Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn sviku stór kosningaloforð gefin öldruðum 2013; VG og Framsókn ekki farin að efna kosningaloforðin við eldri borgara frá 2017

Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn gáfu eldri borgurum stór kosningaloforð  fyrir þingkosningarnar 2013. Þeir lofuðu báðir að hækka lífeyri aldraðra til þess að leiðrétta kjaragliðnun krepputímans, 2009-2013. Flokkarnr komust til valda en sviku kosningaloforðið gersamlega.Framsókn og VG gáfu eldri borgurum stór kosningaloforð fyrir þingkosningarnar 2017. Framsókn lofaði að gera tannlækningar eldri borgara gjaldfrjálsar. VG lofaði að tryggja það,að lífeyrir aldraðra væri ekki niður við fátæktarmörk.Ekki hefur verið staðið við þessi loforð.Þessi loforð eru þess eðlis,að það átti að efna þau strax.Það var ekki gert.Enginn áhugi á málefnum aldraðra og öryrkja í ríkisstjórninni.

Björgvin Guðmundsson


Hækka þarf lægstu laun og lægsta lífeyri

Brýnasta verkefni verkalýðshreyfingar og stjórnvalda í dag er að hækka verulega lægstu laun verkafólks og lægsta lífeyri aldraðra og öryrkja.Bæði lágmarkslaun og lægsti lífeyrir er við fátæktarmörk og dugar hvergi nærri til framfærslu.

Aðildarfélög ASÍ hafa á undanförnum árum lagt mikla áherslu á hækkun lægstu launa og náð talsverðum árangri. Á sama tíma hafa skattleysismörk verið lækkuð m.v. kaupgjald og verulega dregið úr barna- og húsnæðisbótum þannig að kaupmáttur þessara hópa hefur ekki vaxið í sama mæli og nemur hækkun launa. Við þessu verður að bregðast, m.a. með: • Hækkun skattleysismarka og tengingu persónuafsláttar við launavísitölu í stað vísitölu neysluverðs. • Eflingu barna- og húsnæðisbótakerfanna. • Fjölgun íbúða í almenna íbúðakerfinu úr 600 í 1000 á næstu 5 árum.

Björgvin Guðmundsson

 


Bloggfærslur 25. janúar 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband