumræður.Í stað athafna var ákveðið að tala og tala.Það var helst þörf á því!. Við þurfum ekki fleiri ræður.Við þurfum ekki fleiri yfirlýsingar,eða loforð.Við þurfm framkvæmdir,athafnir. Við þurfum hækkun lífeyris þeirra lægst launuðu strax svo þeir geti lifað af lífeyrinum.Það er brýnt mál en ekki leiðtogaumræður.Þær máttu bíða.

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net

 

 


Bloggfærslur 23. janúar 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband